Bjarmi - 01.03.1997, Qupperneq 28
Páskarnir gjörb
„Það varð kveld og það varð morgunn, hinnfyrsti
dagur. “
Þannig greinir Biblían frá upphaflegri sköpun
Guðs. Guð gjörði aðskilnað dags og nætur.
Hið sama gjörðist raunverulega á hinum íyrstu páskum. Þá
varð kvöld og þá varð morgunn. Hinn nýi dagur Guðs rann
upp í mannheimi. Guð gjörði þáttaskil í mannlegu lífi, greip
inn í tilveru okkar og breytti rás hennar.
Á föstudaginn langa hvarf ljós heimsins inn í kalda gröf. Þá
varð kvöld, ægilegt kvöld, er ljósið virtist hafa lotið í lægra haldi
fyrir myrkrinu og hatrið gengið af kærleikanum dauðum. En
svo rann upp nýr morgunn, páskamorgunn. Þá var myrkrið á
flótta rekið, dauðinn varð að skila aftur herfangi sínu. Guð
reisti Jesú Krist upp aftur til nýs lífs.
Páskamir tákna algjör þáttaskil í mannlegu lífi! Guð hafði
vitjað mannkyns með náð sinni.
OÞetta atriði upprisu Jesú Krists virðist oft vera
mörgum hulið. Margir líta aðeins á upprisuna sem
sönnun fyrir áframhaldandi lífi eftir hinn jarðneska
dauða. Upprisufrásagan verður þá aðeins eins og voldug
auglýsing um það sem við alltaf áttum í okkur sjálfum en
vissum bara ekki um.
Slík skoðun á upprisunni er í rökréttu framhaldi þess er
menn sjá ekkert í krossdauða Jesú nema píslarvætti manns
sem galt með lífi sínu fýrir skoðanir sínar. En sá sem hefur
ekki séð neitt meira í boðskap heilagra páska hefur raunar
næsta lítið skilið af gildi upprisunnar.
Upprisa Jesú táknar algjör þáttaskil. Guð kom inn i tilveru
okkar sem einn af okkur til þess að bjarga okkur, frelsa
okkur. Þess vegna nefnum við Jesú Krist frelsara.
Hann sem einn var syndlaus tók á krossinum á sig sekt og
synd alls mannkyns. Þannig leysti hann okkur undan dómi
Guðs. Guð greiddi sjálfur skuld okkar.
Upprisan á páskamorgni var lokaþátturinn í björgunar-
áætlun Guðs. Jesús vann ekki aðeins sigur á dauðanum fýrir
sjálfan sig. Við eignumst hlutdeild í sigri hans fýrir trúna á
Krist.
Krossfestingin og hin tóma gröf voru ekki aðeins sett á svið
sem eins konar sýnikennsla. Nei, þar var háð úrslitabaráttan
milli Guðs og Satans. Þar vann Guð úrslitasigur yfir valdi
hins illa í mannheimi.
Þetta er meginatriðið í frumkristnum boðskap.
Mér finnst trúarstyrkjandi að finna efa lærisvein-
anna gagnvart upprisunni. Þeir voru tregir að trúa.
Því fer fjarri að hér sé um að ræða boðskap sem eigi
upptök sín hjá þeim.
Upprisan var of stórkostleg til þess að þeir gætu trúað
henni þangað til þeir mættu hinum upprisna sjálfum. Þá fyrst
sannfærðust þeir. Og eftir að Guð hafði fyrir sinn heilaga
anda skapað trúna í hjörtum þeirra og leitt þá i allan sann-
leikann þá varð einmitt upprisan meginatriði alls kristins boð-
skapar.
Páll postuli ritar í 1. Korintubréfi:
„EJKristur er ekki upprisinn, er trú yðar Jánýt, þér eruð þá enn
í syndum yðar..... Efvon vor til Krists nær aðeins til þessa lífs,
þá erum vér aumkunarverðastir allra manna. “