Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2000, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.03.2000, Blaðsíða 6
Ef við trúum því að Jesús Kristur sé sonur Guðs sem hafi gefiðlíf sitt mönnunum til frels- unar hljótum við að boða það að trúin a hann sé eina leiðin til hjálprœðis. Um leið ber okkur að virða rétt annarra til að boða sína trú. trúlaust. Ennfremur er því heimilt aó stofna félög um iókun trúarinnar svo fremi að þaó stríói ekki gegn góðu sióferói eóa allsherjarreglu. Þá má ekki mismuna fólki vegna trúarbragóa þess. I fjölhyggjusamfé- lagi þar sem fyrirfinnast ólík trú- arbrögð og trúfélög og einstak- lingar meó mismunandi trú og lífsvióhorf er mikilvægt aó gæta réttar ólíkra trúfélaga og trúar- hópa og stuðla aó umburóar- lyndi og fordómaleysi. Mikilvæg- ur þáttur í því er vönduð trúar- bragóakennsla í skólum, bæói um þau trúarbrögó sem eru ríkj- andi í samfélaginu og einnig önnur. I þessu sambandi heyrist af og til sú krafa aó gera verói öllum helstu trúarbrögóum jafn- hátt undir höfói í skólum lands- ins og verja álíka miklum tíma til kennslu í þeim. Ekkert er hins vegar óeólilegt vió það aó ríkj- andi trúarbrögó, sem í okkar til- felli eru kristin trú, hafi meira vægi en önnur efvandað er jafn- framt til í kennslu um önnur trú- arbrögó. Islenskt samfélag og menning eru verulega mótuó af kristni þrátt fyrir aó önnur trúarbrögó og lífsvióhorf setji æ meiri svip á. Mikill meiri- hluti barna í landinu er skíróur og foreldrar þeirra hljóta aó meina eitthvaó meó því. Það eru því ærin menningarleg og félagsleg rök fyrir því aó kristin fræói hafi meira vægi í námskrá og kennslu en önnur trúarbrögó. Þaó þýóir þó ekki aó ekki sé þörf á aó auka fræóslu um önnur trúarbrögð og byrja aó kenna nemendum um þau strax frá upp- hafi skólagöngu, enda gerir ný námskrá grunnskólans í kristnum fræðum, siófræói og trúarbragðafræóum ráð fyrir því. Þar segir meóal annars: „Traust þekking á eigin rótum og skilningur á ólíkum lífsvióhorfum stuðlar aó umburóarlyndi og víðsýni" (8.6). Staóa kristinnar trúar í fjölhyggju- samfélaginu Spyrja má hver staða kristinnar trúar er í fjölhyggjusamfélaginu. Ef horft er á íslenskt samfélag þá er kristnin í sérstöóu, bæói vegna þeirrar stöðu sem þjóókirkjunni er sköpuó í stjórnarskrá (62. gr.) og vegna þess hvernig Islendingar eru skráóir í trúfé- lög, en 95% þjóðarinnar tilheyra kristnum trúfélögum. Þótt skráning í trúfélag segi ekki alltaf til um trú fólks þá setur þetta kristnina auóvitaó í ákveóna sérstöðu um leió og þaó er Ijóst að hún er ein af nokkrum trúarbrögóum sem eiga sér fylgj- endur hér á landi. Árið 1984 voru skráð trúfélög á Islandi þrettán talsins, 1994 eru þau oróin fimmtán, en 1. desember sl. 23. Fjölgun lögskráóra trúfélaga er því veruleg síðustu fimm árin. Þótt meirihluti nýrra trúfélaga á þessu árabili sé kristin trúfélög þá hefur trúfélögum sem eiga sér aórar rætur en kristnar fjölgaó úr tveimur árió 1994 í fimm árió 1999 með 0,6% þjóóar- innar á skrá. Staóa þjóókirkjunnar er sterk þótt hlut- fall þeirra sem tilheyra henni hafi minnkaó nokkuð á síóustu árum. Árió 1984 til- heyróu 93,1% þjóóarinnar þjóókirkjunni, 1994 91,8% en 1. desember sl. 88,7%. Á sama tíma fjölgar í öórum kristnum trúfé- lögum auk þess sem þeim fjölgar einnig sem eru skráðir í óskráó eða ótilgreind trú- félög eða kjósa aö vera utan trúfélaga. Áriö 1984 voru 1,3% utan trúfélaga, 1,4% 1994 og 2,1% 1999. Þannig má segja aö tölur Hagstofunnar um skráningu Islendinga í trúfélög endurspegli í senn sérstöóu kristn- innar í íslensku samfélagi og hægt vaxandi fjölhyggju á síóustu árum. Hitt er líka Ijóst aó ef vióhorf íslendinga til trúar og lífsgilda eru könnuó þá blasir vió nokkuó fjölbreytt flóra hugmynda og skoóana sem endur- speglar vaxandi trúarbragðablöndu og fjöl- hyggju- Hvað þýðir þetta fyrir kristnina í land- inu? Eitt af því sem blasir vió er aó öórum trúarbrögðum en kristni mun vaxa fiskur um hrygg á komandi árum og hafa hér áhrif vió hlið hennar. Það er í sjálfu sér óumflýjanleg þróun. I því sambandi hlýtur kirkjan í landinu fýrst og fremst að leggja áherslu á markvissa boðun fagnaöarerind- isins og fræóslu um innihald kristinnar trú- ar til þess aó stuóla að því aó þjóðin varó- veiti hinn kristna arf og einstaklingarnir sem telja sig kristna séu meóvitaóir um sína kristnu trú. Jafnframt hlýtur kirkjan aö leggja áherslu á trúvörn eóa rökræóu vió samtímann um gildi og merkingu trúarinn- ar. Um leið veröur hún að bera viróingu fyrir rétti hvers manns til aó vera þeirrar trúar sem hann kýs. Verkefni kirkjunnar hefur frá upphafi ver- ið að boöa fagnaðarerindið, fræða um kristna trú og leggja stund á trúvörn, auk margs konar kærleiks- og líknarþjónustu. Kristnin breiddist upphaflega út í fjöl- hyggjusamfélagi rómverska heimsveldisins þar sem margs konar trúarbrögó, hug- myndir og lífsviðhorf lifðu hlið við hlið. Við þær aðstæður lagði kirkjan áhersla á þetta allt. Þótt aóstæður hafi á margan hátt breyst er hlutverk kirkjunnar óbreytt og hún hlýtur því að leggja áherslu á hió sama í fjölhyggjusamfélagi nútímans. Efvið sem teljum okkur kristin trúum því að kristnin hafi eitthvaó sérstakt fram aó færa hlýtur afleiðingin aó vera sú aó boóa trúna í orói og verki. Efvió trúum því aó Jesús Kristur sé sonur Guós sem hafi geflð líf sitt mönn- unum til frelsunar hljótum vió að boóa það að trúin á hann sé eina leióin til hjálp- ræóis. Um leið ber okkur að viróa rétt ann- arra til aó boóa sína trú. Ef við erum sann- færó um gildi hins kristna trúararfs hljót- um við aó leggja áherslu á aö fræóa um hann. Ef vió tökum þróunina í átt til fjöl- hyggju alvarlega veróum við aó rökræða gildi og merkingu kristinnar trúar við sam- ferðafólk okkar. Því er stundum haldió fram að umburð- arlyndi feli þaö í sér að mönnum þyki allt jafngott. Því er jafnvel stillt upp gegn ein- lægri sannfæringu eóa fullvissu fólks um að tiltekin trú eóa lífsskoðun sé sú eina rétta eóa hafi í sér fólginn sannleikann. Slík notkun umburðarlyndishugtaksins hlýtur að teljast hæpin. Þaó er a.m.k. skrýtió um- buróarlyndi sem felur í sér að fólki eigi aó finnast allt jafngott eða gerir sannfæringu þess um gildi einna trúarbragóa umfram önnur tortryggilega. Umburóarlyndi hlýtur fyrst og fremst aó snúast um virðingu fýrir fólki og rétti þess til aó vera tiltekinnar trú- 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.