Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1997, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.06.1997, Blaðsíða 18
Einar Sigurbergur Arason Alfa-námskeiðin taka fyrir grundvallaratriðin í krist- inni trú og hafa verið haldin í Biblíuskólanum við Holtaveg síðan í byrjun ársins 1996. Þau eru sniðin eftir erlendri fyrirmynd sem varð til fyrir tveimur áratugum í kirkju í Lundúnum. Alls hafa verið haldin þrjú námskeið hér, þar af eru tvö sem voru haldin núna í vetur. Hvað merkirAlfa? Alfa er fyrsti stafurinn í gríska staf- rófinu. Þess vegna er orðið Alfa gjaman notað til að tákna upphaf. En þeir sem standa fyrir Alfa-námskeiðunum hugsa þetta líka sem skammstöfun. Dæmi um íslensku útfærsluna: Allir, sem vilja kynna sér bet- ur um hvað kristin trú snýst, em hvattir til að koma á Alfa-námskeið. Lifið er ánægjulegt þegar við getum lært með öðmm og átt samfélag saman. Fyrirspumum er tekið með gleði og sérstakur tími fyrir spumingar og svör. Aldur skiptir ekki máli. Alfa- námskeið eru fyrir alla. Hvemig er Alfa-námskeið uppbyggt? Þátttakendur hittast einu sinni í viku í um það bil tvo mánuði og eiga saman kvöldstund. Hún hefst á kvöldmat, svo kemur fyrirlestur og eftir það er gefinn kostur á fyrirspurnum og umræðum. Endað er á því að biðja saman. Auk þessa er sérstök Alfa-helgi eða Alfa-dagur. Á fyrsta námskeið- inu var farið upp i Vatna- skóg og gist yfir nótt. Á þeim seinni tveimur var laugardagur í Reykja- vík látinn nægja. Þetta gefur þátttak- endunum tækifæri til að kynnast betur. Kennslan á námskeið- unum snýst um spurn- ingar eins og: Hver er Jesús? Hvers vegna dó hann? Til hvers að lesa Biblíuna og biðja? Hvernig get ég verið viss í trú minni? Hver er Guð skaparinn? Hver er heilagur andi og hvemig starfar hann? Mikil áhersla er lögð á að þátttak- endur hafi fullt frelsi til að spyija hvers kyns spurninga sem liggja þeim á hjarta. Engin spuming er álitin óviðeig- andi. Þannig fá þeir tækifæri til að opna sig og leita svara við spurningum sínum. Eru Alfa-námskeiðin kennd víða'? Já, þau hafa orðið býsna útbreidd á síðustu árum. í fyrra voru haldin um það bil 5000 námskeið með um 250.000 þátttakendum alls. Þar af voru 1200 námskeið haldin utan Bretlands. Hver átti hugmyndina? Alfa-námskeiðin hafa verið kennd í 20 ár við sóknarkirkju í Lundúnum sem heitir Holy Trinity Brompton (HTB). Það var presturinn Charles Marnham sem

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.