Bjarmi - 01.03.2000, Blaðsíða 12
Baldur Ragnarsson og
Henning E. Magnússon
Staóa kristinnar trúar í dag er ólík því
sem hún var hér áóur fyrr. Afhelgun
hins vestræna heims er staóreynd sem flest-
ir vióurkenna og afleiðingarnar eru þær aó
kristnin skipar ekki sama sess og hún gerói.
Heimsmynd kristninnar og þær hugmyndir
sem henni fylgja eru fjarlægar fólki í dag og
þrátt fyrir aó áhrif kristni séu víóa merkjan-
leg þá eru þau lítil í samanburði vió þaó
sem var. Þaó er misjafnt hvernig menn
hafa brugóist vió þessum tíöindum. An efa
er þessi þróun þó ein af ástæóum þess aó
evangelískur kristindómur hlaut byr undir
báða vængi á seinni hluta aldarinnar. Þeim
sem fylla flokk evangelískra er umhugaó
um aó allir fái aó heyra fagnaóarerindió
um Jesú Krist og þeir vilja hafa áhrif á
þjóðfélagió í kringum sig, vera Ijós í myrkri
og salt í rotnandi menningu. Þeir spyrja sig
hvernig sé best að ná til sem flestra meó
gleóiboóskapinn. Þeir hafa í auknum mæli
gert sér grein fyrir mikilvægi trúvarnar.
Apologia
Oróió trúvörn á uppruna sinn í gríska oró-
inu apologia. Apologia getur þýtt hvort
tveggja „útskýring" eöa „vörn“ og kemur
fyrir þrisvar sinnum í Nýja testamentinu
meó tilvísun í þaó hugtak aó „verja fagn-
aðarerindió". Páll vísar til þess þegar hann
talar til safnaóarins í Filippí og segir: „Eg
hef yóur í hjarta mínu, og þér eigiö allir
H ugleiðingcir
um mikilvcegi
trú varncir
hlutdeild meó mér í náóinni, bæói í fjötr-
um mínum og þegar ég er aö verja fagnað-
arerindió og staófesta þaó“ (Fil. 1:7). í 16.
versi sama rits segir hann síóan: „vegna
þess aó þeir vita, aó ég er settur fagnaóar-
erindinu til varnar." Og í 1. Pét. 3:15 segir
lærisveinninn: „Verió ætíó reiöubúnir aó
svara hverjum manni sem krefst raka hjá
yóur fyrir voninni, sem í yóur er.“ Trúvörn
gengur undir oróinu „apologetics” á ensku
og þó svo aó enska oróið sé skylt því sem
vió þekkjum í dag sem „apologise” (á ís-
lensku afsökun) þá er sú merking önnur.
Trúvörn þýóir sem sagt þaó aó verja fagn-
aðarboóskapinn og þau atriói sem helst
honum tengjast.
Forboóun
Trúvörn er oft gefió nafnið forboðun eóa
„pre-evangelism”. Þar er hugmyndin ekki
sú aö trúvörn komi í staó hinnar eiginlegu
boóunnar heldur sé hún eins og tæki til
þess að leggja grunninn og skapa tækifæri
fyrir boóunina. Mikilvægt er að gera sér
grein fyrir því aó grunnur trúvarnar er Biblí-
an og mannleg vitneskja okkar um Cuó.
Hvorki forboóun eða boðun geta gefið trú
en hvort tveggja vinnur saman að því að sá
og vökva til þess aó Guö geti gefið vöxt í
hjörtum barna sinna. Forboóun er jafnan
svo nefnd vegna þess aó hún greiðir götuna
fyrir hina eiginlegu boóun, hún færir engum
trú heldur færir hún trúleysingjann skrefinu
nær og því er ekki hægt aó segja aó skýr
mörk séu milli trúvarnar og boðunar.
Brúarsmíói
Stundum er trúvörn líkt viö brúarsmíói.
Kristnir menn eru þá brúarsmiðir og eiga
aó freista þess aó byggja brú á milli sinna
hugmynda og hugmynda þeirra sem aó-
hyllast aóra lífsskoðun. Til aó geta oróið
brúarsmiðir þurfa menn aö fylgjast meó
því sem er aö gerast í kringum sig og leita
eftir snertiflötum. Líklega hljómar þetta