Heima er bezt - 01.02.1955, Qupperneq 7
Nr. 2
Heima er bezt
39
]'rá liðinni tíð.
Bökunarhúsið á Eyrarbakka.
A seinni hluta aldarinnar sem leið bœtti Lejolii kaupmaður nýrri deild við verzlun sina. Var það bökunarhús, eða „bakari", eins
og það var nefnt i daglegu tali. Fyrsti bakarinn var danskur, en honurn til aðstoðar voru islenzkir menn, er lcerðu iðnina hjd hon-
urn. Þótti stofnun brauðgerðarhússins hið þarfasta framtak á sinurn tima. — í fyrstu voru aðallega bökuð rúgbrauð, þó að kaffi-
<>g hveitibrauð vœru auðvitað á boðstólum jafnframt. Bakarinn hafði mikið að starfa um verliðina, þvi að fjöldi sjómanna hélt til
á Bakkanurn, Þorlákshöfn og i Selvogi. Þurfti bakarinn að vera viðbúinn komu sjómanna, er komu flestir síðla i febrúar. A ver-
tiðinni kom það oft fyrir, að um 1000 brauð á dag seldust. Rúgbrauðin vógu 6 þund og voru lengi seld á 50 au. hvert. — Var
munurinn mikill eftir að bökunarhúsið kom, því að vermenn kvörtuðu oft yfir því, að skrinubrauðunum hætti við að mygla,
þegar frá leið.
landi. Ég mundi þá eftir því, um
leið og ég gerði mér grein fyrir
langri veru í sóttkví, að ég hefði
í barnæsku fengið veiki, er leiddi
til rauðra bletta á líkama mín-
um, sérstaklega um miðbik hans
og rassinn. Það virtist togna á
kýmnisdráttum í andliti lækn-
isins. Sagði hann, að þetta væru
mjög miklar líkur til þess, að ég
hefði fengið veikina og skildist
mér, að honum væri annt um
það, að ég slyppi eins og hinir
við sóttkvína. Það var þá gáski,
ásamt ertni, sem kom mér til
þess að breyta drengskaparvott-
orði læknisins. Sauð ég nú sam-
an vottorð um það, að ég myndi
eftir veiki, er olli rauðum blett-
um á líkama mínum og lagði
drengskap minn við, að þetta
væri rétt hermt. Ekki get ég
sagt, að mér fyndist læknirinn
sérlega ánægður með vottorðið,
en það dugði og ég slapp ásamt
hinum úr sóttkvínni.
Þessi óþægð mín, að því er
snerti undirritun vottorðsins,
olli því, að ég varð seinastur
þeirra, er fóru úr sóttkvínni. Og
nú var mér fylgt í hús Clausens
gamla, þar sem hann barkaði
síldarnætur. Það var uppi á lofti
í húsinu. Þar hafði verið komið
fyrir einu heljarstóru keraldi,
sem síldarnætur voru litaðar eða
barkaðar í; til varnar fúa. í þessu
mikla keraldi hafði smitunar-
hættan verið þvegin af þeim,
sem úr sóttkvínni komu. Og hér
átti að þvo hana af mér lika. Ég
skimaði um eftir umsjónarmanni
„þrifabaðsins“ og kallaði til
hans. Hann kom út úr einhverju
skoti á fjórum fótum — tveir
fætur dugðu ekki. Þeir höfðu
verið svona veitulir, sem hann
„hreinsaði“.
Ég steypti mér ofan í keraldið
og að því loknu fór ég heim
skellihlæjandi.
Bjarni Sigurðsson.