Bjarmi - 01.12.2000, Qupperneq 6
Tómasarkirkjan í Leipzig, þar sem Bach
stjórnaði tónlistarflutningi í 27 ár og frum-
flutti mörg af meistaraverkum sínum. Ljós-
mynd: Ragnheiður Bjarnadóttir
anista í Nýju-kirkjunni í Arnstadt. Launin
sem honum voru greidd endurspegla
trúna sem yfirvöld borgarinnar höfðu á
hinum unga organista. Skyldur hans voru
hóflegar og starfsaóstaðan góð. A árun-
um fjórum í Arnstadt samdi Bach fýrstu
mikilvægu orgelverkin sín. Samband hans
við kirkjuráóið varð þó fljótlega brösótt.
Hann var sakaður um að setja safnaðar-
sönginn úr skorðum með yfirdrifnum org-
elleik, lenti í slagsmálum við nemanda
sinn úti á götu og fékk ávítur fyrir að leika
tónlist meó „óþekktri ungrney" í kirkjunni
á meðan prédikun prestsins stóð yfir.
Bach fór því að líta í kringum sig eftir
nýrri stöðu og fann hana í enn einni lítilli
borg íThuringen, Muhlhausen.
I Muhlhausen sneri Bach sér í fyrsta
sinn af krafti að samningu kirkjukantata.
Hann lýsti því yfir að fýrir honum vekti að
koma á „vel skipulagðri kirkjutónlist Guði
til dýrðar“ vió kirkju heilags Blasíusar.
Byrjunin lofaði sannarlega góðu. Þær
kantötur sem varðveist hafa frá veru
Bachs í borginni sýna okkur að hann
hafði strax frábær tök á forminu. Honum
varð þó fljótlega Ijóst að erfitt myndi
reynast að ná settu marki í Muhlhausen.
Þar kom tvennt til. Fáeinum mánuðum
1707 og átti með henni sjö börn á næstu
árum. Árió 1714 hækkuðu tekjur Bachs
aftur þegar hann var hækkaður í tign og
gerður að konsertmeistara. Sú stöðu-
hækkun var mikilvæg, því nú var það í
verkahring Bachs að semja kirkjukantötu
mánaðarlega. Hann tók til óspilltra mál-
anna og skapaði hvert meistarastykkið á
fætur öðru.
Tveimur árum seinna lést Drese, tón-
listarstjóri hirðarinnar. Mátulega hæfi-
leikaríkur sonur hans var settur í stöðuna
og Bach fannst hann hafa verið sniðgeng-
inn. Enn á ný ákvað hann að færa sig um
set. Það gekk þó ekki þegjandi og hljóða-
laust fýrir sig í þetta sinn. Hertoganum
fannst sér hafa verið sýnd lítilsvirðing og
hann hneppti Bach í varðhald í tæpan
mánuð til að sýna honum hver sæti við
stjórnvölinn.
í desember 1717 komst Bach loks til
nýs vinnuveitanda síns og húsbónda,
Leopolds fursta af Anhalt-Köthen. Þetta
var óvenjulegt skref á ferli hans. Hirðin í
Köthen aðhylltist nefnilega kenningar
Kalvíns og tónlistarflutningur í kirkjum
var í algjöru lágmarki. Næstu árin samdi
Bach megnið af veraldlegri tónlist sinni,
stórkostleg klaver-, kammer- og hljóm-
sveitarverk. Kirkjutónverkin frá þessum
tíma eru hinsvegar örfá. Hvar voru nú
hugmyndirnar um vel skipulagða kirkju-
tónlist? Hvernig stóð á því að maður sem
oft skrifaði skammstafanirnar JJ (Jesu
Juva: Jesús hjálpaðu mér) og SDG (Soli
Deo Gloria: Guði einum til dýrðar) á
handrit sín gat hugsað sér að eyða dög-
um sínum vió að skrifa tónlist sem ætluð
var aóalsmönnum til dægrastyttingar?
Kannski finnum vió skýringuna í leiðbein-
ingum í tónsmíðum sem einhver af nem-
endum Bachs skrifaði upp eftir honum.
Ef marka má það sem þar kemur fram,
leit hann svo á aó öll góð tónlist væri
samin Guði til dýrðar og mannssálinni til
upplyftingar, þaó væri markmið allrar
áður en Bach flutti til
borgarinnar hafði mik-
ill bruni eyöilagt heilt
hverfi. Borgarbúar
höfðu því um annað
að hugsa en kirkjutón-
list. Við bættist að í
borginni geisuðu harð-
ar deilur píetista og
rétttrúaðra. Þótt textar
margra af kantötum
Bachs séu afar litaðir
af persónulegum trúar-
hita píetista gekk sú
skoðun þeirra, aö listir
væru afkvæmi veraldar-
innar og því óvióeig-
andi við trúariðkun,
augljóslega í berhögg vió sannfæringu
Bachs. Hann var sammála Lúter um að
ekki væri til betri leið til að færa þakkir og
bænir fram fyrir Guð en með söng og
hljóðfæraslætti. Frændur hans og forfeð-
ur höfðu sungið Guði lof með tónlist
sinni mann fram af manni og þeir hlutu
að teljast góðir og gegnir trúmenn. Bach
hefur vafalaust litið á tónlistina sem dýra
guðsgjöf, sem honum bæri skylda til aó
rækta eins og hæfileikar hans leyfðu.
Andstaða yfirboðara hans við Blasíusar-
kirkjuna við uppbyggingu og þróun
kirkjutónlistarinnar dró kjarkinn úr hon-
um og varð til þess að hann fór enn að
svipast um eftir nýju starfi.
25. júní 1708 skilaði hann inn upp-
sagnarbréfi í Muhlhausen og sneri aftur
til Weimar, þar sem hann varð kammer-
tónlistarmaður og organisti við hirð her-
togans Wilhelms Ernsts af Saxe-Weimar.
Þar náði hann fullum þroska sem org-
anisti og samdi á næstu níu árum flestar
orgeltónsmíðar sínar, jafnt prelúdíur og
fúgur sem sálmforspil. Tekjur Bachs í
Weimar voru miklu meiri en hann haföi
áður átt að venjast. Ekki veitti af því nú
hafði hann fýrir fjölskyldu að sjá. Hann
kvæntist frænku sinni, Maríu Barböru,
6