Bjarmi - 01.03.1997, Síða 24
Gunnar J. Gunnarsson
Hvað er ...
Vísindakirkjan (The Church
of Scientology) hefur verið
nokkuð í fréttum undan-
farið, bæði vegna málaferla
gegn stjórnendum hennar í ýmsum
löndum og afstöðu þýskra stjórnvalda
gegn henni, en þau lýstu þvi yfir fyrir
nokkru að eftirlit yrði haft með meðlim-
um safnaðarins og þeim gert að gera
grein fyrir aðild sinni að söfnuðinum
þegar þeir sæktu um opinber embætti. í
Þýskalandi hefur söfnuðurinn verið
sakaður um heilaþvott og skefjalausa
gróðafíkn og verið sviptur stöðu sinni
sem trúfélag. Yfirlýsing rúmlega 30
bandarískra leikara og kvikmynda-
gerðarfólks í International Herald
Tribune af þessu tilefni vakti einnig
athygli en það sakaði Helmut Kohl,
kanslara Þýskalands, um ofsóknir á
hendur Vísindakirkjunni og líkti þeim
við ofsóknir nasista á hendur Gyðingum
á fjórða áratug aldarinnar. Meðal þeirra
sem áttu í hlut voru þekktir leikarar og
leikstjórar, t.d. Dustin Hoffman, Goldie
Hawn, Lariy King og Oliver Stone. Þau
tóku fram að þau væru ekki meðlimir
safnaðarins en ýmsir þekktir leikarar eru
það, t.d. John Travolta og Juliette Lewis.
Vísindakirkjan á rætur að rekja til
Bandaríkjanna. Árið 1950 varð til hreyf-
ing í kringum mann að nafni L. Ron.
Hubbard (1911-1986) en það ár gaf
hann út bókina Dianetics: The Modem
Science oj Mental Health. Upphaflega
átti bókin að vera svar hans við aðferð-
um og tækni nútíma geðlækninga. Við-
brögð lækna og heilbrigðisyfirvalda
leiddu til þess að Hubbard mótaði kenn-
ingar sínar í form trúarbragða. Á þeim
grundvelli fékk hann undanþágu frá
sköttum og frið fyrir opinberum afskipt-
um. Vísindakirkjan var svo formlega
stofnuð í Washington DC árið 1955.
Fljótlega náði hún töluverðri útbreiðslu.
Árið 1986 hélt söfnuðurinn því fram að
meðlimir væru um sex milljónir í 35
löndum. Ýmsir draga það þó í efa og
telja nær sanni að þeir séu innan við
milljón.
Vísindakirkjan hefur oft verið gagn-
rýnd fyrir kenningar sínar og þær kröfur
sem hún gerir til meðlima sinna. Hún
hefur verið ásökuð um að stunda heila-
þvott og að hún ásælist eigur fólks. Hún
leitist því við að laða til fylgis við sig
ungt, velstætt fólk sem er óánægt með
líf sitt eða í tilflnningalegu uppnámi og
þráir einfalda og vel skilgreinda lífs-
skoðun og andlegt jafnvægi. Á árunum
upp úr 1980 voru bæði L. Ron Hubbard
og íleiri leiðtogar safnaðarins lögsóttir
mörgum sinnum í Bandaríkjunum og
viðar fyrir fjármálamisferli og sviksam-
lega fjáröflun. M.a. var Hubbard ákærð-
ur fyrir að nota skattaundanþágur safn-
aðarins til að byggja upp gróðavænlegt
viðskiptaveldi og nota svo arðinn af
þeirri starfsemi í eigin þágu. Átti hann
að hafa flutt fjármuni með leynd yfir á
eigin bankareikninga. Þá hafa fyrrum
meðlimir oft ákært söfnuðinn í þvi skyni
að ná aftur eigum sínum sem þeir höfðu
tapað í hendur hans.
Kenningar Hubbards eru fjölþættar.
Hann hélt því fram að mannkynið væri
guðlegrar ættar og komið af guðum sem
hann kallar thetans. Þeir afsöluðu sér
stöðu sinni og völdum svo þeir gætu
vitjað heims efnis, orku, rúms og tima,
þ.e. jarðarinnar. Þar færðust þeir smám
saman upp stigann með endurholdg-
unum þar til þeir urðu menn, en án
þess að þekkja guðlegan uppruna sinn.
Vísindatrúin snýst um að vekja guðlega