Bjarmi - 01.12.2000, Síða 19
syni. Á heimilinu var mikió sungió og
leikið á gítar og mandólín, orgel og pí-
anó og trúaðir vinir voru þar tíðir gestir.
Vilborg réðst sem vinnukona á þetta
heimili. Tókust náin kynni með henni og
öðrum syninum, Gunnari, og gengu þau
í hjónaband íjanúar 1950. Húsakynnum
á Þórsgötunni var breytt þannig aó þau
eignuðust séríbúð og þar bjuggu þau
alla tíó. Hann lést 1980.
Gunnar var farandprédikari. Hann
hafói lært guðfræði og ferðaðist fyrst á
vegum blaðsins Bjarma en var lengst af
starfsmaður Kristniboðssambandsins.'
Hann lék mikið undir söng enda afar
góóur píanóleikari og hefði eflaust getað
aflaó sér frama á tónlistarbrautinni ef
Guó hefði ekki kallað hann til boóunar-
starfsins. Fjölmörg sumur vann hann
meðal drengja íVatnaskógi.
Oft var Gunnar lengi að heiman, jafn-
vel fimm til sex vikur í senn, einkum ef
leiðin lá til Norðurlands eða Snæfells-
ness. Vilborg leit stórum augum hlutverk
hans, að boða fagnaðarerindið meðal
fólksins og vekja áhuga á kristniboðinu,
°g hún kveðst hafa beðið Guð þegar
hún giftist aó hún yrói ekki til þe$s að
taka hann frá prédikunarstarfinu. „Eg
fékk það verkefni að biója fyrir starfinu.
Gunnar skrifaði mér bréf á ferðum sín-
um og þannig kynntist ég ýmsum að-
stæóum og mörgu fólki víðsvegar um
landið. Margir komu heim til okkar þeg-
ar þeir voru staddir í Reykjavík. Eg vissi
líka að kristniboðsvinir víða um land
báðu fyrir okkur og fjölskyldu okkar.
Gunnar Sigurjónsson og Ólafur Ólafsson.
Myndin er tekin á sextugsafmœli Gunnars.
19