Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1997, Síða 12

Bjarmi - 01.03.1997, Síða 12
nnn kristindómur 3Vísindalegt gildi sálar- rannsókna, sem oftast hafa miðast við að fá andana til að sanna sig, er afar um- deilt. Fjöldi visindamanna hef- ur hafnað spiritismanum, þar sem dulrænu fyrirbrigðin hafl einatt reynst illrannsakanleg, vandkvæðum hefur verið háð að endurtaka rannsóknirnar og fjöldi tilfella um svik hefur komið upp. 4Mörgum þykir það hreinlega óvið- eigandi að leita frétta af látnum ættingjum og ástvinum hjá ókunnugum miðlum, sem gætu allt eins verið svika- hrappar eða átt við alvarleg, geðræn vandamál að stríða. Einnig þykir það þeir reiddu sig í fyrstu á, væru í raun illir. Til er fjöldi vitnisburða slíks fólks, sem hefur af þeim sökum snúið baki við spíritismanum og játast Jesú Kristi.10 Enda þótt mörg dæmi séu um, að miðlar hafl orðið uppvisir að svikum, er ástæðulaust að rengja reynslu þeirra allra. Hins vegar er engin tiygging fyrir þvi, að andamir séu endilega þeir, sem þeir segjast vera. Kristna menn greinir reyndar á um, hvort framliðnir geti haft samband við hina lifandi. Margir segja, að svo sé ekki og vísa máli sínu til stuðnings í ritningartexta á borð við Lúkas 16, þar sem hinum látna var neitað um að hafa samband við bræður sína. Aðrir benda á, að enda þótt Biblían banni mönnum að leita frétta af hinum framliðnu, þá sé ekki þar með sagt, að það sé ekki hægt. Sál virðist Vísindalegt gildi sálamnnsókna, sem oftast hafa miðast við aðfá andana til að sanna sig, er afar um- deilt. Fjöldi vísindamanna hefur hafnað spírit- ismanum, par sem dulrænu fyrirbrigðin hafi einatt reynst illrannsakanleg, vandkvæðum hefur verið háð að endurtaka rannsóknirnar ogfjöldi tilfella um svik hefur komið upp. bera vott um vantraust í garð Guðs að leita frétta af framliðnum, því þeir séu í hendi hans og í ljósi þess, að hann er bæði réttlátur og heilagur, sé full ástæða til að treysta honum fyrir örlögum þeirra. Þá líta ýmsir svo á, að þar sem eng- in trygging sé fyrir því, að andamir séu þeir, sem þeir segjast vera, geti þeir allt eins verið illir blekkingarandar. Marg- ir miðlar hafa líka verið ósparir á vamað- arorðin, þvi þeir vita af eigin reynslu, að það er margt óhugnanlegt við anda- heiminn, enda þótt þeir vilji greina á milli góðra og illra anda.8 í seinni tíð hafa margir þeirra t.d. varað eindregið við andaglasi, sem þeir telja stórhættu- legt.9 Einnig em dæmi um, að miðlar og aðrir spíritistar hafi sannfærst um, að þeir leiðsagnarandar og meistarar, sem t.d. hafa haft samband við Samúel framliðinn. Eftir sem áður stendur sú staðreynd, að Biblían bannar mönnum þetta, enda sýna dæmin, að þarna er um að ræða veruleika, sem telst hættu- legur og er ekki ætlaður okkur mönn- unum. Okkur ber því aðeins að fylgja Guði og leita til hans. Geta spíritistar þá ekki verið kristnir? Þar sem spíritisminn hafnar öllum helstu grundvallaratriðum kristinnar trúar eins og guðdómi Jesú Krists, hjálpræðisverki hans og upprisu, getur hann ekki flokkast undir kristna trú. Hitt er svo annað mál, að í fjölhyggju- þjóðfélagi eins og hér á íslandi hættir almenningi meira eða minna til að blanda saman ólíkum trúarstefnum. Margir gera því ekki greinarmun á spíritisma og kristinni trú og telja það eitt hið sama. Þetta fólk lítur á sig sem kristið og kennir jafnvel bömum sínum að biðja til Drottins Jesú Krists og Faðir vor, bænina, sem hann kenndi. Það er ekki hægt að segja, að þetta fólk geti upp til hópa ekki talist kristið. Aðeins Guð einn getur dæmt um það. Páll postuli sagði, að þeir, sem játi með munni sínum, að Jesús sé Drottinn og trúi í hjarta sínu, að Guð hafl reist hann upp frá dauðum, munu hólpnir verða, enda muni hver sá, sem ákalli nafn Drottins, verða hólpinn (Róm. 10: 9, 11). Um þetta getum við verið ömgg. 1 Sveinn Víkingur: „Hvað er spíritismi?" Morgunn. Júlí-desember 1964. Bls. 81- 95. 2 Jón Auðuns: Ágrip af sögu sálarrannsóknanna og spíritismans. Reykjavík. 1948. Bls. 4-20. 3 Pétur Pétursson: „Hugmyndafræði borgara- og millistéttar." Lesbók Morgunblaðsins. 25 maí 1985. Bls. 6. 4 Jón Auðuns: Ágrip ... Bls. 102-110. Pétur Pétursson: Church and Social Change. Helsingborg. 1983. Bls. 151- 167. 5 Pétur Pétursson: „Hugmyndafræði borgara- og millistéttar." Bls. 6-7. Sami: „Spíritisminn á íslandi í Ijósi félagsfræðinnar." Lesbók Morgunblaðsins. 18 maf 1985. Bls. 6-7. Sami: „Hugmyndafræði KFUM og dultrúarhreyfingin.“ Lesbók Morgunblaðsins. 10 september 1988. Bls. 8-9. 6 Sjá til dæmis Björn O. Björnsson: „Prestasamþykkt mótmælt." Morgunn. Sumar 1975. Bls. 12-14. 7 „Með og á móti. Spíritismi." DV. 13. apríl 1993. Bls. 15. 8 „Nýöldin á íslandi: Kærleikurinn eða kukl og hindurvitni?" DV. 12 janúar 1991. Bls. 24-25. „Miðillinn og aflraunamaðurinn Njáll Torfason." DV. 7 maí 1994. Bls. 10. 9 Jónína Leósdóttir: „Við veljum okkur foreldra." Pressan. 2 mars 1989. Bls. 22- 23. 10 Gasson, R.: The Challenging Counterfeit. Plainfield. 1966. Michaelsen, J.: The Beautiful Side of Evil. Eugene. 1982. Lee, R. & D. Lee: Beware the Devil. Basingstoke. 1983.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.