Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 8
Þaó sem Guó gefur &
Viótal: Agnes Eiríksdóttir
Það er nokkuó kalt en þó mjög fallegt
veður þennan sunnudagseftirmiðdag
í nóvember þegar ég geng inn í Fíladelfíu,
kirkju hvítasunnumanna í Reykjavík. Það
er stutt í aó samkoma hefjist. Hún hefst
með kröftugri lofgjörð til Cuðs. Eftir
stutta bæn og tilkynningar heldur lof-
gjörðin áfram. Það er augljóst að enginn
er að flýta sér. Hér er greinilega ekki bara
verið að syngja til að syngja heldur er fólk
upptekið af því aó lofa Guð. Ræðumaður
á þessarri samkomu er Sheila Fitzgerald
og hún talar um Orð Guðs og hvernig
það þarf að vera sá grunnur sem við
byggjum líf okkar á.
Við trommurnar situr Magnús nokkur
Stefánsson, sem er þekktari fýrir að hafa
spilað pönk- og rokktónlist, fyrst meó
hljómsveitinni Utangarðsmönnum og síð-
ar með öórum hljómsveitum. Þar sem
okkur virðist nokkuð löng leið úr Utan-
garðsmönnum upp á pa.ll í Fíladelfíu lék
okkur forvitni á aó heyra sögu Magnúsar.
Ég hafði mælt mér mót við hann og eftir
samkomuna settumst við nióur á neðri
hæó kirkjunnar þar sem ég fékk að heyra
undan og ofan af lífshlaupi hans og til-
drög þess aó hann „lofar Guð meó bumb-
um“ í dag. Ég er ekki í vafa um aó þaó er
jafnmikil uppörvun fyrir lesendur Bjarma
og það var fýrir mig aó heyra hvaó Guð
gerir í lífi fólks enn þann dag í dag.
Ég bað Magnús aó byrja á því aó segja
okkur aðeins frá uppvexti sínum og til-
drögum þess aó hann fór að spila í
hljómsveitum.
— Ég heiti Magnús Stefánsson og er 41
árs. Fram til 18 ára aldurs ólst ég upp á
Raufarhöfn við ósköp venjulegt uppeldi.
Þaó var engin sérstök trúrækni á mínu
heimili en pabbi söng í kirkjukórnum.
Þegar ég var 16 ára kynntist ég séra Krist-
jáni Val Ingólfssyni og konu hans, Mar-
gréti Bóasdóttur. Þau hvöttu mig til að
fara suður í tónlistarnám, sem ég og
gerði. Ég fór i'Tónlistarskóla Reykjavíkur
og lærði á slagverk, þar sem ekki var
kennt á trommusett sem mig langaði í
rauninni meira að læra á. Ég var mjög
fljótlega virkjaður sem lausamaður í Sin-
fóníuhljómsveit Islands, en síðan var ég
skammaóur óbeint sem varð til þess að
ég hætti bæði í Sinfóníuhljómsveitinni og
Tónlistarskólanum. Ég sneri mér að því
að spila pönk-tónlist því þar var örugg-
lega ekki farið fram á neina kunnáttu. Ég
kynntist þeim mönnum sem síðar stofn-
uðu Utangarðsmenn og þaó liðu ekki
nema þrír mánuðir þar til ég var farinn
að reykja hass og neyta annarra fíkniefna
sem neytt var í kringum mig, en hætti í
staóinn að drekka brennivín eins og ég
hafði gert sem unglingur.
Eftir á að hyggja gerði ég þetta mjög
mikið til að flýja hræðsluna og vanmeta-
kenndina í sjálfum mér. Ég hafói auóvit-
að engin viðmió af því að ég hafði ekki
þann grunn að byggja á, sem er Guós
Oró, og að geta staóið á þeim grunni
hvað sem á gengur. Þetta gat ég ekki og
ég þurfti eitthvað deyfandi eóa örvandi
eóa slakandi eða bara eitthvað. Það end-
aói með því að ég hætti í tónlistinni árió
1990, þ.e. hætti aó spila opinberlega og
reyndi að stofna fjölskyldu. Það fór síðan
út um þúfur 1996. Þá var ég orðinn
tveggja barna faðir, en gat ekki losað mig
við vímuefnin þannig að við skildum.
8