Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2000, Side 14

Bjarmi - 01.12.2000, Side 14
Meó Rafiki I I/oni/l I Ferðasaga ungmenna wl I 1 I I Jr U á kristniboóaslóóum Benjamín Ingi Böóvarsson Aðfaranótt þriðjudagsins 1. ágúst síóastliðinn hélt svonefndur Rafiki- hópur af stað til Kenýu í Afríku. Rafiki þýðir vinur á íslensku en oróið er tekið úr swahili, því tungumáli sem íbúar Kenýu nota mest. Tólf einstaklingar mynda þennan hóp og voru flestir þeirra mættir tímanlega á flugvöllinn þessa nótt. Þrír úr hópnum flugu með öðru flugi nokkrum dögum áður. Þessir níu sem eftir voru urðu samferða Krung2000- hópnum sem var á leið til Eþíópíu og tók feróalagið rétt rúman sólarhring með millilendingum í Kaupmannahöfn og Amsterdam. Flugið var hið þægilegasta og gaman vár að njóta félagsskapar Krung2000-hópsins. I Orðskviðum Salómons 16:31 segir: „Gráar hærur eru heióurskóróna." Því skal veita aldursforsetum Rafiki-hópsins þann heióur að vera kynnt fyrst en það eru prestshjónin Einar Sigurbjörnsson og Guðrún Edda Gunnarsdóttir. Þau fóru ásamt yngri dóttur sinni, Magneu, nokkrum dögum fyrr meó öðru flugi. Eldri dóttir þeirra tilheyrir einnig Rafiki en hún heitir Guðný. Heiðrún Kjartans- dóttir fór fyrir hópnum og gerði þaó með afburóum vel og naut hún aðstoðar yngri systur sinnar, Ólafar Inger. Þær hafa búið í Kenýu samtals í um ellefu og hálft ár þar sem foreldrar þeirra, þau Kjartan Jónsson ogValdís Magnúsdóttir, störfuðu sem kristniboðar. Þær voru því í raun á heimaslóóum og vita margt um land og þjóö þar ytra og voru tengilióur okkar við fólkið þarna úti. Restina af hópnum skipuðu svo Orri Freyr Odds- son, Jakob Hafþór Björnsson, Benjamín Ingi Böðvarsson, Katrín Möller Eiríks- dóttir, Katrín Jónsdóttir og Ragnheiður Hafsteinsdóttir. Markmið ferðarinnar var fyrst og fremst að heimsækja íslensku kristniboð- ana sem og þá norsku á kristniboðs- stöðvunum í Nairóbí og í Pókot-héraði og sjá og kynnast því starfi sem þeir eru að vinna. Einnig að heimsækja kirkjur innfæddra og sjá hvernig samkomur þeirra fara fram. Þá var ætlunin að skoða landió, kynnast þjóóinni og þjóð- félagsháttum. í mörgum blundar líka ævintýraþrá og var þessi ferð vel til þess fallin að svala henni. Feróin Klukka sex að staðartíma á mióvikudags- morgni vorum við lent í höfuðborg Kenýa, Nairóbí. Islensku kristniboðarnir Ragnar Gunnarsson og Kristín Bjarna- dóttir sóttu okkur út á flugvöll og fóru með okkur í brakandi sólskini og blíð- viðri á norsku kristniboðsstöðina (Scripture mission) sem er þarna í borg- inni og þau búa og starfa á. Feró okkar um Afríku var hafin, framundan var mik- ió ferðalag um landið. Ferðinni skiptum við í fjóra áfanga, ef svo má segja. Stefnan var fyrst tekin út í sveit. Ekió var um 500 km. norður frá Nairóbí í hérað sem nefnist Pókot. Þar vinna kristniboó- arnir mikió og gott starf og vildum við gjarnan kynna okkur það. Annar áfangi ferðalagsins var ferð okkar aftur til Nairóbí og smáviðdvöl þar á norska kristniboósskólanum. Þaðan fórum við svo í villtan þjóögarð sem nefnist Masaí Mara. Að síóustu flugum vió til Mombasa sem er borg staósett á austur- ströndinni. Pókot Fimmtudagurinn 3. ágúst. Það tók okkur einn dag að ferðast norður til Pókot með smá stoppum á leiðinni eins og gengur og gerist. Fyrsti áfangastaður okkar var kristniboósstöðin í Kapeng- úría. Þangað komum við að kvöldi til og var okkur vel tekið. Þar gistum við og í raun má segja að þetta hafi verið mið- stöó okkar í þessum hluta ferðarinnar, þ.e. út frá þessum stað ferðuðumst vió vítt og breitt um héraðió. I Kapenguría starfa nú þrír norskir kristniboðar. Föstudagurinn 4. ágúst. Okum um klukkustundar leið til Cheperería. Þar hittum við fýrir Leif Sigurósson, spræk- an, íslenskan kristniboóa, sem hefur ver- ið starfandi þar í rúmt ár. Hann býr á kristniboósstöðinni en þar búa einnig norsku kristniboðahjónin Morten og Kari Synnove. Þau tóku öll vel á móti okkur og áttum við saman yndislega góðan dag. I Cheperería er öflugur barnaskóli og hann skoðuðum við undir leiðsögn innfædds manns. Systurnar Heiðrún og Ólöf Inger bjuggu um tíma í Cheperería ásamt foreldrum sínum. Kjartan Jónsson, faðir þeirra, byggði m.a. eitthvað af þeim skólahúsum sem við skoóuðum. Einnig hittum við fyrir mikió af innfæddu fólki og gaman var að sjá hvað það er allt vinalegt. Við gengum vítt og breitt um svæðið og alls staðar var fólkið forvitið að sjá þennan skrítna hóp af hvítu fólki en það gaf okkur und- antekningalaust hlý bros og innilegar kveójur. Um kvöldið snæddum við hjá 14

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.