Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2000, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.03.2000, Blaðsíða 17
við erum alltaf að miða okkur vió Reykja- vík. Eg er viss um að meóalaldur í mörgum kvenfélögum úti á landi er lægri en í mör^- um kvenfélögum í Reykjavík. Gunnar: Myndi fólk mæta í messu á þess- um aldri þó svo aó þaó væri stílaó meira inn á þaó? Guólaug: Ég þekki fólk sem gerir sér feró milli sókna og fer þar sem eru áhugaveró- ari messur. Ég er ekki þeirrar skoðunar aó það eigi að breyta öllum guðþjónustum en þaó mætti höfóa meira til ungs fólks. Finnst ykkur að kirkjan cetti að höfða til ein- hverra ákveðinna aldurshópa, s.s. fjölskyldufólks, einhleypra, með efni utan messunnar sjálfrar? Gunnar: Það þarf að skapa þetta andrúms- loft að á sunnudögum fórum við í kirkju. <jan Guólaug: Þaó er reynt aó gera þaó í flest- um kirkjum. Gunnar: Hjónanámskeió, mömmumorgn- ar og alfanámskeió fyrir þá sem eru aó stíga sín fyrstu trúarskref. Svo náttúrulega sunnudagaskóli og æskulýðsstarf og víóa eru líka hópar sem fjalla um sorg og sorg- arvióbrögó. Þannig aó ég held aó það sé reynt aó hlúa mjög vel aó starfinu í flestum kirkjum. Guólaug: Til dæmis eins og í Hjallakirkju, þar eru erindi og námskeió fyrir foreldra og allskonar önnur námskeið í boói. Fólk kemur í kirkjuna í fleiri erindagjörðum en bara í messu. Þetta eru ekki allt endilega námskeið um kristna trú. Það þarf bara að gera kirkjuna opnari. Gunnar: En er þetta ekki aó breytast? Er kirkjan ekki í þessari þróun, eins og við kannski viljum hafa hana? Þetta er nátt- úrulega aó mörgu leyti mjög gróin og stöónuó stofnun en að sumu leyti samt alls ekki. En svona stofnun hlýtur aó breyt- ast mjög hægt. Guólaug: Mér finnst þetta stöónuð stofn- un. Mér finnst hún ekki taka breytingum mjög hratt. Gunnar: En á hún aó taka breytingum hratt? Guórún: Ég er alveg sammála Gunnari með breytingarnar. Það hefur oróió hálf- gerð bylting frá því að ég var aó vinna í Hallgrímskirkju 1984. Þá voru þar starf- andi tveir prestar sem meó lítilli hjálp sáu um barnastarfió og þaó var í raun ekkert mikió annaó í boöi á þessum tíma. Kirkjan var opin frá 10-12 á daginn og lengur á sumrin fyrir feróamennina. En nú eru vel flestar kirkjur í Reykjavík opnar allan dag- inn og það er alltaf eitthvað aó gerast. Gunnar: En er þaó þá ekki í höndum sóknarnefndar og starfsmanna? Ég meina, þaó er svo algengt að kirkjan sem heild sé gagnrýnd þegar kannski margar kirkjur eru aó standa sig vel og eiga ekki skilið þessa gagnrýni. Ég held aó fólkið innan kirkjunn- ar, þ.e. í sóknunum, sé oft aó gagnrýna án þess í raun aó sækja kirkjuna og veit þá í raun ekkert hvaó þaó er að gagnrýna. Guólaug: Kannski er hluti af vandamálinu hvað þaö er fullorðið fólk í sóknarnefnd- um. Ég á við aó þegar t.d. var komió tíl mín og ég var beóin um að vera í sóknar- nefnd þá spurði ég bara manneskjuna hvort hún væri eitthvað skrýtin - ég sem væri ekki einu sinni oróin þrítug. Hvaóa er- indi ætti ég þangað? Ég hafði séð sóknar- nefndina á opnum sóknarnefndarfundi og ég fékk þaó á tilfinninguna aó ég gæti ekki átt samleió meó þeim þar sem ég var svo ung. En eftir aó hafa setið í sóknarnefnd í nokkra mánuöi sé ég hversu rangt þaó var aó hugsa svona. Ég á samleið meó þessu fólki því vió eigum áhugann á trúnni sam- eiginlegan Guórún: Þaö er náttúrulega mikil upp- bygging í Grafarvogi og þar starfa áhuga- samir og duglegir prestar, skapandi fólk sem ervakandi fyrir safnaóarstarfinu. Guólaug: Já, en þaó vantar bara miklu yngra fólk inn í sóknarnefndina. Þaó vantar svona fólk eins og æskulýðsleiótogana. Unga fólkió sem er aö vinna í kirkjunni. Gunnar: En starfsfólk kirkjunnar býr ekki alltaf í sókn þeirrar kirkju þar sem þaó starfar. Guórún: Nei, einmitt, svo ég tali um mína kirkju, sem ég tel vera Hallgrímskirkju þó aó ég hafi ekki búiö í sókninni nema í eitt ár, en þetta er samt mín kirkja. I sóknar- Guðrún: Það virðast allir hafa þessa barnatrú en svo er eins og trúin fari í dvala nema eitthvað komi upp d. 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.