Bjarmi - 01.11.2002, Blaðsíða 25
Fjöldi unglinganna hélt áfram aó aukast
og að lokum sprengdi unglingastarfið utan
af sér húsnæði kirkjunnar. Þetta varð til
þess að starfsemin var flutt til Willow Creek
kvikmyndahússins, sem var leigt um helgar.
Það gat tekió 970 manns í sæti. Vörubíl
fullum af hátölurum og öðrum tæknibún-
aði var ekió þangaó klukkan (jögur á hverj-
um sunnudagsmorgni. Síðan tók við mikil
vinna við aó setja allan búnanðinn upp.
Þetta var gert á hverjum sunnudagsmorgni
í fimm og hálft ár og síðan þurfti að taka
allt saman þegar guðsþjónustunni var lok-
ið. Leiklistarhópur mætti kl. sex á æfingu og
til hljóðprufu. Síðan hófst guðsþjónustan
kl. níu þar sem allir gerðu sitt besta. Vel
undirbúin margmiðlunarsýning var hluti af
dagskránni, ritningarlestur og prédikun.
Flutningurinn til kvikmyndahússins var
stórt skref og Bill Hybels, sem var aóeins 23
ára, og vinur hans gerðust persónulega
ábyrgir fyrir greiðslu húsaleigunnar.
Vióhorfskönnun
Fólk á þessu svæói stundaói að jafnaói ekki
kirkjugöngur og því gerói Bill og nánasta
samstarfsfólk hans könnun á því hvers
vegna svo væri. Gengið var í hús og spurt
hvort viðmælendur sæktu kirkju. Svarió var
yfirleitt nei. Þá voru þeir spuróir hvort þeir
vildu segja ástæðuna. Svörin féllu í fjóra
flokka.
1. Kirkjan höfðaði ekki á neinn hátt til dag-
legs lífs.
Dæmigert svar var á þessa leið: „Hjóna-
bandið mitt er í miklum vanda. Ég hef ekki
stjórn á elsta syni mínum. Eiginmaóur
minn getur ekki sýnt börnunum kærleika.
Ég er að missa vonina og veit ekki hvað ég
á aó gera. Stundum langar mig til aó binda
endi á þetta allt saman en er hrædd við
dauðann. Aóur fýrr taldi ég að Guð gæti
25