Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2000, Side 25

Bjarmi - 01.12.2000, Side 25
Jerúsalem héldu menn þó lengur í það að halda fæðingarhátíðina 6. janúar en þar varð þaó ekki fyrr en á 6. öld að menn tóku að halda 25. desember há- tíðlegan. Rétttrúnaðarkirkjan heldur sig enn við 6. janúar sem fæðingarhátíð frelsarans. I vesturkirkjunni varð opin- berunarhátíðin 6. janúar hátíó vitring- anna, en minning skírnarinnar fluttist á sunnudaga eftir þrettánda. Þegar kristin trú barst til okkar nor- rænna manna var fæðingarhátíð Krists fyrir löngu komin í fastar tímaskorður meóal kristinna manna. Hér á noróur- hveli jarðrar hafði þá lengi tíðkast heiðin hátíó sem tengdist vetrarsólhvörfum og var kölluó jól. Ymsar kenningar eru uppi um frummerkingu þessa orðs, en það er sameiginlegt öllum norrænu málunum og hefur borist þaðan í finnsku. Skiptar skoóanir eru um hvenær þessi hátíð var haldin en menn hallast helst að því aó hún hafi verið haldin nálægt miðjum janúar eóa miðjum desember eftir okkar tímatali, eða þá aó hún hafi ekki haft á- kveðinn mánaðardag heldur verið ná- lægt sólhvörfum með vaxandi tungli en sá tunglmánuður er nefndur ýlir. Ekki er víst að afgerandi trúarathafnir hafi tengst þessum hátíóarhöldum, heldur að hér hafi fyrst og fremst verið um að ræóa veisluhöld með skemmtun, áti og talsverðri drykkju. Þegar kristin trú barst til Islands kom fæðingarhátíó Krist í staó hinnar fornu jólahátíóar, en regla hefur komið á kristið jólahald hér á landi fljót- lega eftir að biskupsstóll var settur í Skálholti 1056. Af þessu yfirliti má sjá að meginhluti kirkju Jesú Krists hefur sameinast um að minnast fæðingar hans 25. desember allt frá fjórðu öld til okkar daga. Þar með höldum við kristnir menn því ekki fram að Jesús hafi fæðst þennan dag enda ekkert í guóspjöllunum sem gefur til kynna að hægt sé að dagsetja fæðingu hans. Má auk þess leiða aó því rök, út frá frásögum guðspjallanna, að líklegra sé aó þessi atburður hafi átt sér staó á öðrum árstíma. Alltaf heyrast raddir manna, bæói inn- an og utan kirkjunnar, sem telja á þess- um forsendum að rangt sé aó halda 25. desember hátíólegan sem fæðingarhátíó frelsarans. Auk þess að benda á þá stað- teynd að það er ekki vitaó hvaða dag Jesús fæddist halda þeir því réttilega fram að 25. desember hafi upphaflega verið heiðin sólhvarfahátíð. Þessum rök- um fylgja venjulega ábendingar um að jólahaldi okkar kristinna nútímamanna fylgi margt sem ekkert á skylt vió fæð- ingu Jesú í gripahúsinu í Betlehem eóa kristindóm almennt. Þessum mótbárum þarf aó svara, því jólin eru ein af aðalhátíðum kirkjunnar, en kirkjuárið byggist upp í kringum stór- hátíðirnar þrjár, jól, páska og hvíta- sunnu. Varóandi þetta þurfum við að hafa í huga að kristið jólahald hófst á sama tíma og helgiritasafn, helgihald og játn- ingar kirkjunnar voru að mótast til þeirr- ar myndar sem þau hafa enn þann dag í dag. Margir leiðtoga kirkjunnar í þessu mótunarstarfi voru menn sem sýnt höfðu í verki aó þeir vildu fremur deyja en afneita sannleikanum. Þeir báru margir á líkömum sínum merki um þær ofsóknir og pyndingar sem þeir höfðu þurft aó þola vegna trúarinnar á Drott- in. A þessum mótunartíma, eins og öll- um öðrum tímum, leiddi Drottinn kirkj- una fyrir áhrif og leiósögn Heilags anda. Vissulega hefur lýður Guðs oft farið af réttri leið, bæði hvað varóar rétta til- beiðslu og rétta kenningu. En saga kirkj- unnar sýnir hvernig Drottinn hefur hvað eftir annað leiðrétt kirkju sína þegar hún hefur villst og þess vegna hefur hún á öll- um öldum getað borið Ijós hans í myrk- um heiminum. Kirkjan er líkami Jesú Krists á jörðu „og fyllist af honum sem sjálfur fyllir allt í öllu“ (Ef. 1:23). Þess vegna erum við þess ekki umkomin að halda því fram að sú handleiósla sem Drottinn hefur veitt kirkju sinni varðandi jólahaldið hafi verið röng. Þar með værum við að segja að all- ur sá mikli múgur trúrra eftirfylgjenda Jesú Krists sem hafa um aldir, allan árs- ins hring, ákallað nafn Drottins og hald- ió heilög jól 25. desember hafi vaðið í villu. Hin kristna jólahátíð hefur um aldir veitt ómældri blessun inn í líf kynslóð- anna. Hún hefurallan þennan tíma verió afgerandi þáttur í því starfi kirkjunnar aó boða það að hið sanna Ijós sem upplýsir hvern mann kom í heiminn og vill lýsa í hjörtum allra þeirra sem við honum vilja taka. Enda eiga allar hinar ólíku megin- kirkjudeildir kirkju Jesú Krists á jörðu það sameiginlegt að halda fæðingarhá- tíð frelsarans á jólum þó svo að þær greini á um mörg önnur atriði sem varða trúna. Og þó engin dagsetning sé gefin í guðspjöllunum varðandi fæðingarfrásög- una getur það varla mælt á móti því að fjölskylda Guós um víða veröld sameinist til að minnast undursamlegasta atburðar í sögu mannkyns einu sinni á ári. Þó svo að í kringum jólahald okkar þrífist og viðgangist ýmislegt sem ekkert á skylt við fæóingarhátíð frelsarans eða kristindóm almennt, þá eru það engin rök gegn því aó kirkjan sameinist í til- beóslu og fögnuði vegna hins raunveru- lega innihalds jólanna. Kirkjan hefur hvorki hleypt jólasveinatrúnni inn fyrir dyr sínar né hvatt fólk til kaupæðis, ó- hófs og hégóma í tengslum við þessa há- tíó. Þvert á móti hljómar hrein rödd hennar skýrt á jólunum, í jólasálmunum, sem eru meóal þess fegursta sem menn hafa ort, prédikuninni og Guðs orði. Og það hlýtur að vera skylda hennar nú á tímum afhelgunarinnar, eins og reyndar alltaf, að leiðbeina fólki um hvaó er rétt jólahald og hvað ekki. Sú almenna sam- kennd, kærleikur og einlægni og þær djúpu en viðkvæmu tilfinningar sem tengjast jólunum meðal fólks, eru Guðs gjafir sem við skulum þakka fýrir, hlúa að og leitast við að láta móta starf kirkj- unnar allan ársins hring. Hin kristnu jól eiga uppruna sinn hjá Guði sjálfum. Ásamt þeim mikla skara sannra tilbiðjenda sem halda jólin um víða veröld skulum við því ótrauð halda áfram að sameinast um að minnast stór- kostlegustu nætur sem liðið hefur í mannheimi, er konungur konunganna og Drottinn drottnanna kom til okkar sem Iftió barn og fæddist í gripahúsi í Betlehem forðum. Við skulum áfram undrast meó fjárhirðunum, syngja fagn- andi með englunum og krjúpa við jötu hans með vitringunum og gjörvallri Guðs kristni í heiminum. Viö skulum áfram minnast þess með djúpu þakklæti og bæn, að hann kom til að bjarga okkur frá makt myrkranna svo við mættum öðlast eilíft Ijós og eilíft líf með honum. Guó gefi ykkur gleðileg jól. Sr. Egill Hallgrímsson er sóknarprestur í Skdlholti. 25

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.