Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2000, Page 24

Bjarmi - 01.12.2000, Page 24
Uppruni jólanna Sr. Egill Hallgrímsson Kirkja Jesú Krists breiddist jafnt og þétt út um heiminn fýrstu aldirnar eftir fæóingu Drottins inn í mannheim og eftirfylgjendum hans fjölgaði stöðugt. Þó máttu kristnir menn þola margs kon- ar andstreymi og grimmilegar ofsóknir. Þær náóu um allt rómverska ríkió og miðuóu aó því að útrýma kristinni trú. Þessar ofsóknir héldu áfram allt fram á fjórðu öld. En þrátt fyrir þær héldu kristnir menn ótrauðir áfram aó útbreióa fagnaóarerindió í krafti Heilags anda. Þeim var þaó Ijóst aó Drottinn sjálfur var með þeim eins og hann hafói heitið læri- sveinum sínum eftir upprisuna. Svo fór aó eftir síðusu og hræðilegustu ofsókn- ina fengu kristnir menn trúfrelsi og árió 380 var kristni gerð aó ríkistrú í Róma- veldi. Ofsóknirnar voru ekki eina hættan sem aó kirkjunni steðjaði. Inn í kirkjuna leituóu heiðin áhrifog margs konarvillu- kenningar sem andstæóar voru kristinni trú. Til aó varðveita trúna frá þessum á- hrifum þurfti kirkja Jesú Krists aó koma fastara skipulagi á starf sitt og kenning- ar. Því þurftu kristnir menn að samræma og fastsetja hvaóa rit ættu að tilheyra helgiritasafni þeirra og leggja áherslu á réttar skýringar á sannindum trúarinnar. Þetta varð að gera til varnar gegn af- skræmingu og breytingum á þeirri kenn- ingu sem þeim hafði verió trúaó fýrir aó varóveita og boóa í heiminum. Þannig mótaðist á fýrstu fimm öldum kirkjunnar flest þaó sem einkennir kenningu, til- beióslu og helgihald megin þorra krist- inna manna á okkar tímum. Einhvern tíma fýrir árió 336 hóf söfn- uðurinn í Róm aó minnast fæóingarjesú Krists þann 25. desember. Þetta má sjá af ártíóaskrá kristinna manna frá 354 og er fæðingarhátíóin samkvæmt þessu almanaki vió upphaf kirkjuársins. Þessi sióur breiddist upp frá þessu út um alla kristnina og var hann oróin almennur á fýrri hluta fimmtu aldar. Af hverju þessi dagur varð valinn sem fæóingarhátíð frelsarans á sér sögulegar skýringar. Aður fýrr höfóu tíókast mikil heiðin hátíðarhöld nálægt vetrarsól- hvörfum í Rómarborg og víóa annars staðar í rómverska ríkinu. Þessi hátíð nefdist Saturnalia og var hún kennd vió fjósemisguóinn Satúrnus. Hún hófst um miðjan desember og stóð í nokkra daga. A þessari hátíó stunduðu menn m.a. át, drykkju og skemmtanir. I byrjun janúar var haldin önnur rómversk hátíö svipuð í snióum en þessar hátíóir uróu síðar aó einni hátíó. Þegarjúlíus Sesar kom árið 46 f. Kr. á tímatali því sem vió hann var kennt var vetrarsólhvarfadagurinn á- kvaróaður 25. desember. Sú dagsetning var látin haldast þótt hin náttúrulegu sólhvörf færóust framar eftir desember meó hverri öld vegna skekkjunnar í tenglsum viö hlaupár. A stjórnarárum Arelíanusar keisara 270-275 e.Kr. var sólhvarfadagurinn, 25. desember nefnd- ur „fæðingardagur hinnar ósigrandi sól- ar“ (dies natalis Solis invicty). Sóldýrkun tengd þessum degi varó á þessum tíma mjög almenn og útbreidd í rómverska ríkinu. Yfir á hann færóust þá ýmsir sióir frá áóurnefndum eldri hátíóum sem voru hvorsínum megin vió hann. Svo virðist sem kristnir menn í Róm hafi valió aó minnast fæðingar frelsarans á þessum degi til að beina fólki frá því að taka þátt í þeirri heiónu sóldýrkun sem hann snerist um og minnast þess í staó fæóingar hans sem í helgum ritum er nefndur „réttlætissólin meó græðslu undir vængjum sínum" (Malakí 4:2), og „sól af hæðum að vitja vor og lýsa þeim sem sitja í myrkri og skugga dauóans“ (Lúk. 1:78b-79a). Meó öórum oróum þá viróist sem kristnir menn hafi valió að yfirtaka 25. desember til þess aó minn- ing fæóingar Jesú Krists yröi haldin á þessum degi í stað sóldýrkunarinnar. Þannig leituóust þeir vió að leiða menn frá því að halda upp á fæóingu sólarinn- ar meó heiðnum hátíðarhöldum. Aóur en þetta varð hafói 6. janúar náó mikilli útbreiöslu sem hátíðardagur í austurhluta ríkisins en á þeim degi minntust menn m.a. bæði fæóingar Krists og skírnar. Var þessi hátíð nefnd „opinberunarhátíó" (epiphanía) því þeg- ar Jesús var skíróur í ánni Jórdan opin- beraði hann guódóm sinn og hóf starf sitt sem fullkomnaðist á páskum. Þessi hátíð var þekkt þegar um 200 í Egypta- landi og var á fjóróu öld orðin útbreidd vió austanvert Miðjaróarhafið og víóar. Sá sióur að halda 25. desember sem sérstaka fæðingarhátíó frelsarans barst fljótt frá Róm til austurhluta ríkisins. Vék þá opinberunarhátíðin 6. janúar smám saman fýrir fýrri deginum sem minning- ardagur um fæðinguna en varó fýrst og fremst haldin til að minnast skírnarinn- ar. Einnig var á opinberunarhátíðinni minnst brúðkaupsins í Kana, er Kristur opinberaói dýró sína lærisveinum sínum, og síóan komu vitringanna, er Kristur opinberaði dýró sína heiðingjum. Þegar á síöasta hluta fjórðu aldar var farið að halda 25. desember hátíðlegan meðal kristinna manna í Konstantínópel og Antíokkíu og á fýrri hluta fimmtu aldar í Egyptalandi og víðast annars staðar. I 24

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.