Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 32
28 Heima er bezt Nr. 1 Björnstjerne Björnson þurklegur himinn, spáandi heit- um degi. Dagurinn leið, þögull og ann- ríkur, senn er komið kvöld. Blá móða sveif yfir landinu, mjúk og gegnsæ. Glitfögur fiðrildi svifu milli blómanna í hunangsleik. Svöl vestankylja streymdi yfir grundina og þrestir kváðu í runni. Jón Skæringsson hafði skarð- að ljáinn sinn og beit orðið illa. Hann teygði úr lerkuðum búknum, sló úr ljáinn og settist við að dengja. Bústýran hafði lokið við að dreifa úr múgunum. — Samt hafði ég að gelda þig, sagði hún og leit hróðug til hans. — Þetta kalla ég ekki geldingu, sagði hann og grúfði sig yfir ljá- inn. Hún var glettnisleg til augn- anna og til í tuskið. — Hvaða ósköp ertu hnugg- inn? spurði hún. Það er ekki einu sinni hægt að koma þér til að brosa. Hún fleygði frá sér hrífunni, tók fangfylli af grasi og sáldaði yfir höfuð hans. Hann saup ákaflega hveljur, spratt á fætur og hugðist að hremma hana. Ákafur eltingarleikur hófst nú milli þeirra um grundina. Þau hlupu í hring eins og krakkar í stattu, hann með hausinn undir sér, hún hnakkakert eins og ung hryssa. Þau voru glettin, hlógu og eggjuðu hvort annað. — Þú skalt aldrei ná mér! hrópaði hún. Fyrr skal ég hlaupa strípuð. Hún bar fæturna ótt og títt, rak hnén út í pilsið, sem var í þrengra lagi. Hann rann á hæla henni, skrefdrjúgur eins og Maraþon- hlaupari. En hún var ákveðin í að hita honum í hamsi, smellti frá sér pilsinu og skildi það við sig. Blár strókur stóð fram úr nösum hennar og barmurinn gekk upp og niður af mæði. Svo gafst hún upp, snöggt og óvænt, fleygði sér niður í grasið, andstutt, heit. Hann kastaði sér niður við hlið hennar, móður og másandi. Nokkra stund lá hann kyrr, Margar sögur eru til um hið fræga, norska skáld, Björn- stjerne Björnson. Hinn kunni forstöðumaður Gyldendals bóka- verzlunar í Kaupmannahöfn, Frederik Hegel, hafði mikil skipti við Björhson, og segir nokkuð frá viðskiptum sínum við skáldið, í sjálfsævisögu sinni, sem kom út fyrir nokkrum ár- um. Er eftirfarandi tekið eftir þeirri bók. Sagt var, að Björnstjerne Björnson ætlaði eitt sinn að ferðast einn til Parísar, en sennilegt er það þó ekki, og það fylgdi sögunni, að Karólína væri hrædd um hann fyrir kvenfólk- inu. Hún sagði um leið og hún kvaddi hann: „Ég ætla að segja þér það, Björnstjerne, að ef þú verður mér ekki trúr, vil ég ekki lifa lengur. Þegar ég fæ að vita eitthvað i þá átt, hoppa ég út um gluggann." — Björnson ætl- aði að vera 14 daga í ferðinni, en heimkoman dróst í 6 vikur. Þá er hann kom heim, steig hann þögull inn fyrir þröskuld- inn, horfði alvarlegur á Karó- línu og sagði: „Hoppaðu út, Karólína!“ áræddi ekki að snerta hana, góndi upp í hvítskýjaðan himinn og lét húfu sína slúta. Hún færði sig nær honum, kankvís á svipinn, sleit upp strá og boraði í eyra hans. — Hættu þessum fjanda, sagði hann argur. En hún hætti ekki. Þá teygði hann sig til hennar, kippti henni að sér, ,allt að því harkalega. — Á ég að smella á þig einum? Þögn. Það var hlátur í augum henn- ar, blíður, ástleitinn. Varirnar stóðu hálfopnar og hún vætti þær með tungunni. Þá óx honum ásmegin, lagði arminn yfir herðar henni, beygði sig að henni, kyssti. Sólin var löngu gengin til við- ar, loks er þau risu á fætur. Hún rétti honum hönd sína, og þau leiddust heim að bænum. Þegar Noregur skildi við Sví- þjóð 1905, var eðlilega ekki um annað rætt í Noregi. Mikkelsen forsætisráðherra var aðal-leið- togi þjóðar sinnar, en Björnson kom þar ekki við sögu. Það gramdist honum og hann sendi Mikkelsen svohljóðandi sím- skeyti: „Nú er um að gera að halda saman. Björnstjerne Björnson.“ En Mikkelsen óskaði auðsjáanlega ekki hjálpar úr þessari átt og sendi skeyti um hæl: „Nú er um að gera að halda kjafti. Mikkelsen.“ Á yngri árum sínum hélt Bj örnson ótalmarga fyrirlestra víðsvegar um Danmörku. Hann gaf út bók, er hann nefndi „Einkvæni og fleirkvæni“ og hélt marga fyrirlestra um þetta efni. Hann lagði, í fyrirlestrum sínum, mikla áherzlu á, að mað- urinn, sem og konan, ættu að lifa í fullkomnu skírlífi, þar til þau gengu í hjónaband. Eitt sinn, það var í Slagelse á Sjá- landi, lagði hann sérstaklega mikla áherzlu á þessa kreddu sína. Þá stóð maður meðal á- heyrenda upp og spurði, hvern- ig þessu hefði verið farið um fyrirlesarann sjálfan. Hvort hann hefði lifað samkvæmt kröfu sinni um skírlífi, áður en hann gifti sig. Allir hlustuðu í spenningi. Björnson rétti úr sér, hvessti augun á fyrirspyrj- andann og svaraði með þrumu- ráust: „Maður minn! Þegar ég gifti mig, voru engar slíkar kröf- ur fram komnar. Þær komu seinna.“ Björnson var eingiftur — giftur Karólínu. Sagt hefur ver- ið, að hann hafi eitt sinn hróp- að í örvæntingu: „Á ég alltaf að vera giftur Karólínu!" Eftir dauða Björnstjerne Björnson var hann jarðaður í Osló með mikilli viðhöfn, en ekki var þó laust við, að gagn- rýnin léti á sér bæra. Nokkrir menn í Osló sögðu, að hann hefði átt að vera brenndur á báli eft- ir fornaldarvenjum Norður- landabúa, og allir lærisveinar hans hefðu átt að fylgja hon- um á bálið! Björn, sonur Björnstjerne,

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.