Bjarmi - 01.06.1997, Blaðsíða 15
Við stöndum frammi fyrir vaxandi afhelgun
og eitt af mikilvægustu viðfangsefnum kirkjunnar
erfræðsla.
biskupsdæminu upp eða ekki. Biskup
íslands þarf á því að halda, hver sem
hann er, að hafa ráðuneyti af hinum
biskupunum. Við búum í einangraðri
kirkju og ef einn biskup hefur of mikil
völd, þá er hætta á þvi að hann verði
einskonar páfi fyrr en varir. Það er eng-
um manni greiði gerður með þvi að stilla
honum einum upp á tind, varnarlaus-
um. Ýmis vandi biskupsþjónustunnar
undanfarið hefði ekki verið svona mikill
ef að honum hefðu komið þrir biskupar
að jafnaði, frekar en að stundum væri
það bara einn. Þjónusta biskupanna í
Skálholti og að Hólum verður að vera
virkari og þar að auki samvirkari við
þjónustu biskups íslands. Að þessum
og ýmsum öðrum skipulagsmálum
myndi ég gjarna vilja vinna í framtíð-
inni, hvar sem ég verð.“
Verðum að hafa skýrar
línur
Hver er kjami krístinnar trúar að þínum
skilningi?
„Því svo elskaði Guð heiminn að hann
gaf son sinn eingetinn til þess að hver
sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi
eilíft líf. Ég get ekki búið til neinn
annan kjama en þennan.“
Hvert er kennivald. Biblíunnar í trúar- og
siðjerðisejnum að þínu áliti?
„Kennivald Biblíunnar er ótvirætt í trú-
ar- og siðferðisefnum. Við verðum samt
að gæta okkar á þvi hvemig við viljum
láta hana virka sem kennivald. Við
verðum að taka ákveðna afstöðu til
Biblíunnar sjálfrar, bæði siðfræðilega og
kirkjuréttarlega, og svo til umhverfisins
eins og það er í raun og vem. Við eigum
að vinna í siðfræði og að kirkjunnar lög-
um af alvöru og trúmennsku við Ritn-
inguna. Ef við ekki mótum okkur ein-
hveijar siðferðilegar og kirkjuréttarlegar
reglur þá getur svo farið að kennivald
Ritningarinnar verði ekki neitt þegar
upp er staðið. Ef hver og einn les Biblí-
una og túlkar hana út frá sjálfum sér
þá er kennivaldið ekkert orðið. Þá þarf
heldur enga biskupa, presta eða guð-
fræðinga. Hver og einn getur bara séð
um sig. Við getum ekki stungið Biblí-
unni ofan í skúffu andspænis ýmsum
alvarlegum spurningum sem mæta
okkur."
Eru tilJleirí leiðir til hjálpræðis enjyrír
trú á Jesú Krist?
„Ég tel ekki vera um aðra leið að ræða
og get ekki bent á hana, hvað þá boðið
neinum aðra leið til hjálpræðis. Það er
hins vegar ekki á mínu valdi að dæma
menn til eilífðar og verð að taka orð Páls
postula alvarlega þar sem hann segir að
til séu réttlátir menn undir lögmáli."
Kirkja noti „netið" til að
boða fagnaðarerindið
Hvert er gildi upprisu Jesú í krístinni
trú? Hvemig getur kirkjan mætt
syrgjendum og dauðvona með þann
boðskap á tímum þegar dulhyggja,
spírítismi og miðilsjundir virðast standa
mörgum næst?
„Upprisa Krists er möndulás kristinnar
trúar. Spurningin um það hvort upp-
risan var raunveruleg eða ekki felur í
raun í sér hvort við emm að segja satt
eða að ljúga.
Varðandi dultrúarfyrirbærin, spírit-
ismann og nýaldarhyggjuna þá vil ég
segja að allt saman getur þetta leitt fólk
á villigötur en margt af þessu kemur og
fer. Fólk föndrar við þessi fyrirbæri á
vissum tímabilum ævi sinnar án þess að
verða fyrir varanlegum, slæmum áhrif-
um. Kirkjan hefur þurft að búa við það
alla tíð að fólk grípi til hjátrúar. Það
sem ég tel einna hættulegast nú um
stundir eru gamlar trúarhugmyndir úr
framandi hugmyndakerfum og trúar-
brögðum sem hér hafa haslað sér völl
en samiýmast ekki kristindómi. Þá á ég
til dæmis við hugmyndir um endur-
holdgun. Mjög margir gleypa við slíkum
hugmyndum enda eru þær kynntar hér
á Vesturlöndum sem eins konar bónus
á lífið. í kynningunni gleymist að segja
frá því að trúarbrögð, sem snúast um
endurholdgun, eru kerfi um það hvemig
losna megi undan fjötrum jarðlífsins og
út úr hringrás endurholdgananna. Ég
tel þessar hugmyndir vera það alvar-
legasta sem við erum að fást við núna
og kirkjan verður að mæta þeim af fullri
einurð.
Opinni og víðri þjóðkirkju er viss
hætta búin. Við megum ekki gera það
að reglu eða koma þvi svo fyrir að aldrei
verði árekstur um neitt þvi þá era synd-
in og fagnaðarerindið hætt að takast á.
Þegar við erum í slíkum átökum þá
berum við ábyrgð gagnvart fagnaðar-
erindinu annars vegar og syndaranum
hins vegar. Með þetta í huga eigum við
að ganga fram til þjónustunnar af yfir-
vegun og festu. Ekki til þess að búa til
hávaða heldur tiyggja það að hið rétta
erindi fagnaðarerindisins komi í ljós og
sé ekki dulið fólki.“
Hver em helstu vandamál íslensku
þjóðkirkjunnar nú um stundir og hvaða
úrlausnarejni eru brýnust í því
sambandi?
„Við stöndum frammi fyrir vaxandi af-
helgun og eitt af mikilvægustu viðfangs-
efnum kirkjunnar er fræðsla. Ég tel að
við þurfum að miða einkum á tvo hópa í
því sambandi. Það eru annars vegar
litlu bömin á forskólaaldrinum, að þau
fái meiri fræðslu í kristinni trú, og hins
vegar fullorðið fólk sem farið er að ryðga
í fermingarlærdómnum og spyr sjálft sig
annarra spurninga en þá var spurt.
Margt fólk veit svo skelfing lítið um
trúna og um kirkjuna og er jafnvel ekki
læst á algengustu tákn hennar.
Nú er að komast til manns kynslóð
sem trúir því öðruvísi sem hún sér á
skjá heldur en þvi sem stendur á blaði.
Ég held að raunveruleikaskynið sé svo-
lítið að breytast í fólki og gildi þess sem
sést á skjánum er sívaxandi. Við verð-
Við megum ekki gera pað að reglu eða koma pví svo
fyrir að aldrei verði árekstur um neitt pví pá eru
syndin og fagnaðarerindið hætt að takast á.