Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2000, Side 15

Bjarmi - 01.12.2000, Side 15
k Hópurinn á Scripture Mission, norsku kristniboðsskólanum í Nairobí. Rafiki- hópurinn við miðbaug. Hermenn Guðs í Leland-fjöllum. Mikil lofgjörð í Sekeer. Leifi og héldum síóan aftur til Kapengúría fyrir myrkur. Laugardagurinn 5. ágúst. Við vorum snemma á fótum. Ekið var til Marich, sem er í einnar og hálfrar klukkustundar leið frá Kapengúria. Þar er hægt að gista í ,,Afríkukofum“, þ.e. húsum sem eru al- veg eins og þau sem hinir innfæddu búa í, nema hvað að í þeim er ekki moldar- gólf, heldur steypt. Þar hittum við Leif enn á ný og með honum fórum við til Chesta en þar er einnig starfrækt kristni- boðsstöð. Á kristniboðsstöðinni í Chesta' hefur enginn kristniboði verið starfandi í tvö ár. Þegar okkur bar að garði voru ný- lega komin þangað norsk hjón, Morten og Monika, sem voru að koma starfinu aftur í gang. Morten slóst í för með okk- ur á markað í Lomut, stað rétt hjá Chesta. Þar fengum við að upplifa al- vöru afríska markaðsmenningu. Á miðj- um markaðnum fór svo í gang fjörug og hfleg, kristileg samkoma og gaman var að fylgjast með henni. Við héldum síðan aftur til Chesta og sýndi Morten okkur allan staðinn. I Chesta er starfandi heimavistarskóli fýrir stúlkur og einnig er þar heilsugæslustöð sem þykir ekki full- komin á okkar mælikvarða en hún þjón- ar samt hinum innfæddu vel. Eftir vel heppnaða heimsókn til Chesta héldum við síðan aftur til Marich, sem var okkar gististaður næstu tvær nætur. Það var mikil og sérstök upplifun að sofa í þess- um kofum svona afskekkt í miðjum frumskóginum í svörtustu Afríku. Sunnudagurinn 6. ágúst. Við höfðum á- kveðið að nota daginn til þess aó fara í kirkju og sjá og upplifa hvernig guðs- þjónustur hinna innfæddu fara fram. Kirkjan sem við heimsóttum er staðsett uppi á fjalli í mikilli hæð á stað sem kall- ast Sekerr en vegurinn þangað er afar brattur og torfær. Aldrei fyrr hef ég lagt eins mikið á mig til þess að sækja kirkju og það á líka við um hina í hópnum tel ég mig geta sagt. En það var svo sannar- lega þess virði. Þegar okkur bar að garði var messan rétt að hefjast þannig að vió hoppuðum nánast beint út úr jeppanum og inn í kirkjuna. Kirkjan var afar falleg og vinaleg að utan. En að innan var hún bara einn stór, grár geimur. Ekkert af því sem við Islendingar höfum vanið okkur á til þess að gera hýbýli okkar hlýleg var sjáanlegt. Við fengum okkur sæti aftar- lega. Engin munaðarsæti voru í boði, einungis harðir trébekkir. Mikið var í gangi og gaman var að sjá hvað allt var líflegt og skemmtilegt. Fólkið var svo glatt og svo fullt af kærleika hvert til annars. Það tók einnig fullan þátt í öllu sem fram fór og allir voru heilshugar í því sem þeir voru að gera, að lyfta upp nafni frelsara síns, Jesús Krists, og lofa hann. Og þrátt fyrir að húsið væri kuldalegt að innan þá hlýnaði manni verulega um hjartarætur og allt sem fram fór hafði djúptæk áhrif á mann. Stemmningin sem myndaðist í þessari litlu, þéttsetnu kirkju, einhvers staðar lengst upp á ijalli í Kenýu, var töfrandi. Rafiki-hópurinn kom einnig fram og söng nokkur lög á íslensku og ensku og vakti það mikla athygli hinna innfæddu. Einnig sögðu sumir úr hópnum nokkur orð sem Heiðrún sneri af mikilli fimi yfir á swahili. Fólkið fylgdist vel með og 15

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.