Bjarmi - 01.12.2000, Síða 9
I ágúst 1 997 fór ég síðan í meðferð hjá
SÁÁ sem gekk mjög vel. Samt gat ég ekki
tekist á við fortíðina, ég gat ekki „gert
sjálfan mig upp“. Eg skildi ekki þetta
æóra máttarhugtak eða „guð eins og við
skiljum hann“. Jólin 1997 urðu algjör
vendipunktur hjá mér. Jólin eru alltaf við-
kvæmur tími. Þau eru fjölskyldutími og ég
er mikill fjölskyldumaður. Þessi jól fór ég
algjörlega á botninn og ég ákvað að taka
mitt eigið líf. Ég gat þetta ekki lengur —
ég sá enga lausn.
Þá var það að gamall vinur minn
spurði mig hvort ég hefði prófaó að fara
á hnén. Mér gramdist þetta. Ég vildi
bara fá einhverja „patent" pillu og þá
yrði allt í lagi. Ég sagði nei og leiðir okkar
skildu. En þá um kvöldið — 28. desember
1997 — áóur en ég framkvæmdi það sem
ég ætlaði að gera til að taka mitt eigió líf,
þá ákvað ég að prófa að fara á hnén. Ég
bað þarna, einn heima í svefnherbergi —
farið til heimilislæknisins míns og hann
setti mig á þunglyndislyf. Á sama tíma
horfði ég mikið á Omega og ég fór aftur
og aftur með frelsisbænina.
Þú hefur ekki verið farinn að sækja
samkomur á þessum tíma?
— Nei, ég vitnaði samt mikið fýrir vin-
um mínum en ég hafói ekki Orðið. Ég
vissi ekki hvað felst í því að vera kristinn
og hvað er mikill kraftur á bak við það.
Ég hafði ekki Orðið til að standa á og
huggunina sem í þvf býr. Kannski hafði
það líka sitt að segja að ég var ennþá að
taka þunglyndislyf á þessum tíma. Nú er
ég ekki á móti lyfjum eða læknum, Guð
notar þá. Þetta virkaði samt ekki fyrir
mig og ég lenti inni í eins konar lyfjahjúp.
Ég var aó taka lyf sem SÁÁ leyfa, lyf sem
ekki eru vímugefandi, heldur taka botn-
ana og toppana af. Staðreyndin er hins
vegar sú að ég þarf þá, ég er tilfinninga-
þannig að hann talar til manns í gegnum
hana. Mér fannst Guó segja mér aó ég
ætti að hætta að fara heim aó leggja mig
á daginn og vinna í staó þess þessa tvo
tfma. Auk þess gat ég orðið bætt við
tveimur tímum yfir háannatímann þannig
að þetta var líka mjög „praktískt“. Ég
komst að því að það var bara lífsleiði
sem skapaðist af lyfjunum þvi' þau tóku
alla toppa af og ég lifði bara í miðju til-
finninganna.
Þegar þarna er komið fannst mér Guð
vera farinn að verka í lífi mínu dags dag-
lega. Eftir að ég fór niður á hnén 1997
keypti ég mér bænabók eftir Sigurbjörn
Einarsson, biskup, og ég notaði hana. Ég
bað alltaf kvölds og morgna en var
kannski ekki eins meðvitað í bæn allan
daginn eins og ég er nú. Ef ég er að fara
inn í einhverjar erfiðar kringumstæður,
eins og t.d. núna, þá bið ég Guð bara að
leiða það, en þá verð ég líka að vera sátt-
Rætt vió Magnús Stefánsson,
fyrrum trommuleikara Utangarðsmanna
Og Andi Guðs kom inn í herbergið. Ég
bað fyrir þeim sem ég var reióur út í og
fyrir sjálfum mér og úthellti öllum sárs-
aukanum fyrir Guði. Nú kunni ég ekkert
að biðja en þarna sem ég bað fór Guð að
sýna mér hvaða grunn mig vantaði í
rauninni og hvað mikið var að í fari
mínu. Ég man að ég grét eins og barn,
bæði vegna þess að það er mjög erfitt að
opna sig svona algjörlega, en Ifka vegna
þess að það var svo gott að losna við
þessa þungu byrði. Vörður, forstöðu-
maóur í Fíladelfíu, benti mér síóar á Alfa'
námskeiði á það sem stendur í
Matt.11,28: „Komið til mín, allir þér sem
erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun
veita yður hvíld.“ Það er svo dásamlegt
hvernig ég hef fengið að upplifa ritning-
una í lífi mínu, bæði þegar ég frelsaðist
°g eins eftir það, jafnvel áður en ég
þekkti hana og hafði lesið hana.
Næsta eitt og hálft ár gekk í miklum
sveiflum hjá mér tilfinningalega. Bæði var
erfitt að takast á við skilnaðinn og það
að vera helgarpabbi og eins að takast á
V|ð það sem ég kallaði aumingjaskap,
sem og öll mistökin í lífi mínu Ég hafði
vera sem þarf sitt svigrúm, en ég má ekki
fara niður úr öllu valdi og leggjast í þung-
lyndi. Nú er Guó í lífi mínu í dag og hann
leyfir mér að gleðjast þannig að flæðir
yfir barmana, en ég fer aldrei langt niður,
Guð grípur mig áður en það gerist.
Á þessum tíma horfði ég áfram mikið á
Omega og sérstaklega á Joyce Meyer, ég
elskaði kennslu hennar því að hún leggur
sjálfa sig algjörlega á borðið. Hún segir
svo oft frá því sem hún hefur orðið fýrir
þannig að það var svo auðvelt að finna
sig í kennslu hennar. Þegar hér er komið
sögu er komið haustió 1999. Þá var ég
farinn að fara heim úrvinnunni á hádegi
til að hvíla mig og fór svo aftur í vinnuna
um tvö leytið og vann í 2-3 tíma. Ég
hafði orðið ekkert þrek. Þá tók ég á-
kvörðun og sagði við Guð: Allt í lagi,
Guð, ef þetta er þinn vilji með mig þá vil
ég gera það lyfjalaust. Ég fór og keypti
mér lítið vasaútvarpstæki og svo var ég
bara með þaó í eyrunum allan daginn í
vinnunni, en ég er iðnaðarmaður, málari.
Ég hafði útvarpið alltaf stillt á Lindina og
síðan hef ég brosað hringinn! Það segir í
Orðinu að Guð búi í lofgjörð sinna barna
ur við útkomuna. Ég skil Guð ekki alltaf
því að hans hugsanir eru æðri mínum
hugsunum. En ég tel að hann þurfi
stundum að leyfa mér að reka mig á því
ég get svo auðveldlega hrokast upp.
Hvenær byrjar þú síðan að sækja sam-
komur?
— Um haustið í fýrra var ég búinn að
vitna mikið fýrirvini mínum og við ákveð-
um að fara að skoða okkur um. Við för-
um að fara á milli safnaða og sitja sam-
komur. Ég segi meóvitaó að „sitja“ sam-
komur því við vorum ekkert að taka þátt í
þeim heldur hlömmuðum við okkur nið-
ur aftarlega og virtum þetta skrítna fólk
fýrir okkur. Það endaði síðan með því að
hann gekk í Kefas. Ég var reyndar dálítið
hissa á því af því að við vorum alveg bún-
ir að fýlgjast að og mér fannst Guð sýna
mér skýrt að ég ætti ekki að ganga í
Kefas. Ég hélt því áfram og fór bæði í
Frelsið og hingað. Hér gerast síðan
nokkrir atburðir sem ég túlka þannig að
Guð vilji fá mig hingað. Ég hafði reyndar
komið hingað á samkomu 1998 sem
endaói með meira en tveggja tíma sam-
9