Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 30
26 Nr. 1 Hugleiðingar Hállgríms um nafnleysi dalsins hefi ég ekki rúm til að ræða. En því miður finnst mér lausn þess máls ekki liggja nær eftir þá tilgátu sem hann ber þar fram, miklu frem- ur að ein gátan enn hafi bætst við það safn, sem fyrir var. Svo sem sú, hvers vegna hinir fyrstu Dalamenn gerðu sér það ómak að „sjá“ og skíra Glerdal, sem gengur austanvert samhliða dal hinum nafnlausa og er naumast annað en lítill slakki inní heið- arlandið, tæpur helmingur af lengd hins og og hefur eftir sjá- anlegum skógarleyfum að dæma ekki verið síður viði vaxinn til forna en hinn. Eða Skeggjadal sunnan Hróðnýjarstaða, sem enginn dalur er eftir nútíma- skilningi þess orðs. Já, eða vikið inní sjávarbakkann, Búðardal. En einn af hinum lengstu Breiðafjarðardala, sem a. m. k. á vissum stöðum er 60 m. djúpur frá árbökkum til hlíðarbrúna skv. landabr. herforingjaráðsins og er i hinu sama landslagi og hinih, sem ég nefndi, sjá þeir ekki — sem dal. Mér er það undrunarefni og tilgátan fjar- stæðukennt vanmat á skarp- skyggni þeirra, sem um nafn- giftir fjalla og dala fjölluðu í þann tíð. Að lokum þakka ég mínum góða vini fyrir hvert það atriði í frásögn minni, sem hann hef- ur gætt meiri fyllingu og ítar- leik með athugun sinni og læt frekari orðræður um það niður falla af minni hálfu. Jóhann Bjarnason. Peningarnir í mjótkurbrúsanum Allir í þorpinu gengu út frá því vísu, að hann Niels Nielsson og kona hans væru bláfátæk. Þau unnu baki brotnu á kotinu sínu og leyfðu sér aldrei hinn minnsta munað. Það vakti því að vonum talsverða undrun, þeg- ar Niels fór að falast eftir kaup- um á jarðnæði. Hvar ætluðu þau að útvega 6000 sænskar krónur? Dag þann, er kaupin áttu að fara fram, komu þau Nielsson og kona hans og burðuðust með Heima er bezt mjólkurbrúsa á milli sín. Þá er væntanlegir kaupendur höfðu tekið sér sæti við samningaborð- ið, lyftu þau hjónin mjólkur- brúsanum upp á borðið, tóku lokið af og hvolfdu honum. Heill straumur af krónupeningum valt út á borðið. „Hérna eru peningarnir", sagði Niels Nielsson og lét sér hvergi bregða. „Gerið svo vel að telja þá“. Seljandinn og aðstoðarmaður hans tóku nú að telja peningana — en það sýndi sig að þama voru ekki meira en 5500 kr. Eftir andartaks þögn sneri Niels sér að konu sinni og sagði: „Þetta var ljóta óhappið, María við höfum tekið skakkan mjólkurbrúsa með okkur“. — Tví rætt Bernard Shaw hafði lofað að koma á skemmtun, sem félag nokkurt stóð fyrir í góðgerðar- skyni, og ætlaði að verja tekjun- um til hjálparstarfsemi meðal olnbogabarna þjóðfélagsins. Á eftir ræðunum skyldi vera dans. Eftir miðdegisverðinn stóð Shaw úr sæti sínu og bauð einni af þeim konum, sem fyrir skemmt- uninni stóðu, upp í dans. Konan var frá sér numin af hrifningu yfir því að hefja dansinn með hinum fræga rithöfundi, og gat ekki orða bundist: „Að hugsa sér, að þér skylduð einmitt byrja dansinn með því að bjóða mér upp!“ „Kæra frú“, svaraði Shaw og tók utan um hana, „þetta er góðgerðastarfsemi, eða er ekki svo?“ Góður með sig Síðla kvölds gerði ákaft þrumuveður og móðirin læddist inn til litla drengsins síns, til þess að sjá, hvort hann hefði vaknað og orðið hræddur. — Drengurinn opnaði augun syfju- legur og sagði ergilega: „Hvað er hann pabbi alltaf að fitla við útvarpið!“ Ljóð om Laxárdal IEftir Jóhannes úr Kötlum. \ Láxárdalur, ljúfa sveit, litla blómaríkið mitt! j Hvergi ég í veröld veit > vinarbrjóst svo fagurlitt. í Ennþá á ég rósareit i Laxárdalur, ljúfa sveit. litla blómaríkið mitt! Laxárdalur, ,þökk sé þér,, þú ert bezti vinur minn. í mér vor þitt vaggar sér, s vakir yfir himinn þinn. \ ÍHvar sem ég í heimi er, \ hlíða þinna ilm ég finn. > Laxárdalur, þökk sé þér, þú ert bezti vinur minn! j Laxárdalur, lítið blóm > lát mig hvílast við þinn barm. j Lát þinn sæta svanahljóm « signa gleði mína og harm. j yfir lífs míns leyndardóm legðu blítt þinn mjúka arm. j Laxárdalur, lítið blóm j lát mig hvílast við þinn barm. Ofanritað kvæði flutti Jóhannes skáld úr Kötlum í hófi Laxdæla að Sólvangi við Búðardal, í ágúst 1938 og gaf sveit- ungum sínum það til átthagasöngs. Nokkru siðar samdi Jón frá Ljárskógum lag við það. Jafnframt því að vera lipurt og leikandi skáld var Jón einnig snjall tónsmiður. Samdi hann talsvert, bæði af sönglögum og danslögum, en fyrir kald- hæðni örlaganna munu þau nú nær öll glötuð. Sem betur fór hefur lagið við þetta kvæði varðveizt fyrir atbeina ungmennafélagsins Ólafs páa, þótt þvi hefði að vísu mátt vera meira á loft haldið en gert hefur verið til þessa. Sé hinum laxdælsku skáldbræðrum og sveitungum þökk fyrir verk sitt. Annars er það meiri þjóðarnauðsyn en margan grunar, að hver einasta sveit eigi sinn átthagasöng, og noti hann óspart við hverskonar tækifæri. Stafar ekki hið mikla rótleysi, sem einkennir daginn f dag, að einhverju leyti af því, að sál fólksins vantar einhvern andlegan hvílu- punkt, er það geti leitað jafnvægis við? Nú er það viðurkennt, að allur söngur yfirleitt stefni til samlöðunar, og er sam- einingartákn, sé hann hafður um hönd í sínum rétta tilgangi, vel valið tæki til að treysta ást hvers manns á heimbyggð hans? Jóhann Bjarnason.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.