Heima er bezt - 01.02.1955, Qupperneq 3
Nr. 2
Heima er bezt
35
Bjarni Sigurðsson:
Söguleg Reykjavíkurför
— Fyrstu bankaviðskipti mín. - í sóttkví. —
Það var árið 1906, sem fyrstu
bankaviðskipti mín áttu sér stað.
Þá um vorið flutti ég til Eski-
fjarðar og fjölskylda mín. Efnin
voru lítil, en skuldir engar. Þetta
var á þeim tíma, er fyrstu mót-
orbátarnir voru að ryðja sér til
rúms. Við þann útveg voru
bundnar vonir um betri lífsaf-
komu, en róðrarbátaútvegurinn
veitti, en hann hafði ég stund-
að áður. Þá um vorið lögðum við
í það svilarnir, ég og Tómas
Magnússon, því nær alveg efna-
lausir, að byggja okkur íbúðar-
hús á Eskifirði og kaupa þar að
auki 8 smálesta mótorbát frá
Odense í Danmörku. Svo mikil
var trúin þá og traustið á þenn-
an því nær óþekkta útveg, að
hinar Sameinuðu íslenzku verzl-
anir lánuðu okkur, alveg um-
yrðalaust, efnivið í all myndar-
legt íbúðarhús, ásamt mótor-
bátnum, og auk þess að mestu
smíðalaunin til smiðsins, er hús-
ið reisti.
En vegna ástæðna, sem hér
verða ekki raktar, kom mótor-
báturinn seinna en gert hafði
verið ráð fyrir og þar af leiðandi
misstum við af bezta úthalds-
tíma fyrsta sumarsins. Fyrir því
gátum við ekkert greitt af skuld
okkar um haustið. Verzlunar-
stjórinn, hinn mætasti maður,
skildi vel allar aðstæður okkar,
en fór fram á það, að við reynd-
um að fá okkur ábyrgðarmenn
fyrir bankaláni í Landsbanka
íslands, sem þá var eini bank-
inn hér á landi, og ef það feng-
ist, að grynna með því á skuld-
inni við verzlunina.
Okkur tókst að fá menn, sem
taldir voru vel efnum búnir, til
þess að ábyrgjast fyrir okkur
bankalán, allt að 4 þúsund
krónum, er þá þótti á útjöðrum
landsins álitleg fjárhæð. Jafn-
framt þessu fengum við sýslu-
mann til þess að gefa lýsingu á
ábyrgðarmönnunum og lántaka,
sem var ég. Með þessi gögn í
höndum lagði ég af stað til
Reykjavíkur snemma í desem-
bermánuði, algerlega ókunnugur
öllum bankaviðskiptum og ó-
fróður um allt, er að þeim laut,
með 50 krónur í vasanum frá út-
gerðarfélagi okkar, er nægja
átti í allan kostnað við ferðina,
þar til heim kæmi.
Ýmsum þótti för þessi til
Reykjavíkur þýðingarlítil, ypptu
öxlum, brostu í kampinn og
sögðu, að ég hefði þó allt af
skemmtun af ferðinni og fengi
að kynnast bankastjóranum,
Tryggva Gunnarssyni, ásamt
meðstjórnendum hans, séra
Eiríki Briem og Kristjáni Jóns-
syni, dómstjóra. En ekki töldu
þeir líklegt, að mér tækist að
kría út úr þeim peninga. Þeir
væru varkárari en svo, að þeir
fleygðu þúsundum króna i ó-
kunnuga menn. Satt að segja
óttaðist ég að hrakspár þeirra
mundu rætast og ferðin verða
árangurslaus. En ferðin var nú
líka gerð til þess að þóknast
lánardrottnum mínum eystra og
sýna þeim, að viljinn til þess að
sýna góð skil, væri fyrir hendi.
Og á stað lögðum við með
„Botníu“, ég og ferðafélagi minn,
kunningi minn af Austurlandi,
dugnaðarforkur hinn mesti, úr-
ræðagóður og skemmtilegur, en
hneigður fyrir áfenga drykki.
Þegar við komum suður fyrir
landið var suðvestan bræla,
þungt í lofti og áhyggjur um
afdrif erindis míns ollu því, að ég
var fáskiptinn og þögull. Kom
þá ferðafélagi minn til mín,
kvartaði um það, hvað ég væri
dapur og daufur í dálkinn og
spurði mig, hvort við ættum
ekki að skjóta saman í eina
flösku af brennivíni til að hresa
upp samvizkuna og draga úr
drunganum og dífum þeirrar
„botnóttu“. Ég gerði þetta
strax og fann, að nauðsynlegt
var að viðhalda glaðværð þessa
fjöruga félaga míns. Á auga-
bragði kom hann með flöskuna
og smakkaði ég á henni, en
aldrei eftir það. Við vorum á
öðru farrými. Rétt á eftir kom
höfðingi af fyrsta farrými, sem
ég þekkti og bað mig að tala
við sig. Bauð hann mér inn á
fyrsta farrými. Ég var tregur til
að ganga þar inn á meðal prúð-
búinna manna. Að vísu var ég í
þokkalegum fötum, en klæddur
í peysu og án kraga og háls-
bindis. Ég gat þó ekki neitað
kurteisu boði og dvaldi ég þar
inni alllengi í góðu yfirlæti.
Næsta morgun kom ferðafé-
lagi minn til mín og fór fram
á það, að við skytum saman í
eina flösku til þess að vera í
höfuðstaðarskapi, þegar til
Reykjavíkur kæmi. Lét ég að ósk
hans, en eins fór um þessa
flösku og hina. Ég smakkaði á
henni, en sá ekki flöskuna eftir
það.
Þegar til Reykjavíkur kom,
höfðum við hvergi höfði okkar
að að halla, því vegna fjár-
skorts voru engin tiltök að
dvelja á gistihúsunum. En ferða-
félagi minn var þá ekki lengi
ráðalaus. Hann útvegaði okkur
þakherbergi í Miðstræti 10.
Vistlegt var það ekki, ómálaðar,
berar þiljur, ekkert rúmstæði,
ekkert borð og enginn stóll. En
eftir skamma stund hafði ferða-
félaga mínum tekizt að útvega
járngrindarúmstæði með hálm-
dýnu, kodda og yfirsæng. Okkur
var því vel borgið. Mat keyptum
við hjá Pétri Ingimundarsyni og
var fæðið bæði gott og ódýrt.
Daginn eftir lagði ég á stað
í bankann og kom þar nokkru
áður en opnað var viðtalsher-
bergi bankastjórnarinnar. Bið-
herbergið var gangur og í hon-
um tveir stólár. Ég settist á
annan stólinn og beið þar til
bankastjórnin opnaði. Þetta var
í fyrsta skipti, sem ég steig fæti
mínum í banka og er því ekki
að leyna, að ég var bæði ótta-