Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2002, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.11.2002, Blaðsíða 12
Öóruvísi messur Kristilegt tólf spora-starf Rætt vió sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson um æóruleysismessur Viótal: Henning E. Magnússon Inokkrum síóustu tölublöðum Bjarma hefur kastljósinu verió beint aó messum sem eru með óhefóbundnu sniói. I því sam- bandi hefur verió rætt við presta sem staó- ió hafa aó slíkum messum ásamt sam- starfsfólki sínu. Nú er röóin komin að svo- nefndum æóruleysismessum og var sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur tekinn tali. Hvað eru œðruleysismessur? Æðruleysismessur eru fyrir fólk sem leitar bata og framfara í lífi sínu á vegum tólf spora-kerfisins. Vió megum ekki auglýsa eftir AA-fólki en þaó er þaó sem vió erum aó leita eftir, fólk sem hefur komió saman undir merkjum þeirrar hreyfingar og notar þessi tólf spor sem skilgreinda aóferð vió að losna vió áfengi og vímuefni úr lífi sínu. Þegar maður les sporin þá eru þau greini- lega með kristinni hugsun og byggjast á kristinni trúræknihefó. Þau rekja upphafsitt til Oxford-hreyfingarinnar sem er skilgetió afkvæmi heittrúar- og vakningarhreyfinga. Þaó er líka hægt aó bera þetta saman vió gamla skólaspekikenningu sem gekk undir nafninu scala perfectionis, s.s. stigi full- komnunarinnar. Öll þau element sem eru í honum eru í sporunum tólf, þannig aó það er greinilegt, klárt og löngu Ijóst aó AA- hreyfingin byggist á kristinni hugsun þó aó hún sé ekki bundin vió kirkjulegar játningar eóa trúarlegar skilgreiningar. Þaó er talaó um Guó annaó hvort sem guó eóa æóri mátt í opinberum ritum hreyfingarinnar, þarsem þau vilja ekki skilgreina þaó hugtak nánar. Hins vegar eru (jölmargir sem sjá aó- eins Guð aó baki hinum æóri mætti og þekkja hann sem Jesú Krist og biója í heilögum anda, eins og Lúther kenndi, enda skírt fólk. Þessu fólki og trú þess vilj- um vió þjóna, við viljum hjálpa því aó styrkja sína trú því hún er greinilega mikil- vægur þáttur í þessu bataferli. Hvaðan koma ceðruleysismessurnar? Aó þessum guósþjónustum eigum vió fyrirmynd frá Svíþjóð. Þau þar eru þó greinilega að hugsa um fólk af öóum toga en vió erum aó mæta, þau eru að hugsa um róna, utangarðsfólk sem þekkir ekki kirkj- una. Þau reyna að hafa afskaplega lágan þröskuld inn í þessar athafnir og hafa lítið vió. Við gengum upphaflega út frá því líka en síóan sáum vió að þetta var sama fólkið, aó sumu leyti, og vió sáum á kirkjubekkjun- um á sunnudögum, og þetta fólk þoldi al- veg að syngja sálma og vera svolítió kirkju- legt. Trúlega erum við íslendingar því enn dálítió kirkjulegri en Svíarnir. Hvað eru messurnar búnar að vera lengi? Ég held að þetta sé búió aó vera nú í fimm ár, byrjuðum um haustið 1998, vió höfum verió einu sinni í mánuði, u.þ.b. tíu sinnum yfir árið, byrjum yfirleitt í septem- ber og erum fram í júní. Æóruleysismessan fór í gang á svipuóum tíma og Tómasar- messurnar sem eru seinasta sunnudag í mánuðinum og vió höfum reynt aó vera þriója sunnudag í hverjum mánuói og haft kvöldmessu. Hvað einkennir messurnar? Vió geróum okkur strax grein fyrir því að tvennt skipti ákaflega miklu máli, annars Æðruleysismessur eru fyrir fólk sem leitar bata og framfara í lífi sínu á vegum tólf spora - kerfisins. Vió megum ekki auglýsa eftir AA-fólki en það er það sem við erum að leita eftir, fólk sem hefur komið saman undir merkjum þeirrar hreyfingar og notar þessi tólf spor sem skilgreinda aðferð við að losna við áfengi og vímuefni úr lífi sínu. 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.