Bjarmi - 01.03.2000, Blaðsíða 29
HLJÓMAR kynna
kris tileg,a
tónlist
Tónlist hefur ýmis form og mun ég
kynna fjölbreytta tónlist hér í þessari
grein. Ég hef valió tvo diska sem eiga það
sameiginlegt að vera nýkomnir út. Flytjend-
urnireru Phil Driscoll og Ron Kenoly.
Phil Driscoll - Plugged in
Phil Driscoll er þekktur fyrir tilfinningaríkan
söng og frábæran trompetleik. Hins vegar
eru þetta einungis verkfæri sem hann notar
til að uppfylla þá hugsjón sem hann hefur,
að boóa fagnaðarerindið um Jesú Krist.
Tónleikar hjá honum eru ekki bara flott
músík heldur er mikil áhersla lögð á að
boðskapurinn skili sér og að fólkið bregðist
við honum. Það hefur þó ekki alltaf verió
þannig.
Phil Driscoll fæddist í Bandaríkjunum árið
1947 og foreldrar hans voru trúboðar og
ólst hann því upp í kristinni trú. Allt frá því
hann var lítill drengur hefur hann spilað á
hljóðfæri og sungið og það aó veróa tón-
listarmaóur var eólilegur hlutur þegar hann
varð eldri. Þaó kom svo aó því að frægðin
og framinn urðu mikilvægari en þau
kristnu gildi sem hann hafði staðið fýrir. Þá
hófst tímabil í lífi hans þegar hann spilaði
með mörgum af þekktustu poppurum þess
tíma og líf hans tók allt aðra stefnu
en ætlaó var
í upphafi. Það var svo fyrir u.þ.b. 20 árum
að Guð mætti honum og leysti hann frá
kókaínneyslu. Frá þeim tíma hefur hann
helgað Guói líf sitt heilshugar og gert um
30 plötur og hann heldur um 250 tónleika
á hverju ári. Nýjasti diskur Phil heitir „Plug-
ged ln“ og þar er úrvals tónlistarmenn að
finna og lagavalið mjög fjölbreytt. Lagið
„Forever, Ever Land“ eftir Phil sjálfan og
Billy Preston (You Are So Beautiful) er frá-
bært og dæmt til að verða vinsælt.
Ron Kenoly - We Offer Praises
Ron Kenoly hefur svipaða sögu að segja og
Phil Driscoll. Hann ólst upp á kristnu
heimili en þegar hann var giftur og kominn
með fjölskyldu gekk hann í herinn og í
framhaldi af því fjarlægðist hann trúna á
Guð. I hernum kynntist hann öðrum tón-
listarmönnum og tók að spila með þeim.
Það gekk vel hjá þeim og þeir uróu fljótlega
vinsælir á þessu svæði. Samskipti þeirra
hjóna fóru versnandi og enduðu með skiln-
aði. Eftir þessi tímamót tók kona hans lif-
andi trú á Jesú Krist og byrjaði aó biója fyr-
ir sameiningu fjölskyldunnar. Þaó leið ekki
á löngu þar til hún fékk bænheyrslu og Ron
snéri aftur til trúar. Þaó var ekki tekið of vel
á móti honum í kristna tónlistargeiranum
og eftir langa leit að plötusamningi gafst
hann upp og fékk sér vinnu í
íþróttahúsi í háskóla
í Kaliforníu. Það leió
að tímamótum og
kvöld eitt er Ron var á
bæn varð honum Ijóst
að það eina sem hann
vildi gera í lífinu var aó
lofa Guð. Hann fór að
leiða lofgjöró í kirkjunni
sinni og varð fljótt eftir-
sóttur til þess. Það var
síðan í upphafi síóasta
áratugs að forsvarsmenn
Integrity Music útgáfunnar
fóru þess á leit vió hann að
gera lofgjörðardisk. I beinu framhaldi kom
út diskurinn Jesus Is Alive“ sem sló í gegn
og þá uróu straumhvörf í lofgjörðartónlist.
Eftir það hafa komið út sex diskar í sama
stíl en hver öðrum betri. Nýjasti diskurinn
heitir „We Offer Praises“ og er hann fýrir
margt sérstakur.
A Italíu er bær sem heitir Fiuggi og hann er
þekktur fýrir græðandi lindir sem eru allt í
kringum hann. Sá staður varð fýrir valinu
fýrir upptöku á nýjasta disk Ron Kenoly.
Hljóðfæraleikarar eru þeir bestu, Abraham
Laboriel, Justo Almario, Tom Brooks, Paul
Jackson jr, og Vinnie Colaiuta. A disknum
koma líka fram synir Rons sem gera nú eig-
in diska undir nafninu „The Kenoly
Brothers".
Fimm dögum fýrir upptökudaginn var Ron
Kenoly í sjónvarpsþætti þar sem svo illa
vildi til að hann fótbrotnaði. Eftir röntgen-
myndatöku var hann settur í gifs og útlit var
fýrir að fresta þyrfti upptökunum. Fréttir af
þessu dreifðust um heiminn gegnum inter-
netiö og margir sameinuðust í bæn fyrir
honum. Þremur dögum síðar fór Ron aftur
til læknis og þá sýndu nýjar myndir alheil-
brigðan fótlegg. Læknirinn kallaði hann
„kraftaverkamanninn" eóa „the miracle
man“. Diskurinn „We Offer Praises" litast
af þessu þar sem þessi atburóur var ofar-
lega í huga viðstaddra og þakkargjörð
streymdi frá lofgjörðarleiótoganum Ron
Kenoly.
Hrönn Svansdóttir
Hljómar