Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2000, Page 27

Bjarmi - 01.12.2000, Page 27
Bono og gítarleikarinn The Edge reyna að sjá heiminn og ástandið í honum meó augum Guðs, án þess þó að geta það, og þeir velta því fyrir sér hvað Guð sjái þegar hann horfir á heiminn: Whenyou look at the world What is it thatyou see So I try to be likeyou Try to feel it likeyou do But withoutyou it 's no use I can 't see whatyou see When I look at the world Astandið í veröldinni veldur því að þeir eiga erfitt með að sjá og skilja. Þetta er eins og á biðstofu sem er full af reyk þannig að ástandið er kæf- andi: / 'm in the waiting room Can 't see for the smoke I think ofyou andyour holy book While the rest ofus choke. Textinn endar síðan á tveim spurn- ingum. Það er erfitt að svara því hvað Guð sér þegar hann horfir á heiminn eins og hann er. Spurningin beinist því aó manninum sjálfum og ábyrgó hans á ástandinu: Tell me, tell me, what doyou see? Tell me, tell me, what 's wrong with me? Þessir tveir textar lýsa þannig spurn- ingum og efa í heimi sem er úr lagi genginn og óþreyju eftir að ástandið batni. Þaó er því ekki að undra þótt Bono ákalli kærleikann, sem oft er tákn Guðs í textum hans, og bióji hann að lyfta sér upp úr trega og þunglyndi: Love, lift me out ofthese blues Won 'tyou tell me something true I belive inyou Þessar Ijóðlínur koma fyrir í texta lagsins Elevation þar sem höfundur líkir sér við moldvörpu sem grefur sig ofan I jöróina í leit að sál sinni. Björg- unin felst í því að Guð upphefur. A mole, living in a hole Digging up my soul Coing down, excavation I and I in the sky You make me feel like I can fly So high, elevation Niðurstaða plötunnar All That You Can 't Leave Behind er athyglisveró. Eftir að hafa einblínt á ástandið í heimin- um og dregið fram ákveðið vonleysi yfir því endar Bono plötuna með hugleiðingu um náóina í laginu Crace. Hann líkir náðinni við stúlku en nefnir um leið að náðin sé hugsun sem breytti heiminum: Grace, it 's the name for a girl It 's also a thought that changed the world Þegar öllu er á botnin hvolft getur ekkert bjargað föllnum heimi nema náð Guðs. Hún tekur á sig sökina og skömmina. Hún fjarlægir óhreinleikann. Það sem áður særði og olli fjandskap veldur ekki lengur sárs- auka því náðin breytir Ijótleikanum í feg- urð. Crace, she takes the blame She covers the shame Removes the stain It could be her name What once was hurt What once was friction What left a mark No longer stings Because Crace makes beauty Out of ugly things Það er því augljóst að þótt tónlistin á nýju U2-plötunni sé nokkuð ólík þvf sem heyrst hefur á síðustu plötum sveitarinnar þá eru þeir félagar samir við sig í textagerð- inni. Trúin á Guð og spurningar tengdar henni í heimi sem hefur farið aflaga á margvíslegan hátt eru þeim hugleiknar. Samhengið í textum All That You Can 't Leave Behind er athyglisvert. Platan byrjar á já- kvæðri hvatningu með vísan til fegurðar lífs- ins. Síðan beinist athyglin að ástandinu í veröldinni og óþreyjan eftir að Guð grípi inn í og skapi frið verður ráðandi um mið- bik plötunnar. í lokin er svo óóur til náðar- innar sem ein getur snúió Ijótleikanum í fegurð og leyst fallinn heim úr fjötrum. Meó þennan boóskap í huga er enn þess virði að leggja eyrun við því sem Bono og félagar í U2 eru aó segja með textum sín- um. 27

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.