Bjarmi - 01.03.2000, Blaðsíða 19
af daglega lífinu hjá unglingum að fara í
kirkju og þær messur voru nú ekki mjög
skemmtilegar eða hressandi; það var hátíð
ef sunginn var einn sálmur.
Gunnar: Þarf bara ekki að uppfræða fólk
betur, t.d þegar það kemur og lætur skíra
börnin sín, hvað skírn sé? Ekki bara nafn-
gift heldur er verió aó skrá barnið inn í
kirkjuna og þar meó eru foreldrarnir að
taka að sér ákveðið hlutverk, aó ala barnið
upp í kristni. Þarf presturinn ekki líka að
benda fólki á hvernig á aó ala bam upp í
trú, gefa bænabók og vera þeim innan
handar og fylgja þeim aóeins eftir?
Fullnœgir kirkjan ykkar samféiags- og trúarþörf?
Gunnar: Laugarneskirkja gerir það, já.
Guórún: Hallgrímskirkja gerir það, já.
Guólaug: Nei, ekki fullkomlega. Ég myndi
vilja fá fjölbreyttari messugeróir eins og ég
hef áður minnst á.
Núna eruð þið öll í einhverrí þjónustu íkirkjunni.
Teljið þið að allir geti fundið eitthvert hlutverk í
sinni kirkju eða er hœgt að vera bara áhorfandi
og er það nóg?
Guórún: Ég held að það sé nóg. Sumir
vilja bara taka þátt sem áhorfendur og
huglægir þátttakendur. Þaö er líka mjög
margt í boði, bæði guóþjónustur og tón-
leikar. Kórastarf er auðvitað kirkjustarf,
þetta er boðun og þarna er verið að syngja
Guði dýrð. Auðvitað veróur fólk fyrir áhrif-
um, t.d. eins á jólatónleikunum okkar.
Þetta er hluti af kirkjunni. Tónleikar,
fræðsluerindi, mömmumorgnar, kyrróar-
stundir, fyrirbænaguðþjónustur, föstu-
messur og guðþjónusturnar, það að vera
þátttakandi í einhverju af þessu hlýtur aó
vera nóg fýrir suma, það getur ekki annað
verið.
Hvað eigum við að gera fyrir þá sem fara ekki í
messu þvíþeim leiðist sálmasöngur?
Gunnar: Það er fleira í boði, t.d. jazzmess-
ur, poppmessur, Tómasarmessur og
allskyns messur, þaó er ekki bara þessi
hefðbundna sunnudagsmessa. Allir hljóta
að geta fundið messuform við sitt hæfi ef
þeir bera sig eftir því.
Guólaug: Fólk á ekki að þurfa að leita út
fyrir sína sókn, hver kirkja á aó bjóða upp
á það fjölbreytta dagskrá að sem flestir
geti fundið eitthvaó við sitt hæfi.
Guórún: Nú hefur þjóðkirkjan þetta
ákveðna messuform sem hún fer eftir, eig-
um við að halda því þó aó það komi fáir í
messu eða eigum við að brjóta þaó upp?
Geta þeir sem ekki finna sig í þessu formi
leitað annað?
Guólaug: Það má brydda upp á allskonar
öðruvísi messum af og til. Mér finnst aö
ég eigi aó hafa kost á því að fara í öðruvísi
messu í minni hverfiskirkju. Mér líður
nefnilega best þegar ég fer í kirkju inni í
mínu hverfi þar sem ég kannast við andlit á
fólki, sérstaklega eftir að ég fór að skipta
mér eitthvað af því sem var að gerast í
kirkjunni, þá líður mér alltaf betur og betur
inni í sjálfri kirkjunni. Mér finnst ég vera
komin heim. En mörgum líður ekkert vel í
kirkju, þeir þekkja engan og eru kannski
einir og finnst þeir ekki eiga samleió með
því sem er aó gerast. Mér fór að líða miklu
betur eftir aó ég fór aó taka einhvern þátt.
Finnst ykkur ágcetis jafnvcegi milli þjónustu
prestsins og leikmanna eða fnnstykkur að leik-
menn cettu að vera meira áberandi í kirkjustarf-
inu og meira mótandi?
Gunnar: Ég held að þetta sé misjafnt eftir
kirkjum. I sumum kirkjum eru þaó leik-
menn sem sjá algjörlega um barna- og
unglingastarf en í öðrum kirkjum er það
presturinn sem sér um allt starfið eins og í
sumum sveitakirkjum.
Guólaug: Það eru fullt af leikmönnum, allt
fólkió í kórunum, þeir sem lesa ritningar-
lestrana og gestaprédikarar.
Guórún: Mér finnst mjög gott jafnvægi
milli leikmanna og presta eins og ég hef
kynnst því í kirkjunni.
Gunnar: Ég held samt að presturinn þurfi
að vera sýnilegur í þessu öllu, t.d. eins og í
sunnudagaskóla, presturinn þarf að koma
annað slagið til þess hreinlega að börnin
þekki prestinn.
Guólaug: Mér finnst, svo dæmi sé tekið, aó
presturinn eigi að vera í meiri samvinnu við
kennarana í skólunum. Af því að ég kenni
kristin fræði þá dettur mér í hug aó hann
gæti leióbeint við þá kennslu. Þetta er
grein sem alltaf er ýtt út í horn og fólk
veigrar sér við aó kenna hana og veit ekki
hvernig það á að nálgast greinina. Kennar-
inn hefur kennslufræóina en presturinn
hefur guðfræðina á sinni könnu og á aó
geta leiðbeint kennurum meira. Kennarar
þurfa þá aó sækja eftir því líka. Mér finnst
bara svo mikil siófræói í kristinfræóinni
sem presturinn getur líka hjálpaó meó.
Við erum alltaf með einelti, sorg og alls-
konar heimilisvandamál. Presturinn á
kannski aó geta hjálpað okkur hvernig vió
eigum að tala við krakkana, hvernig við
eigum að umgangast þá miklu meira, ekki
bara þegar einhver deyr.
Gunnar: Vió lifum í samfélagi þar sem
meginþorri fólksins er kristinn eóa lítur á
sig sem kristinn og öll menning okkar er
mótuö af kristni, þannig aó ég held að það
sé mjög mikilvægt aó börn læri kristni til að
vera læs á menninguna.
Guórún: Ég nefndi áóan þessi kvenfélög og
safnaðarfélög sem eru á Reykjavíkursvæð-
inu. Sum eru e.t.v. ekki mjög virk en sums
staðar eru kven- og safnaðarfélög það afl
sem fer hvaó minnst fyrir og er li'tió sjáan-
legt en lyftir samt grettistaki. Margar af
þessum kirkjum væru enn þá bara grunnur
ef ekki væru fyrir kvenfélög og safnaðarfé-
lög. Það viðhorf er ríkjandi að í kirkjunni
sé bara eldra fólk, en þaó er ekki rétt.
Gunnar: Kirkjan, þaó erum við, fólkið.
Guórún: Þió segió að kirkjan hafi ekkert
upp á aó bjóóa fyrir fólk 18-25 ára en af
hverju þarf þetta alltaf að vera svo ofboðs-
legt popp?
Guólaug: Þetta þarf ekki að vera ofboós-
legt popp en þaó þarf eitthvaó meira til að
vekja áhuga ungs fólks. Þaó þarf ekki endi-
lega að vera í messunum en bara aó fá
þetta fólk á eitthvað spennandi sem er að
gerast í sjálfri kirkjunni.
Gunnar: Þaó þarf að skapa þetta and-
rúmsloft aó á sunnudögum förum við í
kirkju.
Kirkjan er svo sannartega að gera margt gott
bceði fýrir ungu kynslóðina og þá eldri, en alltaf
má gera betur. Hafa verður þó í huga að kirkjan
er ekki vettvangur til að eltast við tískusveiflur
enda trúarlíf sá hluti lífs okkar sem á að vera
stöðugur og í kirkjunni eigum við að geta fúndið
ró í hversdagsamstrinu.
19