Heima er bezt - 01.01.1955, Qupperneq 26
22
Heima er bezt
Nr. 1
sálarinnar og seinkað framför
heimsins, er það hefur lagt ok
sitt beinlínis á skynsemi og sam-
vizku og hefur haft guðs nafn að
skálkaskjóli heimsku eða hrekk-
vísi.“
Langa frjádag.
Um dauðann:---------— „Ekki
mun holt að deyja með hatur í
hjarta, og ekki mun það góður
förunautur yfir í hinn heiminn.“
— — „Ef þú ert hniginn á efra
aldur og það verða hinir yngri
menn, sem gráta yfir þér, þá
sæmir að sýna, að þú sért ekki
hafir eitthvað heyrt og séð um
dagana, eitthvað reynt og eitt-
hvað lifað frekara en þeir; þér
sæmir að sýna, að þú sér ekki
óuppfræddur, ekki hugsunarlaus,
ekki stefnulaus, enginn leik-
soppur í hendi forlaganna, ekki
óviðbúinn þeim degi og stund.“
Fimmta sunnudag eftir þrenn-
ingarhátíð..
— — „Framfaraleysi í einu
mannfélagi er ófyrirgefanlegur
hlutur, og þess vegna óþolandi,
og kemur það beint af því, að
það stríðir á móti guðs og manna
lögum. Maðurinn er skapaður til
framfara, til óendanlegra fram-
fara og fullkomnunar, og ef
nokkur hrópandi rödd er sterk,
ef nokkur reiðarþruma lætur til
sín heyra, þá er það sú, sem kall-
ar eigi aðeins af himnum ofan,
heldur frá einu skauti j arðarinn-
ar til annars og segir: Áfram,
áfram!------Framför er lögmál
vort og rétta eðli, skylda vor,
ákvörðun vor og sjálft vort sanna
líf. — — Það mannfélag, sem
misskilur eða vettugi virðir
þenna hæfilegleik eða fylgir
honum ekki af alefli fram, það
misskilur lífið frá rótum og
hlýtur að leiða bölvan yfir sig
og eftirkomendur sína.“
Níunda sunnudag eftir þrenn-
ingarhátið.
Urp menntun:-----------„Hvað
er þá það, sem að réttu má
menntun kalla? Vér segjum þá
fyrst: Menntun er ekki þekking
eingöngu, ekki samvizka ein-
göngu og ekki vilji eingöngu,
heldur er menntun jafnhliða
vöxtur og framför allra sálar-
krafta, skynsemi, samvizku og
vilja. Fari þetta ekki allt sam-
an, nái sálin ekki að menntast á
allar hliðar jafnt, þá fáum vér
hálfgjörvinga af mönnum, og
getum meira að segja fengið and-
lega vanskapninga, sem þrátt
fyrir mikla uppfræðing og
margra ára nám verða lítt nýtir
sjálfum sér og öðrum.“------
Tíunda sunnudag eftir þrenn-
ingarhátíð.
Þannig lítur hann á vanann:
-----„Hvað er það annað en
vaninn, hvað er það annað en ok
og ofríki vanans, sem heldur
mönnum og þjóðum hreyfingar-
lausum í sömu sporum, ef til vill
öld eftir öld?-----Ég vil hafa
manninn frjálsan og óháðan.“ —
Og síðar í sömu ræðu: „Enginn
hlutur gengur erfiðar í heimi hér
en að afla þekkingar, og þekking,
sönn þekking, reynist að vera
einn hinn langdýrasti hlutur,
sem til er.“
Einnig í sömu ræðu: — „Þegar
næst kemur kornskurðartími og
siðabót, sem óumflýjanlega hlýt-
ur að verða, þá mun villum
fækka enn meir og sannleikur-
inn skýrast enn betur. Ekkert
verður gjört í þeim efnum, fyr
en hinir réttu kornskerumenn
koma. Þar til duga ekki kveifar-
menni eða jábræður veraldarinn-
ar. Nei, það verða að vera harð-
skeyttir menn með sigð í hönd-
um, og hafa þor til að beita sigð-
inni. Hvorki mega þeir óttast
hótanir yfirvaldanna né heigul-
skap alþýðu; þeir verða að vera
undir það búnir að standa ein-
ir uppi síns liðs, ef á liggur.“ Og
enn segir hann í sömu ræðu:
-----„Ef þú þar á móti eignast
sannleika, ef einhver nýr sann-
leiki — hann má auðvitað vera
gamall í sjálfum sér, það nægir,
ef hann er þér nýr — en ef ein-
hver nýr sannleiki, segi ég, birt-
ist og rís upp kröftuglega í sál
þinni, þá hefir sál þín þar fund-
ið óendanlega auðlegð.------Og
þessi eini mikilvægi sannleiki
skal yngja þig upp allan.“
Og að síðustu í sömu ræðu: —
— „Hann meistarinn tók ung-
börnin sér í faðm og vafði þau að
sér og blessaði þau„ og fann ekk-
ert út á þau að setja, heldur
sagði, að slíkum heyrði guðs ríki
til. '
En hún, kirkjan, sem kveðst
Vera lærisveinn þessa hins mikla
meistara, hún ber þá kenningu
fram opinberlega, að ungbörnin
séu djöfulóð komin frá móður-
lífi. Ég fæ ekki betur séð, en að
hver rétt hugsandi maður hljóti
að verða, ef ekki sturlaður yfir
þvílíkri kenning, ,þá samt bæði
hryggur og forviða.“
Þrettánda sunnudag eftir þrenn-
ingarhátíð.
„Þegar vér skoðum hinar ýmis-
legu tegundir af kúgun, sem
mannkynið hefir mætt og það í
kristninni sjálfri, þá mun fátt
hryggilegra bera fyrir augun en
hið almenna ástand mannlegrar
skynsemi. Vér hittum alstaðar og
í öllum stéttum menn, sem hafa
glatað frelsi og krafti hugsunar-
innar, hverra trú, ef nokkur er,
þá er hún háð mönnum og tím-
um, menn segi ég, sem aldrei á
ævi sinni hefir hugkvæmst, að
þeir þyrftu að leita sannleikans.“
Eins og sjá má af þessum fáu
setningum, sem hér eru birtar úr
ræðum séra Páls, þá hefir hann
verið sannur umbótamaður og
unnandi alls frelsis og framfara,
mannúðar og menntunar, bæði á
verklegum og andlegum sviðum.
Á dögum séra Páls var ritað
mál meira og minna dönskuskot-
ið og knúsað, hjá flestum emb-
ættismönnum þess tíma. En í
þessum ræðum streymir málið
fram, létt og eðlilega, eins og tær
lind.
Jóh. Ásgeirsson.
Efnilegur snáði
Sonur okkar, tólf ára gamall,
var hræðilega skeytingarlaus í
peningasökum. Við, foreldrar
hans, urðum ásátt um, að nauð-
synlegt væri að koma honum í
skilning um þýðingu peninganna.
Því skipuðum við honum að
halda nákvæma skýrslu yfir
tekjur og gjöld, og hvað hann
gerði af vasapeningunum sínum.
Kvöld eitt, er hann var önnum
kafinn við að reikna út, sagði
hann allt í einu: „Veiztu það,
mamma, að síðan ég fór að skrifa
allt niður, hugsa ég mig vel um
áður en ég kaupi nokkuð." Ég
varð ánægð yfir þessum góða ár-
angri af uppeldisaðferð okkar og
Frh. á bls. 29