Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2002, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.11.2002, Blaðsíða 21
 l1 \ —4 I ) \ inuy lLLcuajii^ Síóast, en alls ekki síst: Við fáum hvatn- ingu til aó halda áfram aó útbreióa fagnað- arerindi Jesú Krists meóal unga fólksins í samfélagi okkar. Reist verður KFUM þorp í Letna-garði í Prag. Þetta svæói er um tveggja kílómetra langt og einn kílómetri að breidd, nálægt Moldá, um fimm mínútur frá miðborg Prag. I einu horni þorpsins verður reist stórt svið og víðs vegar um svæðið verða um 800 önnur tjöld. Einhverjar uppákomur veróa svo á Gamla torginu, við Karlsbrúna og á fleiri stöóum víðs vegar um miðborg Prag. I KFUM þorpinu verður meóal annars boóið upp á: Lofgjörð, kapellur, internet, ,,chill“ svæði, ýmsar uppákomur og ræóu- menn. Daglega veróa í boói um 100 verkstæði (workshops) og málstofur um allt milli himins ogjaróar. Sýningarbásar verða fyrir aóildarfélög KFUM, kynning á verkefnum, upplýsingar um KFUM gistihús og tjald- svæói, hægt verður aó mynda samstarf vió önnur KFUM félög, kynning verður á sjálf- boóastarfi innan KFUM, kaffihús, veitinga- tjald, verslanir, banki, fréttamióstöó, kjör- búð og minjagripir. Á kvöldin verður meðal annars boðið upp á diskótek, kvikmyndahús, hljómsveit- ir, listviðburði og kabarett. Iþróttir skipa stóran sess á mótinu. Allir geta tekið þátt og haldnar veróa keppnir í nokkrum greinum en hér er ólympíski hátt- urinn hafður á, þar sem þáttaka er meira virði en sigur. Meðal þess sem veróur í boði er blak, úti- vist, tómstundasvæói, götu-körfubolti, fót- bolti, handbolti, ratleikur í skóginum, hjólabretti, hlaup, borðtennis, þríþraut, fiskveióar, sigling á kanó o.fl. o.fl. Allt þetta veróur í boói og margt margt margt margt fleira... Hefur þú efni á aö missa af þessu?!? Geturðu ímyndað þér stemmninguna aó borða morgunmat meó 8.000 öðrum KFUM-urum í Prag?!?! Ef þú hefur spurningar, fýrirspurnir eóa athugasemdir sendu þá íslensku undirbún- ingsnefndinni póst á prag2003@strik.is Eg vil bjóða öllum þeim sem verða orón- ir 18 ára aó fylkja liði og koma meó mér til Prag. Stemmningin veróur gríðarleg! ís- lenska undirbúningsnefndin ákvað að setja aldursmörkin við sjálfræðisaldurinn því all- ir sem eru undir 18 ára aldri þurfa aó hafa meó sér leiótoga á mótió. Og verðið... 280 Evrur fýrir þá sem eru 19 ára og eldri (fædd fýrir 3. ágúst 1984). 215 Evrur fýrir þá sem eru yngri en 19 ára (fædd frá og með 3. ágúst 1984) Innifalið í verðinu er gisting í ágætis her- bergi á stúdentagöróum, þrjár máltíðir á dag, öll dagskrá mótsins, tímarit sem búió veróur til fýrir mótió, miöi í almennings- samgöngur borgarinnar, tónleikar og fleira. Eg veit að þetta er ekki spurning um HVORT þú ætlar aó skrá þig heldur HVENÆR. Af því tilefni vil ég geta þess að því fýrr sem þú skráir þig, því betra vegna þess aó síðasti skráningardagur er 19. des- ember. Ekki gleyma því! Skráning fer fram á netfanginu: prag2003@strik.is Kíktu líka inn á heimasíóuna: www.2003.eay.org Jóhanna Sesselja Erludóttir er alpjóðafulltrúi KFUM og KFUK. 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.