Bjarmi - 01.12.2000, Qupperneq 22
Þetta var ríkulegur tími og mikil blessun
féll mér í skaut."
Hvaó huggar á dauðastund?
A fýrstu ferðaárum Cunnars var auðveld-
ara að safna fólki saman en nú gerist.
Vilborg nefnir sem dæmi þegar hann fór
eitt sinn með Olafi Olafssyni kristniboða
til Snæfellsness. Þeir gengu fyrir Ennió
frá Ólafsvík til Hellissands og uróu að
sæta sjávarföllum. Samkomur héldu þeir
á kvöldin en síðari hluta dagsins gátu
þeir kallað saman konur og haft með
þeim biblíulestra.
Tíminn var einnig notaóur til aó heim-
sækja fólk. Cunnar sagóist hafa lært
margt af Ólafi á því sviði enda var Ólafi
einkar lagið að blanda geði við hvern
sem var. Þegar heimsókn var að Ijúka var
Ólafur vanur að taka fram Biblíuna, lesa
orð og biðja bæn.
Vilborg minnist þess er þeir Gunnar
komu eitt sinn á heimili dauðveikrar
stúlku. Hún var afar óróleg en heimilis-
fólkió reyndi að sýna henni fram á að
hún hefói verið gæðakona svo að hún
þyrfti ekkert að óttast. En þetta nægði
stúlkunni ekki. Þá fyrst fann hún frið
þegar Ólafur flutti henni fagnaðarerind-
ið um fórnardauóa Jesú fyrir alla menn.
Þessi atburður hafói einnig djúp áhrif á
Gunnar.
Gunnar og Vilborg eignuðust fimm
syni og eina dóttur. Launin í feróastarf-
inu voru aldrei há enda var Gunnar oft
með verkefni á feróalögunum til að
drýgja tekjurnar, þýddi bækur og skrifaði
nótur o.s.frv.. Vilborg saumaói fötin á
börnin og þegar þau höfðu eignast
prjónavél prjónuðu þau bæði flíkur á
fjölskylduna.
„Við báðum saman fyrir börnunum
okkar á hverju kvöldi, að orð Guós hefði
áhrif á þau og þau vildu helga Guði líf
sitt. Eg veit að bænir okkar fýlgja þeim
enn þá. Kvöldið sem Gunnar dó höfðum
við einmitt beóið Guð að kalla þau öll til
samfélags við sig og aó hann fengi notað
þau í þjónustu sinni. Eftir óvænt andlát
hans sagói ég þeim að þetta hefðu verið
síóustu bænarorð hans rétt áður en
hann skildi við. Börnin urðu djúpt snort-
in.“
Og börnin vilja feta sama veg trúar og
þjónustu og foreldrar þeirra. Gunnar Jó-
hannes, sem er elstur, kennir kristinfræói
í Kennaraháskólanum og er ritstjóri
Bjarma, Sigurjón er gjaldkeri Kristni-
boóssambandsins, leiðir Ragnars og
Guðlaugs hafa legió út á kristniboðsak-
urinn, Bjarni situr tíðum við píanóið á
kristilegum samkomum og Ragnhildur
starfar í kristniboðsflokki.
Arni bankamaóur bróóir Gunnars og
Bjarni Eyjólfsson, sem var formaður
Kristniboðssambandsins um áratuga
skeiö, bjuggu lengi undir sama þaki og
fjölskyldan og var mikill samgangur á
milli. Má heyra á Vilborgu að hún telur
það hafa verið mikla gæfu fýrir börnin
að hafa kynnst þeim „fóstbræðrum".
Með eigin augum
Þaó var mikil hátíð meóal kristni-
boðsvina þegar bræðurnir Ragnar og
Guólaugur Gunnarssynir voru vígóir
kristniboðavígslu ásamt eiginkonum sín-
um vió guðsþjónustu á almenna mótinu
í Vatnaskógi 27.júní 1982. Það var
reyndar daginn sem Sigurjón Jónsson afi
bræðranna hefði orðið 100 ára.
Þeim sem þekkja Vilborgu blandast
ekki hugur um að henni er kristniboðið
hjartfólgið. Og hún veit að það kostar
fýrirhöfn og fórnir að sinna því - þó aó
kristniboósvinir kalli það blessun. En
þótti henni ekki nóg um að þurfa að „sjá
á bak“ tveimur sonum sínum og fjöl-
skyldum þeirra alla leið til Afríku? „Nei,
ég varð glöð, bæði þegar þeir sögðu mér
hug sinn um kristniboðsköllunina og
þegar þeir voru vígðir.“ Hún býr enn að
fræðslunni á bernskuheimilinu. Hún
hreifst líka með af kristniboðsáhuga
kvennanna á Akureyri, og heimsóknir
ferðaprédikaranna norður höfðu mikil á-
hrif á hana. Og fjölskylda hennar sjálfrar
varð „kristniboðsfjölskylda".
Vilborgu gafst tækifæri til að heim-
sækja bæði Eþíópíu og Kenýu árið 1991.
„Þaó var ævintýri lífs míns! Ég kom til
Konsó í Eþíópíu og ég var viku í Voitó.
Guðlaugur og fjölskylda hans bjuggu þar
fýrst í tjöldum og síðan í kringlóttu húsi
með moldarveggjum, sem þau höfðu
byggt áður en varanlegum húsum var
komið upp. Það var hólfað í sundur með
bastmottum og uppi í loftinu var sægur
af skordýrum. Ég kom inn á heimili
Voitófólksins, m.a. til Dillós sem oft var
sagt frá í Bjarma og virtist hafa orðió
kristinn en féll frá trúnni. Við höfum
lengi nefnt nafnið hans, vió konurnar
sem hittumst á mánudögum til bæna.
Og nú fýrir skömmu bárust þær fréttir
aó hann vildi sameinast söfnuðinum á
ný.
Svo var ég einar þrjár vikur í Kenýu þar
sem Ragnar hefur verió að verki. Mér er
enn í minni einstök gestrisni Pókot-
manna þótt þeir séu fátækir. Það var líka
eftirtektarvert hve unga, kristna fólkió
var áhugasamt. Lífsgleði þess var svo á-
berandi. Þaó talaói mikió um vonina,
um himininn þar sem það losnaói und-
an öllu böli. Einn sunnudaginn var guðs-
þjónusta í Cheparería. Auk prédikunar-
innar átti að gefa tvö tækifæri til vitnis-
buróar. En það nægði engan veginn - og
vitnisburðirnir urðu þrjátíu! Um kvöldið
fór unga fólkið í heimsókn í hús í ná-
grenninu og þar hélt það áfram að
syngja fram á nótt.“
Vilborg hefur lengi verið í Kristniboðs-
flokki KFUK. Hún tekur sannarlega ekki
undir þá skoðun að nóg sé aó vinna að
kristilegu starfi hér á landi, kristniboðinu
verði aðrir að sinna. „Það fýlgir því bless-
un að taka þátt kristniboðinu. Okkur
ber að hlýóa skipun Jesú um aó fara
með fagnaðarboðskapinn út um allan
heim. En heimastarf er alveg jafnnauð-
synlegt. Kristniboðió getur ekki án þess
verið.“
Og nú er gestinum boðið til sætis við
dúkað borð sem Kristín hefur hlaðið
góógæti. Hún spjallar vió okkur og það
er haldið áfram að ræða um liðna tíð og
verkefni dagsins í dag.
Starfið meóal heióingja á framtíð fýrir
sér meðan til eru kristniboðsvinir sem
bera það á höndum sér og ungir læri-
sveinar skynja í senn neyð heiðingjanna
og kall Drottins: „Hvern skal ég senda?
Hver vill vera erindreki vor?“ (Jes. 6).
22