Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2000, Síða 3

Bjarmi - 01.12.2000, Síða 3
í jólaönnum Desember er mánuður mikilla anna. Jól- in eru í nánd og landmenn keppast við að undirbúa hátíðina. Auglýsingar dynja á fólki og oft er erfitt að spyrna á móti. Einhver umræða hefur þó átt sér stað um inntak og boðskap jólanna í öllum atganginum og auglýs- ingaflóðinu. Ef til vill er þörf á að staldra við og minna sig og aðra á hver boðskap- ur jólanna er. Núna er skammdegið svartast hér á norðurslóðum og jólin koma með birtu inn í dimma daga. Jóla- Ijósin vitna um hann sem er Ijós heims- ins — eða hvað? Er hugsanlegt að „hið sanna Ijós, sem upplýsir hvern mann“ (Jóh. 1:9) og kom í heiminn, hafi *o þokað fyrir fjölskrúðugum raf- • ■ magnsljósum nútímans? Undirbúningur jólanna með *o öllum sínum önnum skiptir okkur flest töluverðu máli. Við viljum gera okkur dagamun og gera há- tíðina vel úr garði. Ef til vill er þó pjJ þörf á að huga aðeins að þvf í hverju undirbúningurinn er fólg- i/> inn. Snýst hann eingöngu um hið ytra, góðan mat, gjafir og þess háttar eða tökum við með í undirbún- inginn tilgang og merkingu hátíðarinn- ar? Það er auðvitað hægt að halda hátíð og njóta hennar vel þótt einungis sé hugað að hinu ytra. Hitt ætti þó að skipta meginmáli að huga að því hvaða boðskap kristin jól flytja. Boðskap jólanna má orða á ýmsan hátt. Kjarni máls er þó ætíð sá að jólin minna okkur á að Guð vitjaði mann- anna á einstæðan hátt meó því að gerast maður í syni sínum Jesú Kristi. „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíós" (Lúk. 2:11). Þannig hljóðaði auglýsingin mikla á Bet- lehemsvöllum. Þetta er það sem gefur jól unum merkingu og gildi. Frelsarinn er fæddur, hann sem leysir okkur úr hvers kyns ánauð syndar og böls og gerir okk- ur kleift að ganga upprétt í von til hans sem sendi hann. Jólin öðlast ekki fulla dýpt fýrr en þetta lýkst upp fyrir okkur °g verður veruleiki í lífi okkar. Guð gefi okkur gleðileg jól ÍJesú nafni. 4Soli Deo Gloria I tilefni af Bach-ári vegna þess aó 250 ár eru lióin frá andláti Johanns Sebastians Bachs á þessu ári rekur Halldór Hauksson lífsferil Bachs og svarar þvf meðal annars hvers vegna hann skrifaói oft skammstöfunina SDG á handrit sín. 8Þaó sem Guó gefur er ekta Agnes Eiríksdóttir mælti sér mót vió Magnús Stefánsson, fyrrum trommuleikara í Utangarósmönnum, og fékk að vita hvernig þaó atvikaóist aó hann leikur nú á trommur uppi á palli í Fíladelfíu í Reykjavík. ^% Kenningar von Dánikens I Jbm Margir kannast vió bækur Erichs von Dánikens, Voru Guóirnir geimfarar?, I geimfari til goðheima o.fl. Bjarni Randver Sigurvinsson gerir grein fyrir hugmyndum von Dánikens og hvernig hann blandar efni úr Biblíunni inn í kenningar sínar. UMeó Rafiki til Afríku Hópur íslendinga heimsótti kristni- boóssvæóin í Kenýu í ágúst sl. Lesendur Bjarma fá aó slást í för meó þeim í frásögn Benjamíns Inga Böðvarssonar. ^% Þaó var ævintýri lífs míns I Benedikt Arnkelsson spjallaói vió Vil- borgu Jóhannesdóttur um áratuga þátttöku í samfélagi trúaóra og þjónustunni vió Drottin. Hvernig var aó vera eiginkona farandpredikar- ans? Hvernig var aó „sjá á bak“ tveimur sonum og fjölskyldum þeirra til starfa í Afríku? . /Cj. I Tímarit um kristna trú ^ 94. árg. 5. tbl. desember 2000 Útgefendur: Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Henning Emil Magnússon, Kjartan Jónsson og Ragnar Schram. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, fax 588 8840, vefslóðir www.kfum.is og sik.is. Árgjald: 2.800 kr. innanlands, 3.300 kr. til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu 590 kr. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson, Magnús Fjalar Guðmundsson o.fl. Umbrot: TómasTorfason. Prentun: Prentmet. ^% Jólaminning frá Finnlandi mímm Carina Holmvik rifjar upp jólaminn- ingu frá uppvaxtarárum í Finnlandi. ^% Æ Uppruni jólanna JLm ■ Hver er uppruni jólanna? Hvenær tóku menn aó halda kristin jól? Sr. Egill Hall- grímsson fjallar um málió. ^% O Menn me^ markmió Þeirvöktu athygli meó því aó standa fyrir utan nektardansstaði í Reykjavík og taka þá tali sem ætluóu þangaó inn. Hvers konar samtök eru Menn meó markmið? Haraldurjó- hannson fræddist um málið hjá Karli S. Guó- mundssyni. ^% Trúin og myndlistin mmm Henning E. Magnússon ræddi vió Jenný Guómundsdóttur um trúna og myndlist- ina í tilefni af myndlistarsýningu hennar, „Sköpun heimsins“. Æ Sérstaóa KFUM og KFUK er fólgin í ■ boóskapnum sem félögin flytja Kjartan Jónsson hófstörfsem framkvæmda- stjóri KFUM og KFUK í Reykjavík sl. haust. Bjarmi tók Kjartan tali og forvitaóist um hvern- ig nýtt starf leggst í hann ^% £% Fel Drottni vegu þína \J Elva B. Ágústsdóttir fjallar um einn af eftirlætis ritningarstöóunum sínum. Auk þess: Aóventuhugvekja í myndum, kristileg bókaút- gáfa, kynning á bandaríska gospeltónlistar- manningum Andrae Crouch, góóar vefsíður o.fl. Halldór Henning Emil Agnes Benedikt Hcwksson Magnússon Eiríksdóttir Arnkelsson Haraldur Bjarni Randver Hrönn Benjamin Ingi Jóhannsson Sigurvinsson Svansdóttir Böðvarsson 3

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.