Bjarmi - 01.12.2000, Side 16
Innfœdd börn á formirn
vegi í Cheparería.
til innfæddrar konu sem heitir Pálína og
bróður hennar sem heitirjósep. Þau
tóku vel á móti okkur og buóu okkur
upp á tjai, te blandað með mjólk og
sykri, og kökur. Hjá þeim dvöldum við
góóa stund og hvatti Jósep okkur til
dáóa í trúarlífinu. Þau starfa bæði á
kristniboðsstöðinni í Kapengúría og lifa
mjög heilsteyptu trúarlífi. Gaman var aó
heyra vitnisburð þeirra og hvatningjós-
eps var okkur góð. Kvöldió notuðum við
til þess að pakka því dvöl okkar í Pókot
var senn á enda.
Nairóbí
Fimmtudaginn 10. ágúst ferðuðumst við
aftur til Nairóbí og vorum við komin
þangað um kvöldmatarleytið. Að þessu
sinni ætluðum við að dvelja þar í nokkra
daga og kynnast höfuðborginni lítillega.
Þessa helgi voru margir af norsku kristni-
boðunum og allir þeir íslensku sem
starfa í Kenýu samankomnir á kristni-
boósstöóinni í Nairóbí. Einnig voru þar
norskir kristniboðar frá Tansaníu og Úg-
anda. Voru þeir í fríi með fjölskyldum
sínum og fengum við að taka þátt í öllu
því sem fram fór. A föstudeginum fór-
um við á svokallaðan Masaí-markaó.
Þaó er stór markaóur sem er alltaf hald-
inn á hverjum föstudegi og þangað
koma margir ferðamenn og kaupa ó-
grynni afvarningi sem innfæddir búa til.
Þar gildir sú regla að prútta um verðió. A
laugardeginum fórum við í skoðunarferð
um Nairóbí með Kristínu Bjarnadóttur.
Hún fór með okkur víða og sýndi okkur
margt, m.a. skoóuðum við heimili
danska rithöfundarins Karenar Blixen.
Hún var brautryðjandi í ýmsu sem vió
kemur bættum mannréttindum svert-
ingja og því eru víða staðir í Nairóbí
nefndir eftir henni. Um kvöldió grilluðu
kristniboðarnir saman og tókum við þátt
í því. A sunnudeginum var messa og
komum vió þar fram og sungum nokkur
lög. Einnig fluttu sumir úr hópnum vitn-
isburð. Þannig leið þessi helgi sem við
áttum með kristniboðunum í Nairóbí.
Móttökurnar voru hreint frábærar og
okkur leið eins og heima hjá okkur.
Masaí Mara
Margir halda að Ijónin og öll villtu dýrin
í Kenýu séu á víðavangi og því sé stöðugt
Frá Masaí Mara.
Systurnar Ólöf Inger og Heiðrún
fyrir framan fyrrverandi heimili
þeirra í Kongelai.
nafói gaman af heimsókn okkar. Eftir
messuna var okkur boðið í heimahús í
mat og þar fengum við ekta Kenýu-mat
sem bragðaóist afar vel. Þessi dagur var
mjög vel heppnaður og mörgum okkar
fannst hann hápunktur ferðarinnar.
Fólkið var vinalegt og tók vel á móti okk-
ur, messan var hrein ævintýraupplifun og
veórið lék við okkur. Sæl og glöð, syngj-
andi og blessuð, héldum við aftur til
baka til Marich.
Mánudagurinn 7. ágúst. Við héldum nú
aftur til Kapengúría og áttum þar róleg-
an og góóan dag. Sumir lögðu sig þar
eftir allt ferðalagið, aðrir fóru í blak við
starfsmennina á kristniboðsstöðinni og
enn aðrir nutu þess bara að vera til. Um
kvöldið áttum við góða og uppbyggilega
stund saman en það var sióur hjá okkur
í ferðinni að enda öll kvöld saman. Ein-
hver úr hópnum sá þá um hugleiðingu
eða flutti vitnisburð og síðan báðum við
saman. Þetta gerði okkur gott og þjapp-
aði okkur saman.
Kristniboðinn Leifur Sigurðsson (t.h.)
og norsku kristniboðarnir Martein og
Kari Synnove ásamt barni þeirra.
Þríöjudagurinn 8. ágúst. Fórum til stað-
ar sem nefnist Kongelaí en þar er kristni-
boósstöó. Leifur var með í för og var
okkur til halds og trausts. Systurnar,
Heiðrún og Ólöf Inger, bjuggu þar í
nokkurn tíma og foreldrar þeirra störf-
uóu þar. Eins og er þá er enginn kristni-
boði búsettur þar. Umhverfið þarna var
fallegt en frekar eyðimerkurlegt. Við
gengum upp á smá hæð sem þarna var
og þaðan var gott útsýni til allra átta,
m.a. sáum við yfir til Úganda.
Miðvikudagurinn 9. ágúst. Þetta var síð-
asti dagurinn í þessum áfanga ferðarinn-
ar og hann notuðum við til þess að fara í
dagsferóalag um Leland, hálendis-svæði
í Pókot. Athyglisvert var að sjá þann
mikla mun sem er á þessu svæði og lág-
lendinu hvað gróðurfar varðar. Þarna
voru græn og gróskumikil tún hvert sem
litið var en á láglendinu var þurrt og lítill
gróóur. Úrkoma fer mikið eftir hæð
landssvæðis og er munurinn mjög mikill.
Um eftirmiódaginn fórum við í heimsókn
16