Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1997, Síða 30

Bjarmi - 01.03.1997, Síða 30
Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson í Biblítmni? Kveikjan að þessum síð- búna greinarstúf er greinin: „Orð Guðs í nýjum búningi", í 2. tölublaði Bjarma á s.l. ári. Almennt góð grein Þórarins Bjöms- sonar, guðfræðings, verður mér þó til- efni athugasemdar við útbreiddan mis- skilning. Margir álita að í því formlega máli, sem við þekkjum af síðum Biblíunnar sem og úr helgimáli kirkjunnar og öðm hátíðlegu máli, sé um að ræða þéranir. Um það beri þér, oss og yður vitni. í þessu gætir misskilnings. Sögu þérana þekki ég ekki en þær em eflaust útlendur siður sem til landsins barst, líklega með erlendum lands- drottnum. Þémn er ávarpsform i ræðu og riti, löngum notað í margvíslegum opinberum viðskiptum og tali tignar- fólks eða þegar börn og unglingar eða almúgi ávörpuðu sér æðri. Þéranir hafa verið óðum að hverfa, úr talmáli a.m.k., síðustu áratugina og margir fæddir um og eftir miðja öldina hafa ekki lært að þéra og komist vel af án þess. Þéranir em ekki viðhafðar í Bibliunni né tíðkast þær í helgihaldi kirkjunnar. Frá fomu fari hefur hins vegar verið til í íslensku tvenns konar fleirtala persónu- fomafna, þ.e. tvitala og fleirtala (um fleiri en tvo). í daglegu máli, síðari tíma, hefur gamla fleirtölumyndin hins vegar horfið en tvítölumynd persónufornafnanna notuð jafnframt þó um fleiri en tvo sé að ræða. Þ.e. við í daglegu máli getur átt við um ótiltekinn fjölda en áður aðeins tvo (en oérum fleiri en tvo). Sama á við um annarrar persónu fornöfn - þið var tvítala en þér notað um fleiri en tvo. Það er þessi aðgreining tvítölu og „fleirtölu“ sem um er að ræða í Biblí- unni og oft öðm formlegu eða hátíðlegu máli en ekki þérun. Sjá t.d. 3 íyrstu kafla Biblíunnar. Guð segir þú við Adam og þið við Adam og Evu (þvi þau em tvö) og Adam þúar Guð (t.d. 1M 3.12). Eitt enn gæti þó villt um fyrir lesandanum - Guð er látinn nota svokallaða „hátignar- fleirtölu" um sjálfan sig (1M 1.26: „Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd'j' eins og forseti íslands notaði lengi í opin- bemm tilkynningum. í Faðir vorinu er heldur ekki um þér- anir að ræða. Ef svo væri, segðum við: Faðir vor, þér sem eruð á himnum, helg- ist nafn yðar. En við segjum: Faðir vor - vegna þess að við emm að ávarpa Guð með þessum sérstaka hætti (þ.e. sem föður) sem hluti lærisveinahóps Jesú (sem söfnuður, kirkjan). Sama gildir um orðfærið í 3. og 7. bæn Faðir vorsins - þar birtist hin gamla fleirtala en ekki þéranir. Við þéranir em auk heldur hin sérstæðu persónufornöfn aðeins notuð um þá sem ávarpaðir em en visa ekki til þess sem talar. Að öllu þessu rituðu stendur eftir hin eiginlega spuming Þórarins Bjömssonar um það hvort greina eigi milli tvitölu og annarrar fleirtölu í Biblíunni. Eða að hve miklu leyti á málsnið Biblíunnar að mótast af daglegu töluðu máli? Um þetta má deila. Annars vegar minna á að málfar Biblíunnar megi ekki verða of fjarlægt daglegu máli fólksins í landinu. Hins vegar vísa til þess að Biblían hefur löngum verið fyrirmynd vandaðs máls (sbr. Nýja testamenti Odds Gottskálks- sonar og Guðbrandsbiblíu) og stuðlað að því að varðveita dýrmætt samhengi málsins í aldanna rás. Og þá m.a. gert okkur kleift að njóta trúarlegra öndvegis- verka fyrri tíma. Notkun Biblíunnar í kirkjulegu samhengi hæfir einnig oftast nokkur hátíðleiki. íslenska bibliuþýðingin er væntanlega hugsuð sem kirkjubiblía en jafnframt handhæg bók til lestrar fyrir einstaklinga eða hópa fólks í margvíslegum aðstæð- um. Hugmynd úr hópi biblíuþýðendanna - að láta málfar á frummáli einstakra rita ráða því hversu hátíðlega eða hvers- dagslega þau hljóma á okkar tungu - er athyglisverð, hvemig sem tiltekst svo í framkvæmd. Þeim sem finnst málfar Biblíunnar of formfast eða hefðbundið (ný þýðing hlýtur þó alltaf að standa okkur málfarslega nær en sú eldri) má líka benda á útgáfuna „Lifandi orð“ sem er eins konar endursögn Nýja testa- mentisins á afar einföldu máli og fæst nú aftur, ásamt Daviðssálmum. Ljóst er að mikill vandi skapaðist ef gamla Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson sóknarprestur á Egilstöðum. fleirtalan yrði fólki með öllu framandi svo sem varðandi sálmaarfleifð okkar og marga trúarlega texta sem fólki em nú tamir og okkur dýrmætir. Varðandi hátíðleikann og hið hvers- dagslega, auðskilda, má visa til þessara tveggja hliða Guðs sjálfs. Guð Bibli- unnar birtist annars vegar sem hinn hái og heilagi (sjá t.d. Jesaja 6 um köllun spámannsins) en einnig sem sá er lýtur niður og gerist mönnum nálægur. Guð gerist maður í Jesú Kristi og Jesús legg- ur oft áherslu á hinn nálæga Guð, t.d. með því að kenna lærisveinum sínum að kalla Guð föður. Kirkjuhefð okkar hefur lagt áherslu á hátíðleika og virðuleika í öllu sem Guði

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.