Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2000, Síða 10

Bjarmi - 01.03.2000, Síða 10
Þar er kennt líkamlegt aðhald, slökun, hug- leiðsla, stjórnun á skilningarvitum og orkuönd- un. En þó sjaldan sé frá því sagt, þá er allt þetta ekki markmið jóga, hvorki slökun, líkams- rœkt, hugleiðsla né annað því tengt. Allt er þetta aðeins leiðin að markmiðinu, einskonar helgiganga þar sem hver leitar eigin frelsunar... ... Og sú frelsun er, þegar allt kemur til alls, hinn endanlegi tilgangur jóga-iðkunarinnar. Bahkti-jóga er leió kærleikans og tilbeiðsl- unnar. Við biðjum guó/Búdda aó hjálpa okkur og treystum honum. Karma-jóga er leið athafhanna. Þá er átt við helgiathafnir. Meó því aó stunda réttar helgiathafnir nærð þú tökum á lífsþorstan- um. Prana-jóga er leió öndunarinnar. Rétt önd- unartækni temur atman í brjósti þér. Markmióið er aó verða eitt meó alheims- önduninni. Rayja-jóga er leió orkustjórnunar, aóferó til aó ná stjórn á orkustraumum alheims- ins. Hatha-jóga (líka kallaó tantra-jóga eóa raja-jóga) er leió líkamsstjórnunar og kundalini. Hér munum vió einbeita okkur að hatha/tantra/raja-jóga því þaó gefur skýrasta mynd af heimsmynd jógans og er þaó jóga sem á aó geta leitt okkur út úr hringrásinni hér og nú í þessu lífi. Oft er þaó svo aó hinum ýmsu afbrigó- um jóga er blandaó saman og er þá hug- takið einskonar sameiningartákn fyrir allar leiöirnar aö markinu. Hinsvegar veróur les- andinn aó hafa þaö í huga aó sjaldnast fá „leitendur" aó vita af öllum þessum trúar- hugmyndum er aó baki búa þegar sóttir eru tímar í jóga hér á Vesturlöndum. Oft- ast er talaó um jóga sem aðferó til þess að komast í betra andlegt og líkamlegt jafn- vægi. En hitt býr í raun aó baki. Þú þarft að ná tökum á anda og líkama til þess aft- ur aó geta fylgt leióinni áfram, gengió jóga (vegferóina) burt frá heiminum. Tantrajóga í tantrajóga kemur hinn duldi skilningur fram sem lagóur er í frumefnasúluna er vió skoóuóum hér fyrr. Maóurinn er frumefna- súla. Frumefnasúlan, stúpan, greinist nióur í orkumióstöóvar sem endurspegla hver og ein frumefni alheimsins. Frumefnasúla mikro-cosmos mannsins endurspeglar þannig frumefnin í makro-cosmos heims- ins. Orkustöóvarnar kallast „chakras" á hindí, hinu forna trúarmáli Indverja. Þær liggja meó vissu millibili eftir hryggjarlengju mannsins samkvæmt kenningunni. Ósýni- leg leiósla er heitir „sushuma" tengir þær saman. Það má segja að „jóga“ sé „sus- huma“ því leióin liggur eftir sushuma til æóri stiga. Reyndar bætist nú sjötta frum- efnió vió þegar tantra er stundaó. Þaó er esoteriskt, dulió, og aóeins opinberaó hin- um upplýstu. Það er hin æóri, yfirnáttúru- lega meóvitund er menn geta öðlast þegar þeir hafa sigrast á öllum orkustöóvunum. Aó sigrast á orkustöóvum líkamans merkir aftur að ná taki á frumefnunum hverju af öóru. Vió munum aö frumefnin eru mis- guðleg, eftir því hversu miklu af atman al- heimsins þau búa yfir. í hvert sinn sem leit- andinn nær aó fá vald yfir einu frumefn- anna lyftir hann sér nær hinum guðlega upphafspunkti. Þannig snúa menn aftur að guðlegum uppruna sínum gegnum orku- stöóvarnar sex. Sá sem nær því marki að öólast hina sjöttu yfirnáttúrulegu meóvit- und hefur í raun allt vald í hendi sér, er guð í líki manns. Um þessa fullkomnun segir í Svetasvat- ara Upanishad, einu af Upanishada-ritum indverja,frá því um 600 f.Kr: „Þegar jóginn hefur náó fullri stjórn á likama sínum og hinum fimm frumefnum hans fær hann nýjan líkama andlegs elds sem er handan sjúkdóma, aldurs og dauða.“ Jóginn veröur í raun aó guói. Samkvæmt búddismanum er Búdda hinn æðsti jógi og því oft sýndur í jógastell- ingum eóa í hugleióslu. Af því sjáum við hversu mikió vægi jóga hefur í búddisman- um. En hvaó af manninum er þaó sem veróur guð? Ef maðurinn er stúpa og gerö- ur úr frumefnunum fimm, hvaó er þaö þá í manninum sem á vissan hátt óháó mann- inum getur leitaó upp stöóvamar og sigr- ast á manninum, frumefnunum og alheim- inum? Þaó er kundalini - slöngukrafturinn! Kundalini I manninum býr brot af því guólega efni er myndaói heiminn meó þvi' aó sökkva inn í hann í upphafinu, atman, samkvæmt jóga. Sá kraftur er því efni fylgir kallast „kundal- ini“ og þýöir þaó í raun „slöngukraftur- inn“. A fornum, indverskum myndum er kundalini ætíð hugsað og teiknað sem sof- andi slanga innst i' manninum, enda slang- an heilagt dýr. Kundalini sefur í mulad- harachakra, neðstu orkustöó líkamans. Markmió jógans er aó vekja þennan kraft í manninum, senda hann upp í gegnum orkustöðvarnar að lotuschakranu, hinni æóstu orkustöó, þar sem hann rennur saman vió hinn guólega uppruna sinn. Út frá kenningunni um mikro/makro-cosmos getur jóginn þá stjórnaó öllum hinum ytra heimi um leió og hann nær stjórn á sínum innra heimi. Markmióið er þó ekki að stjórna, heldur hitt, aö stíga feti framar og stöóva hjól endurfæðingarinnar með því aó hafa fullkomna stjórn á sjálfum sér. Þannig er aðeins hægt aó sigrast á lífinu meó afli lífsins, slökkva lífsneistann með lífsneistanum. Vegferó kundalini gegnum orkustöóvarnar Á fýrsta stigi tantrajóga er kundalini vakió til lífsins þar sem þaó sefur í muladharach- akra. Lögð er höfuðáhersla á ögun líkamans og reynt að ná stjórn á vöðvum hans. Þannig er kundalini smátt og smátt, meó ákveðinni vöóvastjórnun, þrýst upp í næsta chakra. Muladharachakra er aó finna rétt fyrir aftan kynfærin. Þá tekur vió swadistanachakra. Þar nær kundalini stjórn á blóói, slími og sæðisfrum- um líkamans. Kynlífslöngun er afneitað og kynkrafturinn stundum notaóur til aó flýta feró kundalini. Ýmsar aóferðir eru notaöar lO

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.