Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 31
Nr. 1 Heima er bezt 27 Magnús Jóhannsson, Hafnarnesi: í GRÓANDANUM SMÁSAGA Jón bóndi Skæringsson hafði mikla slægju að baki sér, þegar bústýran kom kjagandi út á teiginn með frúkostinn. Þau settust hvort á móti öðru í grasið, og hún breiddi úr svuntu sinni á milli þeirra, lagði á brauðdiskinn og bollann. Augu hennar véku aldrei af honum, mændu á hann heit, næstum biðjandi. Hann fór allur hjá sér, roðn- aði og varð í vandræðum með lúkurnar á sér. Þessi eldur, sem brauzt út í hörund hans, var sosum ekki nýkviknaður. í heil- an mánuð hafði hann ólgað, oll- ið óróa fyrir brjóstinu. Augu hans hafa skynjað fersk- leika konunnar. Undarlegur skratti, eftir öll þessi ár. Þau hafa þó sofið í sama her- berginu, aðeins seilingarlengd milli rúmanna. Hann hafði heyrt hana bylta sér undir sænginni, andvarpa þunglega.einsoghenni liði ekki vel. Kannske var hún þreytt, sosum furðulaust eins og manneskjan hamaðist við hey- skapinn. Hann hrekkur upp úr hugsun- um sínum við rödd hennar. — Þá fer nú að styttast veran mín hér. Hefurðu reynt að fá þér kven- mann? — Hva, ertu að fara frá mér, Dagga? spurði hann og varð svo mikið um, að hann dembdi nið- ur á sig kaffinu. — Já, ég er að fara, sagði hún. — Hvert? spurði hann. — Til Reykjavíkur, sagði hún, greip upp strá, stakk upp í sig og tuggði. — Mér hefur boðist vist þar, sjö hundruð krónur á mán- uði, frí tvisvar í viku. Hún starði á hann, beið eftir svari. En hann góndi bara út í blá- inn, þögull, hjárænulegur. — Það gengur ekki að vinna álltaf kauplaust, þræla sér út eins og húðarklár og vera drepin fyrir aldur fram. Það þyrmdi yfir honum. Him- ininn tapaði bláma sínum og það var eins og vorgróðurinn sölnaði. En hvað allt verður snautt, þegar hún er farin. Húsið fúlt eins og fangaklefi og rúmið hans óuppbúið á hverju kvöldi. Hann yrði sjálfur að malla ofan í sig. Það verður auma lífið. Þessir kaupstaðir með sína verðbólgu lokka alla til sín. Menn sáu ekki annað en þennan stjórnlausa peningaflaum, töluðu ekki um annað en frí, veltu sér í synd og sjálfræði eins og engin lög væru til. Og nú var hún að fara í þessa Babýlon. Það verður ekkert smáræðis kaup, sem hún heimtar og allt í nútíma verðgengi. Það mátti so- sum heyra í henni andann, sjö hundruð krónur og frí tvisvar í viku. Jón Skæringsson fór að leggja saman í huganum, margfalda og deila og útkoman var svo há, að ekki var laust við að hann svim- aði. Það verður ekki úr því að ég leysi úr Farmalinn. Bölvaður dyntur gat hlaupið í stúlkuna. Það hafði þó ekki væst um hana á Grund, enginn hörgull á neinu og hún gat lifað og leikið sér eins og hana lysti. Nei, hann gat ekki séð á eftir henni suður, ómögulega. En hvernig átti hann að koma í veg fyrir það? Bjóða henni sama kaup og fyrir sunnan? Nei, fari í helvíti. Þá væri betra að auglýsa allt heila kramaríið til sals og fara í vinnumennsku. Hann fékk sér upp í sig, tuggði í gríð og ergi, dimmur á svipinn. Svo var eins og hann kipptist til, líkt og undan kitlum, leit laumulega til kvenmannsins, gljáeygur og dálítið rjóður kring- um kinnbeinin. Biðja hennar. Reynandi að nefna það við hana. Það verður þá aldrei nema nei sem hún segir, og slíkt er ekki að taka nærri sér, því margur fer bónleiður af kvennafundi. Ef hún tæki honum, væri það að slá tvær flugur í sama högg- inu. En hvernig átti hann að hefja bónorðið? Ganga til hennar og spyrja: Viltu ekki ganga sömu götu og ég, eða eigum við að slá til? Nei, slíkt var of gamaldags. Hún myndi bara hlæja að því. Það var víst þetta þukl og fálm, kossar og daður, sem þær tóku gott og gilt nú til dags. Menn þurftu víst að ganga í hnésíðum jökkum, sperðilsmjó- um buxum með stælbindi, japl- andi tyggigúmmí, til þess að ganga í augun á kvenfólkinu. Fjandakornið sem hann færi að leggja sér þann skratta til munns. Það varð þá að hafa það, þó að hún fúlsaði við honum. En var Dagbjört þannig? Hún var skrambi mikið farin að semja sig að þeirra siðum, sér- staklega í seinni tíð, málaði sig skolli þétt og hafði jafnvel þetta dótarí með sér út á teiginn. Fyrir hverjum var hún að halda sér til? Ekki vissi hann til þess, að hún væri í þingum við pilta, enda strjálbýlt og fátt um samkomur. Þetta ekki sen helvítis máln- ingarvesen fór í taugarnar á honum, gerði hann tortrygginn, já, nær því afbrýðissaman. Gerðarleg var hún, forkur dug- leg og búkona. Jón Skæringsson strengdi þess heit að vera búinn að festa sér konuna áður en sól þessa dags rynni til viðar. Hann stóð á fætur, rykkti upp orfinu, hvatti spíkina og var ekki einhamur við sláttinn. Hviss, hviss, hvein í ljánum, er hann skáraði völlinn. Safaríkt grasið hlóðst í þykka múga og slægjan óx. Að baki hans özlaði bústýran, heit og rjóð, veifandi hrífunni sólbrúnni hendi. Hún hafði fleygt af sér treyj- unni og var hálfnakin að ofan. Það stirndi á brúnan líkama hennar í sólinni og jarpt hárið féll í þykkum, glóandi bylgjum niður þreknar herðarnar. Hann var bjartur í vestrinu,

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.