Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 29
Nr. 1 Heima er bezt 25 Athuganir athugaðar Mér hefur verið sýnd sú vin- semd, að mega líta yfir framan- skráða grein Hallgríms frá Ljár- skógum og færi ég réttum aðil- um þakkir fyrir. Er hún rituð af náfrænda mín- um og virktarvini, Hallgrími Jónssyni frá Ljárskógum. Lang- mestur hluti hennar er rabb um orsakir til nafnleysis dals þess, er ég gerði að umtalsefni í júlí- hefti „Heima er bezt“ í fyrra. Kann ég honum heila þökk fyr- ir það, útaf fyrir sig, og vissu- lega mun það vera sameiginlegt áhugamál okkar beggja, að leit- a'-t við að bregða Ijósi yfir og bjarga frá glötun og gleymsku gömlum geymdum úr náttúru heimasveita rokkar, hins sögu- fræga Laxárdals. Framan til eru svo nokkur atriði úr grein minni, sem hann telur ekki „örugglega rétt“. Vil ég leyfa mér að fara um þau fáum orðum og í sömu röð og hann tekur þau. 1. Landsvæðið innan fellanna fjögurra sem um getur og sem Hvanneyrar liggja í, hefi ég hvergi og aldrei nefnt Gaflfells- hvolf, enda veit ég ekki til að það beri nafn. En ég sé við at- hugun, að herra ritstjórinn hef- ur gert mér þann grikk, af af- sakanlegum ókunnleika, að setja einum kafla greinar minnar fyr- irsögn, er bent gæti til þeirrar áttar. Hincvegar nefni ég þetta nafn í kaflanum um grasafólk- ið, sem sé, hvilft þá vestan í Gaflfelli, þar sem tjaldið átti að hafa fennt í kaf. Því svo oft og almennt heyrði ég á yngri árum rætt um „skaflinn í Gaflfells- hvolfinu“, að engum þurfti að blandast hugur um hvar sá stað- ur væri. 2. Aðeins þetta: Öll vötn frá Hiarðarfelli austanverðu falla í Hrútafjörð og frá Rúpnafelli falla Víkurá, Heydalsá og fjöldi smærri lækja í sama fjörð. Mun því vart orka tvímælis að þau fell standi á vatnaskilum Hrúta- fjarðar og Hvammsfjarðar og nær umgetinn fellaklasi þar með austur á þau merki. Hitt hugði ég naumast að neinn meðal- greindur maður hnyti um, þótt ég teldi upp í röð tindana í fjallahring þeim er út frá nefnd- um vatnaskilum gengur, né að sjást mætti af frásögn minni um legu þeirra, að þau myndu standa öll með hinum beina Hrútafirði fram. 3. Hér er aðeins um að ræða nánari greiningu á rennsli vatns- falla þeirra er Fáskrúð myndast úr, en ég taldi mér fært að veita, og gefur ekki tilefni til umtals. 4. Vafalaust er þessi lýsing á Selhæðum réttari og ber því að hafa hana, þótt mér sé hún ekki fullkunn. 5. Hér er það aftur kaflafyrir- sögn, sem virðist gefa vini mín- efni til ásteytingar. Sannleikur- inn er þessi: Til þess að fylgja að fullu þeirri mynd sögunnar sem ég heyrði og nam á þessum slóðum í uppvexti mínum, eyði ég tæpum tveim línum í lok kafl- ans, til að segja: „Eru þeir sagð- ir hafa barist með ljáum, en ólíklegt er það“. Hann eyðir 26 línum í það, að komast að ná- kvæmlega sömu niðurstöðu og ég, sem sé, að það sé mjög ó- sennilegt að smalarnir hafi not- að þessi vopn. Allt í lagi. 6. Um „misminni“ mitt má ég ekki deila hér, því svo kynni að fara, að inní það drægist nafn látins vinar, en minning hans er mér einungis góð og fögur og heldur en segja eitthvað um hann sem ekki væri örugglega rétt, kýs ég mun heldur að þegja þunnu hljóði. Þó er mér það hreinn sannleikur, að ég man ekki betur en Jón í Ljárskógum nefndi fyrrgreint aldatal. Ekki meir um það. En hvað dysjun selsstúlkunnar áhrærir, þarf hún í sjálfu sér engan að undra. Því ef hugsast gæti, að síðasta mynd sögunnar væri sönn, er ekkert líklegra en pilturinn hafi þagað en stúlkan verið talin hafa fyr- irfarið sér og þarf ekki að líta svo langt sem til 13. aldar til að sjá þeim fyrirmunað kirkjuleg er svo entu ár sín, gilti einu hvort kirkja var nær eða fjær. Löng þjónusta kom þá og naum- ast til greina þar sem um virðist hafa verið að ræða unga blóma- rós og girnilega en ekki „gamla konu“ eins og Hallgrímur lætur í skína. Og er ekki vafamál hvort gamalmenni hefur verið valið til HeAtarnir á bœhum Hesta fimm í húsi el, hygg þá lipurt valsa. Þernu, Báru og Trausta tel, tek svo Ása, Galsa. Galsi er lipur leikur bezt, léttur hleypur, töltir. Líney á þann ljúfa hest löngum vel hann röltir. Trausti er bæði sterkur, stór, stundum talinn latur. Skúla þýði skeifnajór, skepna ’er líkar matur. Þerna er mesta þarfaþing, þar um vil ég tala. Dregur vélar víst um kring. vel þarf hana að ala. Bára er lítið lipurt hross, ljúf til allra starfa. Vinnur jafnan vel hjá oss, veslings dýrið þarfa. Asi er beztur, ber hann af, byggðarinnar hestum. Yndisstundir oft hann gaf, ólíkt betri flestum. Sigurlaug Árnadóttir. að stunda svo erfitt starf og það fraromi á reginfjalli. Hitt undr- ac t ég meira að greinarhöf. skuli ekki þekkja þessa sögn, því fleir- um trúi ég hún hafi verið sögð' en mér, bar vestra. Fyrst heyrði ég hana hjá móður minni, Mar- grétu Guðmundsdóttur, en hún ólst upp á næsta bæ við Ljár- skó°'a os átti í uppvextinum tíð- ar ferðir til vinafólks síns þar. Taldi ég líklegt að hún hefði sösuma baðan, en sé nú að svo hefur ekki verið, enda ekki gott um að segja eftir hverjum leið- um aldagamlar þjóðsögur renna. Sandvíkurfljót er misprentun fyrir Sandkvikuflj ót eins og t. d. Kambanes fyrir Kambsnes o. fl. mun hægt að fá að ganga úr skugga um það á handriti mínu hjá blaðaútgáfunni. Uppreisn bóndasonarins í Ljárskógum er hér að vísu utandyra, en mér þykir vænt um hann fyrir það, — og mér finnst að Heiðarkollu ætti að þykja það líka.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.