Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1997, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.06.1997, Blaðsíða 9
Ég tel að kirkjan geti haft meiri áhrifd gang pjód- málaumræðunnar með pví að koma með vandlega undirbúin innlegg. Ég ræki trúna með bæn og lestri Biblíunnar en jafnframt með mjög mikl- um lestri guðfræðilegra bókmennta. Prédikunin kostar mig alltaf mikla yfir- legu og athuganir á textanum. Við Anna höfum einnig sótt ráðstefnur og fundi erlendis með vinum okkar á hinu guð- fræðilega sviði eins og það hentar okk- ur. Einnig höfum við stundum dvalist um skeið í klaustrum erlendis og tekið þátt í helgihaldinu. Slík uppbygging er öllum mikilvæg sem vilja þroskast í trúnni.“ Hvenær og hvers vegnafórstu að sinna kirkjulegum málefnum? „Líklega ekki fyrr en í Háskólanum, þá fór ég hægt og sígandi að sinna kirkju- legum málefnum. Ég kynntist sumar- búðastarfi kirkjunnar og var sumar- búðastjóri á hennar vegum þegar ég var í guðfræðideildinni. Ég varð fyrir kirkju- legu afturhvarfi ef svo má að orði kom- ast þegar ég var starfsmaður á alls- heijarþingi Alkirkjuráðsins í Uppsölum sumarið 1968, þá sá ég hvað kirkjan er litrikt og skapandi samfélag þegar hún er eins og hún á að vera. Þetta þing er í mínum huga eins konar markmið fyrir það sem stefna ætti að í kirkjulífi. Ég hef einnig oft sótt þýsku kirkjudagana sem grundvallast á svipuðum kirkju- skilningi og réð í Uppsölum.“ Hvers vegna gefurðu kost á þér til hicin i nsembættis? „Allmargir prestar og leikmenn, bæði fólk sem er starfandi í kirkjunni og aðr- ir, hvöttu mig eindregið til að gefa kost á mér og ég lét til leiðast. Það er ekki vegna þess að ég hafi einhveija sérstaka löngun til að setjast í biskupsstól held- ur snýst málið um að hafa áhrif, koma nútímalegum skoðunum í guðfræði og kirkjustarfi á framfæri í okkar kirkju." Kirkjan endurheimti stöðu sína sem menningarstofnun Hvað á að einkenna góðan biskup og hvert er meginhlutverk hans að þínu mati? „Þegar litið er til sögunnar virðist mér sem góðir biskupar geti verið af ýmsu tagi. Það eru tímarnir sem kalla á ákveðna kosti biskups. Á okkar tímum, eins og alltaf, þarf biskup að skynja tímanna tákn og vera næmur á hina trúarlegu þörf samtímans. Ég tel að hún snúist um leit að tilgangi og inni- haldi lífsins. Það eru rótttækar spum- ingar af því tagi sem halda vöku fyrir mörgum og birtast m.a. í tómhyggju og lífsleiða. Þarna verður biskup að geta lifað sig inn í aðstæður fólks eigi hann að geta talað af viti og stýrt kirkjunni í rétta átt. Hann þarf einnig að kunna að stjóma með lipurð og hógværð og fá fólk til samstarfs. Biskup i nútímakirkju þarf að deila valdinu og fylgjast með því að hjólin snúist sem víðast og kunna að vera sjálfur að baki.“ Hvaða málum vilt þú helst vinna brautargengi ef þú verður biskup og hvemig ætlarðu að koma þeimfram? „Ég mun stefna að því að kirkjan endur- heimti stöðu sína í íslensku samfélagi sem menningarstofnun sem telur sig hafa skyldur við þjóðina á því sviði. Okkar kirkja var alhliða menningar- stofnun um aldir en það má færa að því rök að hún hafi visvitandi dregið sig inn í skelina á seinni hluta þessarar aldar. Annað er þessu skylt og það er ábyrgð hennar á þjóðmálasviðinu. Ég tel að kirkjan geti haft meiri áhrif á gang þjóð- málaumræðunnar með því að koma með vandlega undirbúin innlegg. Þetta gera aðrar kirkjudeildir víða um heim eins og við heyrum iðulega í fréttum. Hér hef ég lagt til að stofnað verði þjóðmálaráð kirkjunnar eða þjóðmála- stofnun sem hafi slíkt hlutverk með höndum. í þriðja lagi vil ég koma nýju lífi í helgihald kirkjunnar." Kristinn maður er kallaður til að ganga sömu leið og Jesús Hver er kjami kristinnar trúar að þínum skilningi? „Kjarni trúarinnar felst að mínu viti í hugtakinu samliðun. Það hugtak grundvallast á því sem Lúther kallaði guðfræði krossins og vísar í senn til lífs, starfs og dauða Jesú Krists en jafnframt til lífsviðhorfs og breytni kristins manns, hann er kallaður til að ganga sömu leið og Jesús, leið samlíðunar með öðrum; að vera reiðubúinn til sjálfsafneitunar fyrir þá sem þjást. Kirkjan er skjól þeirra og vörður, en hún á erindi til alls samfélagsins með boðskap um réttlæti og samlíðun. Þessi samlíðun, sem er í eðli sínu altæk krafa, á sér einnig fyrir- heiti og von sem birtist í upprisu Jesú Krists. í honum er lífið sjálft fólgið og öll sú von sem maðurinn þarfnast og þráir og gefur lífi hans inntak og merkingu." Hvert er kennivald Biblíunnar í trúar- og siðferðisefnum að þínu áliti? Að mínu áliti er kennivald Biblíunnar mikið í þessum efnum; hún er grund- vallarbók okkar kristinna manna. En hún er ekki lögbók enda setti Jesús sjálfur kærleikann ofar lögmálinu og má í því sambandi minna á tvöfalda kær- leiksboðorðið. Jesús Kristur sjálfur er það eina kennivald sem við kristnir menn tökum gilt og þá er ekki nóg að líta á einstakar ritningargreinar heldur á málstað hans í heild og boðskap hans í samhengi. Sama máli gegnir um kennivald Biblíunnar í trúarefnum, þar er Jesús Kristur sjálfur sú viðmiðun sem viðhorf okkar eiga að byggjast á. Jesús kom til að frelsa fólk, það skulum við taka alvarlega." Jesús ságði að hann væri vegurinn, sannleikurinn og líjið og að enginn kæmi tiljöðurins nemajyrir hann. Em Jleiri leiðir til hjálpræðis en trúin á hann? Hvað um önnur trúarbrögð? „Ég tel að Guði sé ekkert ómögulegt í þessum efnum. Hvers vegna skyldi hann ekki geta notað önnur trúarbrögð til þess að leiða fólk til samfélags við sig? Það er oft stutt í hroka í trú okkar kristinna manna og við gleymum oft að hugsa um ímynd okkar í augum fólks af öðrum trúarbrögðum. Reyndar er ég ekki viss um að ég vilji flokka kristna trú með trúarbrögðum. Ég tek undir með svissneska guðfræðingnum Karli Barth sem neitaði þvi að kristin trú væri trúarbrögð. Það er því ekki auðvelt um samanburð. Ég er sannfærður um að kristin trú er leiðin að markinu en það truflar mig ekki þótt fleiri slíkar leiðir séu til eða hafi verið til áður en Jesús Kristur fæddist á þessari jörð. Kirkjan á að boða Jesú Krist í auðmýkt en hún á einnig að boða þann Guð sem er æðri öllum trúarbrögðum." ^7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.