Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2000, Side 23

Bjarmi - 01.12.2000, Side 23
Jólaminning frá Finnlandi Carina Holmvik Carina Holmvik og Ingólfur Þorbjörnsson ásamt börnum þeirra: Benjamin, Hönnu Katrínu og Elnu Maríu. Ibænum sem ég er fædd í, Jakobstad, er sérstakur jólasióur sem er meira en hundraó ára gamall. Við aðalgötuna hengjum við upp trúartákn sem eru stórar rauðar luktir: Kross, akkeri og hjarta, trú, von og kærleikur, lýsa og sýna leiðina að kirkjunni sem er í enda aðalgötunnar. Fyrsta sunnudag í aðventu eru þessi tákn komin á sinn stað. Þessi tákn áttu fyrst að minna á og heiðra þá sjómenn sem ekki höfðu tæki- færi til að halda jólin heima. Táknin eru núna líka notuð sem jólaljós til að hengja í glugga í heimahúsum. Annað hvert heimili á í dag þessi tákn sem einnig voru vinsæl fýrir 35 árum. Þegar ég sé þessi Ijós t.d. í höfuðborginni (600 km frá Jak- obstad) veit ég að þarna býr einhver sem tengist heimabæ mínum. Ein af mínum fýrstu jólaminningum og líka sú eftirminnilegasta er frá aðfangadegi. Ég er u.þ.b. sex ára gömul með föður minum ein í bíl á leið í bæinn þegar farið er að rökkva. Þetta er 10 km leið. Pabbi er spenntur og ekur hratt. Hann verður að ná í bæinn áóur en prentsmiójunni verður lokaó fyrir jól til að sækja jólablaó íþróttafélagsins. Ég spyr um margt eins og venjulega og ekki minnkar streitan við það. Þessi aðfangadagur er mér eftirminnilegur vegna þess aó ég spurði pabbi minn hvaó þessi tákn þýddu. Hann svarar mér: Þau eiga að minna á trú, von og kærleika, það sem er mikilvægast um jólin. Ég skil ekki alveg svarið og spyr aftur svo að pabbi verður enn ergilegri. En hann svarar og um leið tala táknin til okkar beggja. Streitan er horfin og ég finn jólafriðinn koma inn í hjarta okkar. Við náum tímanlega til prentsmiðjunnar og á leiðinni heim ríkir jólafriður. Frá þessum degi gefa þessi tákn mér frió hvar sem ég sé þau. Þau benda mér á það sem er mikilvægast í öllu annríkinu. Trú, von og kærleikur hanga í glugganum hjá mér til að minna mig á heimabæ minn en fýrst og fremst til að minna mig og alla sem þau sjá á orðin í 1. Kor- intubréfi 13:13: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur." A þessari jólahátíð, eins og hversdagslega, eigum við að sýna trú okkar í kærleika. Gefum dýrmætustu gjöfina, gefum tíma okkar þeim sem þurfa á okkur að halda! „Af því þekkjum vér kærleikann, að Jesús lét lífið fýrir oss. Svo eigum vér og aó láta lífið fýrir bræðurna. Ef sá, sem hefur heimsins gæói, horfir á bróður sinn vera þurfandi og lykur aftur hjarta sínu fýrir honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í hon- um? Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika" (1 Jóh. 3:1 6-18). Carina „Mimmi" Holmvik er hjúkrunarfrceðingur og vinnur a' Barnaspítalanum. Hún er scenskumœlandi Finni. Flutti til Danmerkur árið 1986 og hefur búið á Islandi frá 1989. 23

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.