Bjarmi - 01.03.2000, Blaðsíða 18
■
nefnd margra kirkna, bæói í Reykjavík og
úti á landi, situr fólk sem er ekki mikió inni
í því sem er aó gerast í kirkjunni. Sóknar-
nefndir þyrftu kannski aó vera sýnilegri.
Guólaug: Sóknarnefndin í Grafarvogi er
reyndar mjög sjáanleg og mjög virk. Enda
erum við bara í hörku-vinnu, t.d. í kringum
jólin, þá var fólkió þarna sívinnandi því
þetta er náttúrulega kirkja í hálfbyggóu
húsnæði. En svo eru kannski svona fullbún-
ar kirkjur þar sem er sóknarnefnd sem eng-
inn í hverfinu veit hver er í.
Gunnar: Sóknarnefndin þarf kannski aó
gera sig sýnilegri, t.d. meó því að gefa út
blaó meó upplýsingum og myndum.
Guórún: Eg held aó þaó séu einhverjar
kirkjur sem gefa út safnaóarblaó. Þaó er
t.d. gefió út ágætt safnaóarblaó í Hall-
grímskirkju og einnig í minni eigin sókn,
Langholtssókn, þannig aó vió megum ekki
vera svona neikvæó.
Er kirkjan of upptekin af þjónustuhlutverki sínu
eða er hún raunverulegt samfélag trúaðra. Cerir
hún eitthvað meira en að gifta ogskíra?
Gunnar: Sumar sóknir eru meira lifandi en
aórar. Kirkja sem býóur upp á erindi, fýrir-
lestra og námskeióahald sem höfóa til sem
flestra hlýtur aó vera lifandi kirkja sem er
aó boóa og reyna ná til fólksins. En kirkja
sem er meó guóþjónustu á hverjum sunnu-
degi er engu aó síður lifandi kirkja því að
guóþjónustan er aóalhluti og aðalstarf
kirkjunnar, þaó er meginpunkturinn í starf-
inu. Þaó eraldrei hægt aó tala um aó kirkj-
an sé dáin trúarlega.
Guólaug: Mér finnst að kirkjan eigi aó
koma út til okkar líka, mér finnst aó hún
megi vera sýnilegri inni í skólanum svo aó
krakkarnir bindi ekki bara prestinn vió
kirkjuna. Prestarnir sjá um fermingar-
fræósluna og koma í skólana ef eitthvaó
kemur upp á, t.d. sorgarferli eöa álíka, en
aó öróu leyti koma þeir yfirleitt ekki mjög
oft inn í skólana. Prestarnir þurfa aó vera
sýnilegri.
Guórún: Eg er viss um þaó aó meginþorri
fólks lítur á kirkjuna sem þjónustustofnun
fyrir giftingar og jaróafarir. Margir segja:
„Eg hef ekki farió í kirkju síðan ég fermd-
ist.“ Maöur er alltaf aó heyra þetta aftur
og aftur.
Guólaug: Þaó er þetta vióhorf, aó fara
bara ( kirkju þegar maöur hefur brýnt er-
indi, í brúókaup, jaróafarir og svo á jólun-
um, til aó frióa samviskuna.
Gunnar: Margir veróa líka undrandi þeg-
ar þeir heyra og sjá hvaö kirkjan býóur í
raun upp á, þ.e. mun meira heldur en
skírn, giftingar og jarðafarir. Kannski kem-
ur ungt fólk ekki í kirkju af því þaó er ekki í
safnaðarstjórnum og nær þar af leiðandi
ekki aó móta kirkjuna eftir sínum þörfum.
En af hverju er ekki ungt fólk í safnaðar-
stjórnum?
Guólaug: Mér finnst vanta meira af ungu
fólki inn í sóknarnefnd, þaó þarf að breyta
því hugarfari að fólk í sóknarnefndum sé
40 ára eóa eldra.
Guórún: Mér finnst góó hugmynd aó fólk-
ió sem er aö vinna í kirkjunni sé í sóknar-
nefnd, t.d. eins og í Hallgrímskirkju, þar
eru tveir einstaklingar sem syngja í Mót-
ettukórnum í sóknarnefnd, sem er mjög
gott. Vió finnum þaó greinilega í kórnum
aó þaö er stuóningur að hafa tengilió í
sóknarnefnd..
Gunnar: Oft er þetta líka spurning um
hversu áhugasamur presturinn er. j
Guðrún: Þaó hlýtur aó vera undirstaóa
alls, þaó getur ekki annaó verið. Ef prestur
nennir ekki eóa hefur ekki getu, þekkingu
eða þroska til aó sinna starfi sínu þá hlýtur
þaó aó falla um sjálft sig.
Guólaug: Mér fmnst prestarnir í Grafar-
vogskirkju hver öórum skemmtilegri og
prédikanimar eru frábærar. Eg fór í messu
núna eftir jólin og þetta er 1 6 þúsund
manna sókn og það voru nokkrar sætarað-
ir skipaðar auk kórsins. Mér fannst þetta
fátt fólk og ég fékk það á tilfinninguna að
ég gæti ekki átt samleió meó því þar sem
ég var svo ung. En ég á samleió meó þessu
fólki því vió eigum áhugann á trúnni sam-
eiginlegan.
Guórún: En af hverju fara íslendingar ekki í
kirkju? Eg sá nióurstöóur úr könnun ný-
lega þar sem greint var frá því að íslensk
börn færu oftar með kvöldbænirnar sínar
en börn í öórum löndum. Það viróast allir
hafa þessa barnatrú en svo er eins og trúin *
fari í dvala nema eitthvaó komi upp á.
Þaó vantar að foreldrar fari meó ungling-
ana sína í kirkju. Sumir fara meó börnin í
sunnudagaskólann en þegar honum slepp-
ir og unglingurinn er fermdur er eins og
kirkjan gleymist. Þegar ég var skiptinemi í
Ameríku kynntist ég því aö þaö var partur
I