Heima er bezt - 01.02.1955, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.02.1955, Qupperneq 6
38 Heima er bezt Nr. 2 ingur) og kusu heldur að fara landleiðina þó erfið væri. Þegar til Eskifjarðar kom og „Pervi“ lagðist að bryggju, varð ég mjög undrandi á þeim mikla mannfjölda, sem safnazt hafði saman á bryggjunni og upp af henni. Þar var sýslumaður og héraðslæknirinn og aðrir höfð- ingjar þorpsins. Ég sá strax, að hér mundi búizt við óvenjuleg- um viðburðum. Jafnframt þessu voru tveir verðir neðst á bryggj- unni og bak við þá sterkir og hraustlegir menn í verkamanna- búningi, og þóttist ég vita, að þeir mundu eiga að taka farþeg- ana höndum, ef þeir hlýddu ekki fyrirmælum yfirvaldsins, að fara í sóttkví. Farþegarnir voru 9. Er skipið var lagst að bryggju gekk sýslumaður niður á bryggj uhausinn og ávarpaði mig og spurði mig, hvort ég hefði ekki fengið boð um það frá bæjarfó- getanum á Seyðisfirði, að þeir farþegar, sem hingað kæmu með ,,Pervi“„ yrðu settir í sóttkví, er hingað kæmi, vegna skarlats- sóttar, er gengi á Akureyri. Ég kvaðst hafa fengið boðin, en að- eins skilaboð. En vegna þess, að pappírar skipsins hefðu verið hreinir, að sögn skipstjóra og jafnframt vegna þess, að mér væri ekki kunnugt um, að land- læknir hefði fyrirskipað neina sóttvörn, og samgöngur á landi og sjó væru að vitund minni frjálsar við Akureyri, hefðum við komið með „Pervi“. Hins vegar kvaðst ég beygja mig fyrir valdi sýslumannsins og fara í sóttkví, en áskilja mér og átta félögum mínum fullan rétt til skaðabóta, ef þessi ráðstöfun reyndist ekki lögmæt. Siðan fórum við allir farþeg- arnir niu í halarófu í sóttkví. Það var svonefnt „nótahús“, sem við vorum reknir inn í og gekk læknirinn í fararbroddi. Húsið var ein stofa og voru þar rúm (kojur), efra og neðra meðfram veggjunum og matborð á miðju gólfi. Sóttkvíaríbúðin var óað- finnanleg og hreinleg. Fyrst gengum við allir þögulir til sótt- kvíarinnar. En brátt fór að heyrast pískur og hlátrar og ýmsar glósur og varð þetta meira áberandi, eftir því sem nær dró nótahúsinu, eða sótt- kvínni. Sumir lofuðu guð fyrir það að vera lausir við ófærðina og vera firrtir þeirri hættu að kafa yfir fjallvegi í tvísýnu veðri. Aðrir sögðu, að það væri dýr- mætt að hvíla sig hérna og fá frítt uppihald í því endemis at- vinnuleysi, sem núna væri um háveturinn. Þar að auki ættu þeir áreiðanlega von á kaupi í sóttkvínni, eða skaðabótum eftir því sem Bjarni hafði gefið í skyn, þegar hann talaði við sýslumann. Allar þessar glósur fóru ekki fram hjá eyrum læknisins, er lét þær alveg afskiptalausar. Þegar við vorum komnir í nótastofuna, sóttkvína, jókst gáskinn um allan helming. Nú var sungið og dansað, kveðið og raulað í kring um matborðið. Og allt í einu voru þrjár koníaks- flöskur settar á borðið. Það var að afloknum ágætum kvöldverði. Þá var húrrað og hrópað og dansað kring um flöskurnar og á augabragði skotið saman fjár- hæð til að borga þær. Forvitnir náungar voru á gægjum hring- inn í kringum sóttkvína og reiðubúnir til þess að útvega þessum hættulegu sýklaberum allt, sem þeir girntust. Það þurfti ekkert annað en opna glugga og biðja um tóbak eða áfengi eða hvað annað, sem þessir sýklaberar óskuðu. Og eft- ir stutta stund var þetta komið. Fyrsta kvöldið og fram eftir nóttu var því algleymings fagn- aður í sóttkvínni. Svo vildi til, að meðal sýklaberanna var mjög góður hagyrðingur, Halldór Halldórsson frá Krossi á Beru- fjarðarströnd. Lét hann fjúka í kveðlingum og var hann óspart hvattur til þess og ef hvatning- in bar ekki tilætlaðan árangur, var hann ertur og kallaður Halldór áttundi, en hann var af kunnugum talinn sá áttundi með sama nafni af feðrum hans. Honum var hálf illa við þessa konunglegu nafnbót og þykktist við, en það varð til þess, að all- ir ávörpuðu hann eftir það, með því að kalla hann Halldór átt- unda. Eftir þennan gleðskap var sof- ið sætt og rótt fram eftir næsta morgni. Þá kom læknirinn til þess að líta eftir heilsufari sýklaberanna. Læknirinn var vinur minn og ágætis maður. Auk þess var hann glaðvær, kýminn og fyndinn og fljótur að koma auga á allt, sem var hlægi- legt. Það fór því ekki fram hjá honum, hve glatt var á hjalla í sóttkvínni, þegar hann kom inn. Sumir voru að vísu ekki rakn- aðir úr rotinu, aðrir voru með ryki og enn aðrir voru byrjaðir að rétta sig af. Jafnframt hafði sagan um glaðværðina og há- vaðann kvöldinu áður flogið um allt þorpið. Hann kom þá þarna inn, sem alvarlegur embættis- maður i embættiserindum, en bak við alvöruna þóttust kunn- ugir sjá bros í hverri taug í and- liti hans. En gáskinn inni í sótt- kvínni minnkaði ekkert við komu hans. Hann kvaðst sjá það, að heilsufarið væri í góðu lagi. Gall þá einhver við og sagði, að Hall- dór áttundi og annar til hefðu dáið í gærkvöldi og það væri ekki ennþá búið að veita þeim nábjargirnar. Kýmið og um leið hýrt bros færðist yfir andlit læknisins. Kvaðst hann ekki betur sjá, en báðir væru þeir að rísa upp frá dauðum. Annars kvaðst hann vera kominn til þess að segja okkur frá því, að þeim, sem gætu gef- ið drengskaparvottorð um það, að þeir hefðu fengið skarlatssótt áður, yrði sleppt úr sóttkvínni, eftir að þeir hefðu verið baðað- ir. Það var eins og stífla hefði verið tekin úr læk. Allir, að und- anteknum tveim, kváðust vera albúnir að gefa lækninum þetta vottorð. Einn sagði, að sinn drengskapur væri miklu meiri en þvi næmi, sem færi í eitt vott- orð. Læknirinn hafði vottorðin tilbúin og nú skrifaði hver af öðrum undir þau', þar til komnir voru allir nema tveir, ég og ann- ar til. Ég sagði, sem satt var, að ég gæti ekkert um það sagt, hvort ég hefði fengið skarlats- sótt eða ekki, þvi ég þekkti enga veiki aðra en mislinga. Andlit læknisins varð að einu brosi og hann spurði mig á þá leið, hvort ég héldi, að þeir, sem undirritað hefðu vottorðin, mundu þekkja skarlatssótt betur en ég. Kvað hann allt benda til þess, að ég hlyti að hafa fengið veikina, eins oft og hún hefði gengið hér á

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.