Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2002, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.11.2002, Blaðsíða 13
vegar fyrirbænaþjónusta og þess vegna þurfum við aó vera mörg, prestarnir. Vió höfum verió vió þetta fimm prestar mest og fengió stuóning frá leikfólki og djákna. Hitt atrióið var aó vió þurfum að hafa létta músík, þaó var mikió basl til að byrja meó en svo vorum vió svo stálheppin, og það var hrein og klár Guós handleiðsla, að vió feng- um þá bræður Hörð og Birgi Bragasyni og Onnu Sigríói Helgadóttur söngkonu til þess aó bera hitann og þungan af tónlistarmál- unum. Þau eru oróin hluti af ímynd æðru- leysismessunnar. Anna Sigga syngur bæói veraldleg lög og sálma og hefur mikla út- geislun og er einstaklega lífleg. Hún hefur tengt fólkió vió sig hlýjum böndum. Höró- ur er ákaflega fjölhæfur tónlistarmaður og Birgir bróðir hans fylgir honum fast á eftir. Síðan höfum við fengið gesti til að syngja og spila. Fólkió syngur mikið og tekur vel undir, það er mjög mikilvægt í stemmning- unni við æóruleysismessuna. En það sem gefur messunni gildi er að einhver kemur og segir frá reynslu sinni í baráttunni og þá finnum við að messan hefur gert sig. Þá er allt orðið opið fyrir hinu talaóa orði sem við höfum skipst á að prédika, prestarnir. Þar á eftir er fyrirbæn, fyrst almenn og síó- an er í flestum messum boðió upp á það að koma fram og þiggja fyrirbæn við altarió. Síóan biður presturinn bænar og blessar fólkið. Vió höfum talsvert notaó smurningu og fmnst okkur hafa ratað þar á heppilegt tákn um persónulega hlýju, umhyggju, bæn og blessun. Við notum hana ekki sem sakramenti, heldur lítum vió á þetta sem spenntar greipar, reykelsisilm eða kertaljós. Fólkið finnur ilm í lófa sér og mýkt löngu eftir að það er komió úr athöfninni og er þannig minnt á að það hafi hlotió blessun. Við höfum reynt aó vera til taks bæði fyrir og eftir athöfnina ef að fólk hefur viljað ræða við okkur og panta viðtöl. Form mess- unnar hefur alla tíð verið afar einfalt og hef- ur samanstaðið af reynslusögu, prédikun og fyrirbæn. Eins eru ákveðin innskot sem stjórnandi ákveóur aó koma með á sam- komuna. Stundum höfum við verið meö altarisgöngu og reynt að hafa dálitla til- breytingu. Hafið pið fýlgt messunum eftir á einhvern hátt? Það hefur tengst þessu kristilegt tólf spora-starf. Þá höfum vió getaó farið í gegnum sporin með þeim á hreinum kristi- legum forsendum. Þetta teljum við mikils virði og góða vióbót við fjölbreytileika kirkj- unnar. Sjálfir hafa AA-mennirnir svolítinn ímugust á þessu því þeir vilja allir aó sporin tólfveröi annaó en eign AA-hreyfingarinn- ar. Þegar þeir sjá aó vió breytum sporunum ekki í neinu heldur leggjum inn þá kristilegu trúarhugsun sem tengjast hverju spori þá róast þeir nú. Þetta er náttúrlega það sem hver gerir fyrir sig í vinnunni meó sporin tólf, að leggja inn þá trú og þann skilning sem viókomandi hefur. Þannig aó þetta er meinlaust hvaó það sjónarmið varðar en stórábatasamt fyrir kristna mannseskju sem hefur rataó í þessar raunir. Hvaða fólk hefur komið að pessu með pér? Þau sem hafa verió meó okkur í þessu eru sr. Karl V. Matthíasson, sr. Anna Pálsdóttir, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og núna seinast er kominn til liðs við okkur sr. Hjálmarjóns- 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.