Heima er bezt - 01.02.1955, Síða 2

Heima er bezt - 01.02.1955, Síða 2
34 Heima er bezt Nr. 2 (wlbmft HEIMA ER BEZT . Heimilisblað með myndum . Kemur út mánaðar- lejra • Áskriftagjald kr. 67.00 . Útprefandi: Bókaútgáfan Norðri • Heimilisfang: blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík . Prentsm. Edda h.f. Abyrgðarmaður: Albert J. Finnbogason . Ritstjóri: Jón Björnsson . Efnisyfirlit Bls. 35 Söguleg Reykjavíkurför, eftir Bjarna Sigurðsson. — 40 Á hreindýraslóðum, eftir Helga Valtýsson. — 43 Vandamál uppeldisins, eftir Stefán Hannesson. — 45 Bréf frá Stephani G. Stephanssyni. — 45 Harrastaða-Skjóni, eftir Jóh. Ásgeirsson. — 48 Risar og risalönd. — 51 Lítið eitt af börnum Rögnvalds halta. — 53 Ljóðabréf frá Páli Ólafssyni. — 56 Þáttur af Helga malara, eftir Björn Magnússon. — 58 Mennzkur maður, smásaga eftir Sig. Hjartar. — 64 Myndasagan, Óli segir sjálfur frá, skrítlur og margt fleira. F orsí ðumyndin Frá miðbæmim í Reykjavík HEIMA er BEZT hefur undanfarið tekið upp þann hátt að flytja gamlar myndir af mönnum og mannvirkjum fyrri tíma, og er nú einasta ís- lenzka ítmaritið, sem leggur stund á það. Gamlar myndir segja oft meira um liðna tíð en langar frá- sagnir. Kemur þetta ekki sízt fram í sambandi við myndirnar frá Reykjavík í gamla daga. Engir staðir á landinu hafa tekið eins örum breytingum og höfuðstaðurinn, sem á fimmtiu árum hefur vaxið úr nokkur þúsund íbúa kaupstað í þakkalega borg, jafnvel á erlendum mælikvarða. Nú eru, eins og kunnugt er, yfir 60 þús. íbúar í bænum. En jafnvel þótt bærinn hafi vaxið ört, hafa furðulitlar breyt- ingar orðið í nokkrum hluta miðbæjarins. Ýmiss hinna gömlu húsa, sem mikil saga var tengd við, standa ennþá, en göturnar hafa breyzt; þar sem áður var forarleðja í rigningum og óþolandi ryk í þurrkum, eru nú rennislétt, malbikuð stræti. Öll húsin á myndinni á forsíðu þessa heftis standa ennþá óbreytt, en umhverfið er orðið allt annað. Nú er Tjarnarlækurinn ekki lengur til ofanjarðar; hhonum var lokað fyrir áratugum síðan. Á mynd- inni sézt lækurinn, þar sem hann rennur í stokk meðfram Arnarhólstúninu, og þokkaleg brú yfir, á stígnum upp að landshöfðingjahúsinu, eða núver- anöi Stjórnarráðshúsi. Benedikt Gröndal skáld lýsir læknum eins og hann var um aldamótin í grein sinni ,,Reykjavík um aldamótin“, sem kom fyrst út í Eimreiðinni og nú aftur í Ritsafni hans. Hon- um farast orð á þessa leið: „Lœkurinn kemur úr Tjörninni, en vatnið síast í hann úr Vatnsmýrinni, og rennur hann (eða fremur „liggur“, því enginn straumur er í honum) út í sjó fyrir neðan Arnar- hólskletta. Lækjarbakkarnir hafa fyrrum verið hlaðnir upp með grjóti, en nú er það allt mjög fall- ið og ljótt útlits, þar sem ekkert hefur verið um það hirt, þótt alltaf sé verið að tala um að „prýða bæinn“ og stórfé fleygt út í ýmislegt annað; ein- ungis fyrir framan landshöfðingjahúsblettinn, er lækjarbakkinn bæjarmegin hlaðinn upp með telgdu grjóti, hefur kannske þótt skömm að, að láta hið sama vera ávallt fyrir augum landshöfð- ingjans, sem aðrir verða að þola. Áður voru og grindur meðfram læknum bæjarmegin, en nú eru þær horfnar fyrir löngu, líklega til þess að auka frelsið, svo að hver geti drepið sig sem vill, eða eigi hægra með það“. Þannig farast skáldinu orð um útbúnaðinn kringum lækinn, og er hann ekki myrkur í máli fremur en endranær. Hefur auðsjáanlega verið mikið talað um fegrun bæjarins um aldamótin, ekki síður en nú. Útreiðartúrar um nágrenni bæjarins og stundum lengra, var ein helzta skemmtun bæjarbúa í gamla daga. í áðurnefndri ritgerð lýsir Gröndal þeim svo: „Útreiðir tíkast hér á sumrin eins og áður, bæði á gæðingum og truntum, sem hafa stunið alla vikuna undir móhripunum og fá svo að hvíla sig á sunnudagsreiðunum; þá er líklega „Dýra- verndunarfélagið“ til að taka á móti þeim“. — Eins og sjá má af þessum orðum skáldsins, hefur honum ekki þótt mikið til þessara útreiða koma, og skop- ast heldur en ekki að þeim, eins og fleiru í hinni skemmtilegu ritgerð sinni. En auk þess, sem fyrir- fólkið, sem þá var kallað, lagði stund á þessa teg- und útilífs, voru útreiðartúrarnir bezta og hollasta skemmtun og upplyfting fyrir margan almúga- manninn, sem varð að þrælka myrkranna á milli hvern virkan dag vikunnar. Myndin sýnir hóp útreiðarfólks á Lækjartorgi. Það er auðséð, að þetta er einhver tyllidagur, því að danski fáninn (en þá var enginn íslenzkur fáni) er tíreginn við hún, og svo virðist, sem ferðafólkið beri á sér einhver merki. Strákarnir, sem sitja í röð á timburhlaðanum, fylgjast vel með því sem gerist og langar áreiðanlega að koma á bak einhverjum gæðingnum. Trúlegt er, að margir af lesendum HEIMA er BEZT þekki einhverja úr hópnum, en hér er því miður ekki unnt að nefna nöfn, svo að ör- uggt sé að rétt sé með farið.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.