Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1997, Qupperneq 16

Bjarmi - 01.03.1997, Qupperneq 16
Kjartan Jónsson Viðtal við sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur Hin hliðin á Islenska þjóðkirkjan og kirkjuleg mál hafa verið meira umræðuefni síðustu misseri en oft áður. Sitt sýnist hverjum um þessa gömlu stofnun og þjóna hennar, prestana. Mörg spjót beinast að kirkjunni og fátt mannlegt er henni óviðkomandi. Ósjaldan beinast gagnrýnisraddir að prestum sem persónum og störfum þeirra. Sjaldan er spurt hvemig það sé að vera prestur í kirkjunni. Hvemig er hlúð að þeim? Hvemig líðrn- þeim sjálfum? Ætli það sé dans á rósum? Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknar- prestur í Grindavík, féllst á að gefa okkur innsýn í líf sitt. Bakgrunnur Jóna Kristín er hæg manneskja, en mjög traust. Það er vel af henni látið í prestakalli hennar og störf hennar eru vel metin. Fólk sem hefur lent í raunum er henni þakklátt fyrir þá aðstoð sem hún hefur veitt. Jóna Kristín er fædd á Neskaupsstað en alin upp á Fáskrúðsfirði. Hún er þriðja í röð fjögurra systkina. Foreldrar hennar eru Oddný Aðalbjörg Jónsdóttir og Þorvaldur Jónsson, lengst af skipa- afgreiðslumaður Eimskips og Rikisskipa á Fáskrúðsfirði, sem er látinn. „Ég fór til Reykjavikur í skóla 15 ára. Fór austur til að vinna í öllum fríum, enda var næg atvinna. Ég var 18 ára og maðurinn minn, Ómar Ásgeirsson frá Ásgarði i Breiðdal, 19 ára þegar við stofnuðum okkar heimili. Þá vorum við bæði nemar. Hann var í Vélskólanum og ég í Mennta- skólanum við sund. Við vorum ung og lífið var basl. Að loknu námi í Vélskól- anum fór Ómar í útgerðartækni í Tækniskólanum og við eignuðumst eldri dótturokkar, Sigríði, 1981. Guðfræðideildin Ég byrjaði um haustið það ár í guð- fræðideildinni. Ætlaði mér alls ekki að verða prestur. Fór fyrst og fremst í guð- fræðideildina til að gera upp ýmislegt varðandi trúna. Þegar ég stóð á þeim tímamótum að gera upp við mig hvaða framhaldsnám ég ætti að fara í hneigð- ist hugurinn meira að myndlistarnámi og slíku, en foreldrar minir, föðursystir og stóra systir töldu mig á að fara í menntaskóla. Ég fór að ráðum þeirra. Þegar ég var hálfnuð með menntaskól- ann ákvað ég að klára hann og fara í guðfræðideildina. Ég get ekki sagt að það hafi orðið ein- hver vendipunktur í lífi mínu. Ég var strax trúhneigð sem bam. Mamma söng í kirkjukómum og ég fór oft í messur með henni. Ég fékk Biblíuna í fermingargjöf frá prestinum, sr. Þorleifi Kristmunds- syni. Svo komu hin mótandi unglingsár. Ég var þá leitandi og sótti dálítið sam- komur hjá Ungu fólki með hlutverk í Grensáskirkju. Það studdi mig í því að fara í guðfræðideildina og kynna mér betur það sem ég var að velta fyrir mér og ná betri áttum." Voru það einhveijar spumingar umfram aðrar sem þú þurjtir aðJá svör við? „Mér fannst ég efast stundum mjög mikið og leið oft illa með þennán efa. Árin í guðfræðideildinni vom ekki auð- veld. Þá var maður að basla í búskapn- um, eignast börnin og eigið húsnæði. Maðurinn minn kláraði útgerðartækni. Hann var alltaf á sjónum í öllum fríum, en fór fast á sjóinn á togara frá Fá- skrúðsfirði þegar ég var á 3. ári í guð- fræðideildinni. Þá áttum við von á öðru barninu okkar, Bertu Dröfn. Þetta var 1984. Síðan var hann á sjónum þar til árið sem ég kláraði. Það hefði verið auð- veldast að pakka saman og fara austur. Þetta var oft strembið, að koma dætr- unum í pössun, standa sig sem móðir, stunda námið, heimilisstörfin og vinna í fríum. En við höfðum það ekkert verra en aðrir, en samt reyndi þetta oft ærið á og stundum var erfitt að koma öllum Mérfannst ég efast stundum mjög mikið og leið oft illa með pennan efa. Árin íguðfræðideildinni voru ekki auðveld. Þá var maður að basla í búskapnum, eignast börnin og eigið húsnæði.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.