Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 12
8 Heima er bezt Nr. 1 Hreindýr. með veiðina og flýttum okkur að gera til dýrin sem lágu og komast til hesta okkar, og náð- um við síðan háttum heim um kvöldið, og urðum mjög hvíld- inni fegnir. — Þolinmæðin þrautir vinn- ur allar, segir eitt máltækið. Og svo fór einnig í þetta sinn. X. Veiðileiðangur á sumri. Sumar eftir sumar hafði mig langað mjög til að fara á hrein- dýraveiðar að sumarlagi, en gat aldrei fengið mig til þes's vegna sláttarins, því að ég vissi, að pabbi mætti ekki missa mig frá honum. En loks fór þó svo, að ég gat fengið mann til að vera fyrir mig, á meðan ég færi í eina veiðiferð. Þetta mun hafa verið sumarið 1900. Ég lagði nú af stað síðast í júlí til þess að verða kominn inná Vesturöræfi þann 1. ágúst, því þann dag var friðuninni lok- ið, og voru dýrin ófriðuð þaðan af til áramóta. Ég var vitanlega ríðandi og með 3 reiðingshesta. Fór ég fyrst norður að Skjögra- stöðum, og slóst þar í för með mér Jón Þorsteinsson með 2 reið- ingshesta. Hann var þá búandi þar. Síðan héldum við að Kleif í Fljótsdal. Þar bættist Þórarinn Ketilsson í för með okkur, að minnsta kosti til Aðalbóls, og er við komum upp á brúnina fyrir ofan Kleif, varð þar fyrir okkur á bjarginu kind á þremur fót- um. Hafði hún einhvern veginn misst einn fótinn, sennilega fót- brotnað, en ekki náð að brasa saman, og síðan orðið illt úr og þannig misst fótinn. Þessi kind kom að um haustið, og var þá talið víst, að við hefðum skotið fótinn undan henni á dýraveið- unum. Við héldum nú áfram að Aðal- bóli, og bættist þar við til far- arinnar Elías Jónsson ábúandi þar og hreindýraskytta með 3 reiðingshesta. Höfðum við þá alls 10 hesta undir klyfbera, og vitanlega vorum við allir á gæð- ingum, en þó ekki nema einn hver. Nú var haldið á stað um Hrafnkelsdal, en þegar inní Tunguna kom, skiptum við liði. Fóru þeir Jón og Þórarinn með reiðingshestana til ákveðins staðar um kvöldið og áttu að tjalda þar og taka síðan á móti okkur Eliasi með brennheitu kaffi og brennivíni, áður en setzt væri að snæðingi. Við skildum nú, og létum við Elías gamminn geisa, þar sem því varð við komið, og ræddum um daginn og veginn, þótt ekki kæmist það í útvarpið, enda veit ég ekki, hvort nokkurn íslend- ing hefur þá verið farið að dreyma um útvarp hér. Var ferð okkar Elíasar heitið inn í svo- nefndan Háls, ofarlega með Jökulsá á Dal að sunnanverðu. í honum eru fallegar öldur með grösugum sléttum á milli, og ekki óbyggilegt, þótt langt sé frá byggðinni, og kuldalegur jökla- jöfurr upp undan, bringubreið- ur, ekki síður en máninn í aug- um skáldsins frá Sandi. Erindi okkar í Hálsinn var að leita að höltum hreintarfi, sem þar hafði sézt um vorið, og vorum við Elías með fá skot í vösum til þess að gera hann óhaltan með, ef hann bæri fyrir okkur. En svo varð nú ekki, og bjuggumst við þá ekki við að sjá önnur dýr. Við héldum nú áhyggjulausir inn Háls, og ætluðum að flýta okkur í tjaldstað, áður en myrkva tæki. En allt í einu sjá- um við hornagarð á hreindýrum niðrundir Jökulsá ofan við eyr- ar, sem þar eru með ánni. Við stigum þegar af baki og gripum til rifflanna og skotanna, bund- um saman hestana og læddumst áleiðis til hornagarðanna. Þegar nær kom, sáum við að þarna lágu 7 tarfar stórir og föngulegir, en undir barði, svo að slæm var aðstaðan að skjóta til þeirra, og einnig nokkuð langt. Samt voru nú dregnir upp rifflarnir og skotið til tarfanna. Þeir spruttu upp við hvellinn, en hreppti ekki, svo séð væri. En það vildi til hjá Elíasi, að patrónan fór í tvennt, og sat stúturinn fastur í rifflinum, er hann dró út afturhlutann af henni. Skildi þar með okkur Elíasi, með því að hann var að reyna að ná stútnum úr patrónu- stæðinu. Ég fór nú á eftir dýrunum og skaut eitt stórt, og síðan annað og elti þau ennþá lengra. Síðan særði ég alvarlega það þriðja, en þá voru líka skotin þrotin. En þá hlupu öll þessi 4 dýr sem eftir voru, uppá melbungu og stóðu þar hhð við hlið andspænis mér á 50 faðma færi. Ég miðaði tóm- um rifflinum á þau og tók í gikkinn, en ekkert heyrðist, og dýrin hurfu síðan út í kvöld- rökkrið, en ég stóð eftir sem steini lostinn, gremjufullur yfir að hafa ekki haft fleiri skot og

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.