Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 21
Nr. 1
Heima er bezt
17
Geitaskarð.
ferð„ búinn fallega bryddum, ís-
lenzkum leðurskóm, með buxur
girtar í sokka niður. Sá búning-
ur var snotur og hentugur þá.
Nú birtist þessi bóndi mér, að
vísu við hátíðlegra tækifæri en
fyrr greinir, svo hámóðins að
búnaði, sem klipptur væri úr
tízkublaði, eða heilsteyptur
borgarbúi. Fínfataður, vestis-
laus, hvítskyrtaður, með flak-
andi hálsmál. Þessi nýtízku bún-
aður bóndans úr framdalsbotni
var mér frekar til geðfeldni, að
öðru en því, að illa féll mér vest-
isleysið. Það er skrambans leitt
að týna niður vestinu frá hinum
fallega evrópska jakkafatabún-
aði. Það má helzt ekki henda
heiðarlegan dalbónda ná breið-
byggðarbúa.
Ýmislegt sá ég og heyrði í
þessari för, er vert væri á að
minnast, en skal aðeins drepa á
til viðbótar því ofangreinda, að
yfir Svartá sá ég byggða ein-
hverskonar hengibrú — byggða
úr stálvír, steinlími og timbri.
Það hafði gert einn bústærsti
dalbóndinn, hann nytjar tvær
stórjarðir sitt hvoru megin
Svartár; nú var áin honum,
heimaliði hans og fénaði ekki
lengur farartálmi. Þessi bóndi
hafði aldrei á þeim skólabekk
setið, er verkfræðingar nema
sína útreikningakúnst; samt
hafði hann borið sigur af hólmi
í viðskiptum við árflauminn
þarna.
Er ég steig upp í heimferðar-
bíl, hvarflaði hugur minn glað-
ur að því, hve vel og drengilega
þessu dalafólki hefði tekizt á síð-
ustu stund að tjá þessum horfna
stéttarbróður og heiðursmanni
þakkir sínar, virðingu og hlý-
hug, gamla bóndanum, er dal-
moldin hlúði nú að með mjúk-
um höndum.
Réttardagur.
Það munu orðin tíu ár síðan
ég hef komið í þessa háfjalla-
rétt — Krapatungurétt — né
nokkra aðra fjármarga skilarétt.
Nú réðist það svo, að ég hafði að
mér tekið fyrir syni mína að reka
ásamt afbæjarmönnum úrtýning
frá heimalandasmölunum Mið-
Langdælinga — reka hann til
Skrapatunguréttar. Ég var fús
þessarar farar, vissi að hún
myndi rifja upp fyrir mér gaml-
ar, skemmtilegar réttardaga-
minningar, þegar ég, fjármargur
bóndi, sótti þessa skilarétt og
stiklaði um réttarveggi og sagði
vinnumönnum fyrir um fjár-
dráttinn; hitt skipti ekki máli,
þótt ég nú ætti enga kindar-
klauf, því það var alltaf hægt að
lifa sig inn í liðna tíma og látast
vera maður með mönnum á yfir-
standandi tíð.
Eins og aðra haustmorgna
rann dagur hljóðlátt úr skauti
nætur þennan réttardagsmorg-
un. Ég var fetilviss og ferðbúinn
árla, er afbæjarmenn komu til
rekstrar. Við stefndum rekstrar-
för í norðaustur til fjallanna.
Veðurútlit var með úrgum svip
og tvíræðum — óvíst hvernig úr
réðist á dagmálum. — Svo fór, að
þá norðar dró til fjallanna skall
yfir bleytuhríð með roki. Hund-
arnir gjömmuðu, hestarnir
beittu hnakka í veður, fjárrekst-
urinn seig hægt áfram gegn ill-
viðrinu. Ég fór að velta því fyrir
mér, hvort þetta fjandsamlega
veður háfjallanna ætlaði nú að
kremja úr mér gömlum og gam-
alvönum illviðrasegg líftóruna í
réttarför. — Það kom ekki til
mála, því nú fann ég, að ennþá
týrði einhversstaðar innra með
mér svolítið af dug og karl-
mannslund, enda kappverjaður
hið ytra gegn vosi og hreggi. Reið
léttstígum, geðfelldum klár,
hafði svolítið víntár í vasaglasi
og þarna á aðra hlið við mig reið
björt og blikeyg heimasæta frá
næsta bæ; sú var í hópi rekstrar-
liðs. Skárri væru það nú fjand-
ans ámátlegheitin í mér, stæðist