Bjarmi - 01.06.1997, Blaðsíða 13
Á tímum þegar æ fleiri missa sjónar á tilgangi lífs-
ins hefur kirkjan mikið verk að vinna að ræða við
samtíma sinn um það sem máli skiptir.
Þrátt fyrir alla hennar bresti og mein þá
er Kristur að verki í kirkjunni í orði sínu
og sakramentum.
Kirkjan stendur sig vel þar sem hún
mætir fólki á krossgötum ævinnar.
Barnastarf kirkjunnar virðist vera víða
nokkuð gott. Án efa er mikilvægasta
starf kirkjunnar inni á heimilunum þar
sem mæður og feður kenna börnum
sínum að biðja. Ég held að kirkjan sinni
öldruðum dável víða í söfnuðum. En
hún vanrækir það hlutverk sitt að
styrkja og efla trú hins fulltíða manns.
Fólk, sem vill vaxa og þroskast í trú
sinni, leitar ekki endilega til kirkjunnar
vegna þess að því finnst ekkert þangað
að sækja; boðun hennar sé barnahjal og
veiti ekki leiðsögn við að þroska og
dýpka trúarlífið. Við þurfum að gera
miklu betur. Ég tel að einn þáttur í þvi
sé að styrkja og efla menntun, hand-
leiðslu og símenntun presta og hlúa að
trúarlífi þeirra til þess að þeir séu hæf-
ari til að fræða, sem sálusorgarar og
leiðbeinendur í trúarefnum."
Nær kirkjan til samtíðarinnar eða er hún
í Jjötrum hejða?
„Það er vafalaust raunveruleg upplifun
sumra að kirkjan höfði ekki til fólks.
Hins vegar er það nauðsynlegt fyrir
kirkjuna að halda sínum hefðum. Henni
hefur mistekist að tengja hið nýja og
gamla, að gera hefðina lifandi. Það vant-
ar brú á milli æskulýðsstarfsins og
guðsþjónustunnar. Ein ástæða er sú að
kirkjan hefur um of látið börn leiða
börn og unglinga unglinga. Þetta starf
hefur ekki verið nógu ofarlega á for-
gangslistanum. Kirkjan þarf auðvitað að
vera í takt við hina svo kölluðu unglinga-
menningu. En hún þarf að gefa ungling-
unum meira; betri fótfestu en þá er felst
í poppinu.“
Kirkjan á að leiða til
Krists
Er opin og víðsýn þjóðkirkja í þeirri
hættu að taka ekki ajstöðu til mála og
bjóða heim sífelldum málamiðlunum?
„Ég tel að þjóðkirkjan verði að vera opin
og viðsýn í þeirri merkingu að hún setji
ekki þröng skilyrði og hafi ekki háa
þröskulda. En hún á að vita fyrir hvað
hún stendur. Boðun hennar á að vera
skýr en í þjónustu sinni á hún að hafa
opnar dyr og lága þröskulda. Þjóðkirkj-
an er ekki trúfélag hinna hreinu. Á akri
hennar er illgresi og hveiti innan um
hvað annað. Hún á að sjá það sem sitt
hlutverk og köllun að vera í þjóðinni,
sjá þjóðina alla sem akur sinn en ekki
vera sem lokaður klúbbur.
Þjóðkirkjan þarf að hafa rúm fyrir
andstæðar skoðanir án þess að slá af
fagnaðarerindinu. Hún á fyrst og fremst
að vera kirkja Jesú Krists í fylgd hans.
Ef hún gerir það er henni óhætt. Kirkj-
an á að leiða til Krists. Hún hefur upp-
eldishlutverk og á ekki bara að boða
Krist í orði heldur líka í verki. Leið for-
dæmisins er alltaf árangursríkari en
yfirlýsingar. Leið þeirrar trúar sem
starfar í kærleika er mikilvægust og
virkust.“
Hvert er hlutverk leikmanna og
leikmannahreyjinga í kirkjunni að þínu
mati?
„Leikmannahreyfingar eru afar dýr-
mætar. Þar tala ég af eigin reynslu sem
alinn að sumu leyti upp í KFUM sem
strákur. Ég held að leikmannahreyfingar
í kirkjunni gegni ómetanlegu hlutverki í
að ala fólk upp í trú. Kirkjan verður að
hafa rúm fyrir þær. Hinar mismunandi
leikmannahreyflngar verða að eiga þar
framtíð. Að vissum skilningi eru allir í
kirkjunni leikmenn. Orðið er dregið af
grisku orði sem merkir þjóð, þjóð Guðs.
Kirkjan okkar byggir á hinum lútherska
arfi þar sem meginatriðið er hinn al-
menni prestsdómur. í þeim skilningi
eru allir leikmenn líka prestar. Kirkjan
er ekki bara stofnun prestanna og starf
hennar er ekki bara það sem prestarnir
eru að bauka eða einhveijir starfsmenn
í sóknunum. Leikmenn eru burðarás
kirkjunnar. Öll nytsöm iðja fólks úti í
þjóðfélaginu er þjónusta við Guð í sköp-
un hans. Þetta skulum við leggja höfuð-
áherslu á vegna þess að það er tilhneig-
ing til að líta á lífið í básum þar sem hið
trúarlega er skilgreint sem tómstunda-
iðkun á jaðrinum og sköpun Guðs er
afneitað í verki. Ef við tökum trú okkar
á Guð, skaparann, alvarlega þá sjáum
við trú og daglegt líf sem heild, þar sem
fólk gengur með Drottni að verkefnum
dagsins í trú sem starfar í kærleika. Það
er brýnt að efla leikmenn til þjónustu og
ábyrgðar og aukins m)mdugleika innan
kirkjunnar."
Eru leikmenn nógu sýnilegir í starji
sajhaðanna?
„Þeir eru mjög virkir og sýnilegir. Án
þeirra væri ekkert starf í söfnuðunum.
En kirkjan verður að hlúa betur að leik-
mönnum innan safnaðanna og efla þá
til ábyrgðar vegna þess að þeir sem vilja
leggja kirkjunni lið eru dýrmætasta
auðlind hennar. Það þarf að efla fræðslu
og andlega uppbyggingu leikmanna."
Hefur íslenska þjóðkirlgan einhveiju
hlutverki að gegna við boðun kristinnar
trúar meðal annarra þjóða?
„Kirkjan verður að taka kristniboðsköll-
un sína miklu fastari tökum og gera
hana að miklu virkara aíli í lííi safnað-
anna eins og maður sér víða erlendis
þar sem kristniboðsvinir eru í hveijum
söfnuði, þvi að kristniboð virkar alltaf í
báðar áttir. Ef kristniboðið færðist
meira inn í söfnuðina yrði það því til
mikils styrks sem frjálst leikmannastarf
af þvi að það þarf að byggja upp þátt
gjafanna, sem blómstrar þegar verið er
að byggja kirkju en rénar þegar hún er
komin undir þak. Kirkjan er kristniboð,
sendiför. Það kemur fram í orðinu messa
sem er möndullinn sem starf kirkjunnar
snýst um. Orðið er af sömu rót og
mission og merkir útsending. Kirkjan
kemur saman til að vera send út. Hún
kemur ekki saman til að safnast saman
eða sem hópur sem dregur sig í hlé.
Hún kemur saman til þess að fá kraft
og endurnýjaða köllun til að fara út.
Kirkjan er alþjóðleg, ein, almenn, heilög
kirkja og á sér engin landamæri."