Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.2000, Qupperneq 13

Bjarmi - 01.12.2000, Qupperneq 13
ig höfundarnir og samtíóarmenn þeirra skildu textana, hvernig þeir voru túlkaðir í aldanna rás og hvaóa þýóingu þeir hafa fyrir nútímann. Þetta þýðir þó ekki aó guðfræóingar séu einsleitur hópur. Fjöl- margar guðfræðistefnur hafa litið dags- ins Ijós og nægir þar að nefna bókstafs- trú, nýguðfræði og nýrétttrúnað. Af ritverkum von Dánikens sést að guðfræðiþekking hans er svo til engin. Hann gerir engan greinarmun á helstu guðfræðistefnum og viróist setja alla guðfræðinga undir sama hatt. Þá sjaldan hann vitnar í fræðistörf þeirra sakar hann þá um útúrsnúninga, óheióarleika °g lygar. Hann sýnir sögulegu og menn- ingarlegu samhengi þeirra texta Biblí- unnar sem hann vitnar til sjaldnast nokkurn áhuga og virðist jafnvel ekki' nenna að athuga hvort hann fari efnis- lega rétt meó þá. Gott dæmi um þaó er að finna í bókinni Voru guðirnir geimfar- ar?, þar sem hann segir á bls. 49: „Án þess aó ég hafi gætt nánar aó því í 2. Mósebók, er eins og mig minni að leiftur °g neistar hafi oft sést kringum örkina, °g Móse hafi fært sér í nyt Ijarskiptatæki hennar þegar hann þarfnaóist leiðbein- inga eða aðstoóar." Forn trúarrit eru misaðgengileg fyrir al- menning en ætla má, að þaó hefði verið hægur vandi fyrir hann að fletta þessum texta upp. Erik von Daniken Von Dániken er auk þess með öllu á- hugalaus um fræðilega umljöllun um texta Biblíunnar eins og fram kemur í bókinni Sýnir og vitranir, þar sem hann segir um dæmisöguna um brúðkaups- gestina í Matt. 22:1-14 á bls. 90: „En ég, einfaldur biblíulesari, fæ ekki annað séð en hér sé verið að boða andstyggilega, andfélagslega hegðun. Ég frábið mér all- ar ábendingar um „sanna merkingu" þessarar dæmisögu eða annarra; ég er sjálfur læs.“ Að sama skapi virðist þaó ekki hvarfla að honum, að hægt sé að leggja aóra merkingu en hina bókstaflegu í vers á borð vió Matt. 5:29, þar sem segir að tæli hægra augaó mann til falls, beri að rífa þaó úr og kasta því frá sér. I raun finnst von Dániken lítió til Biblí- unnar koma og segir hana hvað eftir annað síðari tíma fölsun. Samt hikar hann ekki við að finna rök fýrir geimfara- kenningu sinni í frásögnum hennajr til dæmis um sköpunina, syndafallið og sýn Esekíels. Hann virðist jafnvel hafa meiri trú á Mormónsbók en Biblíunni, því hann tekur vitnisburð spámannsins Jós- efs Smiths um fund hennar án alls fyrir- vara og segir þaó ómögulegt að svo ung- ur maóur hefði getað samið hana upp á eigin spýtur. Skýring von Dánikens á til- urð Mormónsbókar er þó gjörólík þeirri sem spámaóurinn og fylgismenn hans hafa alla tíð haldið fram. Að mati von Dánikens var það ekki engill heldur geimfari sem vitraðist Smith og vísaði honum á töflurnar með texta bókarinn- ar, en þær höfðu geimfararnir falið fyrir þúsundum ára. Hvers vegna þeir hefðu átt að gera það er þó á huldu því efnis- lega styður Mormónsbók kenningar von Dánikens engan veginn. Ekki farnast mannfræðingum og forn- leifafræðingum betur en guðfræóingum hjá von Dániken, enda leggur hann jafn- an áherslu á að hann sé þeim óháður og því ekki bundinn affordómum þeirra og hlutdrægni. Það heyrir líka til undan- tekninga að hann nefni hvað þeir hafi til málanna að leggja, enda virðist hann lít- ið hirða um sjónarmið þeirra. Þess ! stað tekur hann þekktar fornminjar af handa- hófi og les í þær nýjar merkingar sem jafnan eru á öndverðum meiði vió allar tiltækar heimildir. Ennfremur veikir það málflutning hans að hann vióurkenndi árió 1978 í sjón- varpsþættinum Nova að hann hefði vís- vitandi notað falsaðar fornminjar máli sínu til stuðnings í bókum sínum, en þaó réttlætti hann á þeirri forsendu að stundum gæti reynst nauðsynlegt að beita brellum til að vekja athygli á mikil- vægum málefnum. Það er því engin furóa að því skuli vera hampað í inn- gangi bókar hans, / geimfari til goðheima, að hann sé „óháður akademískum aga“. Má vera að kenningar von Dánikens geti talist frumlegar en þær eiga ekkert skylt við vönduð vinnubrögð, hvað þá vísindi. Kenningar von Dánikens hafa hvorki haft áhrif á guðfræðina né aörar vísinda- greinar. Þvert á móti hafa fjölmargir fræðimenn hrakió þær í bæði tímarits- greinum og bókum, en dæmi um slík rit eru The Space-Gods Revealed eftir Ronald Story og Crash Go the Chariots eftir Clif- ford Wilson. Einnig eru dæmi um að guðfræóingar og aðrir trúarbragóafræð- ingar hafi gert úttekt á kenningum von Dánikens og áhrifum þeirra í tengslum við rannsóknir á áhugamönnum um fljúgandi furóuhluti, en þar má nefna þá J. Gordon Melton ogjohn A. Saliba. Að öðru leyti hafa guðfræðingar verið að mestu áhugalausir um kenningar hans. Heimildir: Encydopedia ofOccultism <& Parapsychology. Volume Two. Ristjóri: J. Gordon Melton. Gale. Detroit. 1996. Saliba, John A.: „Religious Dimensions of UFO Phenomena.“ The Gods Have Landed. New Religions from Other Worlds. Ritstjóri: James R. Lewis. State University of New York Press. Albany. 1995. Bls. 15-64. Story, Ronald: The Space-Gods Revealed. Harper&Row. NewYork. 1976. von Dániken, Erich: Voruguöirnirgeimfarar? Ráögátur fortíðarinnar í Ijósi nútímatœkni. Örn og Örlygur. Reykjavík. 1972. von Dániken, Erich: Igeimfari tilgoðheima. Sann- anir lýrirþvíósannanlega. Örn og Örlygur. Reykjavík. 1973. von Dániken, Erich: Sýnirogvitranir. Ráðgátur, sem heillað hafa mannkynið frá örófi alda. Örn og Örlygur. Reykjavík. 1975. Wilson, Clifford: Crash Go the Chariots. Lancer. NewYork. 1972. 13

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.