Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 13
Nr. 1 Heima er bezt 9 geta ekki einu sinni náð þeim særða, en við þetta varð að sitja. Ég fór nú að leita tjaldsins, og gekk mér illa að átta mig á því, hvar ég væri staddur, því aldrei hafði ég áður komið á þessar slóðir, og auk þess hálf skugga- legt um að litast. Samt tókst mér nú að finna tjaldið, og voru þar allir félagar mínir saman komn- ir og tóku á móti mér fegins hendi Ég var fremur fáorður við þá, því bæði var ég þreyttur og þungt í skapi út af viðskiln- aði mínum við dýrin. Eftir hress- ingarnar sofnuðum við fljótt, en ég vaknaði með afturbirtu og læddist út úr tjaldinu frá félög- um mínum sofandi, og sennilega hrjótandi, þótt ég minnist ekki, að svo hafi væri. Ég fann skjótt særða dýrið, og hafði það fundið tjörn og stóð í henni upp á síður til að svala þjáningum sínum, því það var gegnum skotið aftan við þind- ina. Ég var fljótur að binda enda á allar þjáningar þess með kúlu í ennið, gerði því síðan gott og tók með mér hausinn, sem var gríðarlega stórhyrntur. Þegar ég kom aftur til tjalds- ins með sólaruppkomunni, voru þar allir enn sofandi. Ég barði þá svo upp með blóðugum hausn- um og sagði þeim, að þetta væri nú mín morgunverk, meðan þeir svæfu á kodda andvaraleysisins, og dýrin léku sér umhverfis tjaldið og gerðu jafnvel gys að þeim. Félagar mínir vöknuðu við vondan draum og skildu ekkert í þessu hvorki til né frá, fyrr en rann af þeim svefnvíman, og ég sagði þeim hreinskilnislega, hvernig í öllu þessu lá, og fór þeim þá að líða betur. Síðan var morgunverður snæddur með kaffinu og skipulagt, hvernig deginum skyldi varið. Jón Þorsteinsson var gerður út gangandi sem njósnari, en þó með skó á fótum. Átti hann að fara uppundir Snæfellsrætur að norðan og innundir Fitjahnúk að leita að dýrum eða dýraslóð- um. Síðan átti hann að hitta okkur um kvöldið í hólum nokkrum niðrundir Jökulsánni skammt þaðan, sem hún kemur undan Jöklinum. Áttum við hin- ir að taka tarfana 3, sem ég skaut daginn áður og koma þeim í leið fyrir okkur í bakaleiðinni, og fara svo með hestana inní fyrrnefnda hóla að kvöldi, og gekk allt þetta fremur greiðlega. Settum við síðan upp tjald okkar í hólunum, og þangað kom svo Jón Þorsteinsson seint um kvöldið, mjög dasaður eftir gönguna um daginn. Sagði hann okkur þær fréttir, að ekkert hefði hann dýrið séð, en glæ- nýjar slóðir eftir breiðu, sem ekki myndi vera langt undan. Kom nú í okkur mjög mikill spenningur við tilhugsunina um næsta dag, og sofnuðum við seint. Mér þótti hólar þessir mjög einkennilegir. í þeim voru kaf- loðnar töðubrekkur, svo að tún gerast ekki betri í byggðinni, og má því geta nærri um líðan hestanna, enda voru þeir þar mjög spakir. Hólar þessir eru ekki mjög víðáttumiklir, en þétt- ir og talsvert háir sumir hverjir, og hefur Jökullinn einhverntíma fyrrum haugað þeim upp með því að ýta á undan sér jarð- skorpunni og skilja síðan eftir, er honum þóknaðist ekki að halda lengra að sinni. Fyrir inn- an þá eru sléttir sandar, og á þeim sáum við slóðir eftir 3 hesta, og höfðu sennilega ein- hverjir farið þarna um ekki alls fyrir löngu, þótt ekkert spyrðist til þeirra.... Nokkuð útá Kringilsárrana voru einnig háir hólar, sem Jök- ullinn hafði skilið eftir fyrir fá- um árum, er hann skreið út Ranann, en var nú tekinn að fjarlægjast aftur.1) Um morguninn vorum við snemma á fótum, tókum riffla okkar og skotfæri og lögðum á stað gangandi. Þegar við höfð- um gengið um hríð, sáum við dýrabreiðu á stórum flóa, um 70 dýr alls. Gátum við ekki komist nálægt þeim eða nær en á að gizka 170 faðma færi, og skutum við til þeirra, og lá mitt dýr, en breiðan brá skjótt við og stefndi inn og ofan til Jökulsins. Skaut þá Elías eitt dýr á löngu færi. Síðan voru þau algerlega horfin okkur. En nokkru síðar komu þau upp utan við Fitjahnúkinn, og skutum við Elías nokkur dýr og á eftir þeim upp á hnúkbrún- ina, og féllu einnig þar dýr. Síð- an skiptist hópurinn í tvennt og hurfu okkur á ný. Þeir Jón og Þórarinn áttu nú að geta til dýr- in uppi á hnúknum, en við Elías *) Þetta eru hinir svonefndu Hraukar eða „Töðuhraukar" í Rana eftir jökui- hlaupið 1890. Sbr. frásögn í A hreindýra- slóðurn bls. 26—30 og víðar. — H. V.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.