Heima er bezt - 01.02.1955, Síða 11
Nr. 2
Heima er bezt
43
Stefán Hannesson Litla Hvammi:
Vandamál uppeldisins
Er góðum börnum að fækka?
Það er sagt, að nú á tímum
séu góð börn miklu færri en
áður.
„Unglingarnir eru langtum
siðlausari og verri nú en gerðist
í okkar ungdæmi,“ segir gamla
fólkið. Og sú saga fer um allar
jarðir, að obbinn af þeim sé
hortugir ótugtar angar. Þeir
kýti, rífist og skammist við sína
nánustu og hafi allt á hornum
sér. Hámark allra verstu
bernsku- og æskubreka er líka
sagt að sé í kaupstöðum og
kauptúnum landsins og út frá
þeim. Annars eru hvorki Öræfin
né Grímsey undanskilin.
Hvað er hæft í þessu?
Er hlutfallstala góðra barna
alltaf að lækka? Eignast foreldr-
ar nú yfirleitt verri börn en áð-
ur? Er siðmenning þjóðarinnar
að fjara út? Því er haldið fram.
Hæglátir og skikkanlegir
menn reka hnefann í borðið og
stappa því til áherzlu, að æsku-
lýður landsins dandalist blátt
áfram í spillingarbendu, og láti
sér ámæli eins og vind um eyr-
un þjóta, víða um land og þó
einkum út frá kaupstöðum og
þorpum.
Því er miður að eitthvað er
hæft í þessu, Það er ekki tómt
álas. En — sé það ekki tilhæfu-
laust, ekki tómt álas, hver á þá
sökina?
Enginn gera að því kann, út.
af hverjum fæðist hann.
Ekki verða börnin sökuð.
Börnin velja sér ekki foreldra,
systkini eða aðra vandamenn.
Litlu ráða þau um hvaða leik-
systkini þau fá. Ekki velja börnin
sér kennara eða presta, er sýsla
um undirbúning hugarfarsins, á-
samt heimilum fram á ferming-
araldur. Þau hafa engin afskipti
af því, sem þessar þrjár stofnan-
ir: heimili, skóli og kirkja eru
skyldug að gera fyrir þau í
bernsku og æsku. Börnin eru seld
undir uppeldisokið. Ef það fer
vel, þá er það öðrum að þakka.
Ef það meiðir og fer illa, þá er
það öðrum að kenna, Við berum
ábyrgðina. Skyldan er óumflýj-
anleg hjá þessari þrenningu. Þá
verður að sækja til saka, ef
börnin verða gallagripir, sem
ber að gæta þeirra. Börnin eiga
okkur að og eru rétthá. Skyldur
verða ekki lagðar þeim á herðar.
Hvernig sem þau láta, ber okk-
ur að líta þau réttu auga, jafn-
vel þó að við sjáum þau í hras-
andi spillingarbendu. Það er
okkar sök. Þá hafa einhverjir
reynzt þeim illa. Börnin eru eins
og viðtæki. Hver sakar viðtæki
um glymskrattagang, illa flutt
kvæði eða flámæli í ræðu, sem
berst frá því. Það gerir enginn.
Það þykir of heimskulegt. Börn
gera sem á bæ er títt. Hann ber
ábyrgðina og nú ekki aðeins
bærinn, heldur einnig að mest-
um hluta líka þorpið, kauptún-
ið, kaupstaðurinn, borgin, vegna
þess, að nú eru flest börn orðin
í þessu sambýli. Helmingur allra
barna er þá og þegar seldur
undir syndir borgarinnar, og
nýtur áhrifa hennar til vaxtar
og þroska, það sem þau ná.
Börnin endurvarpa því, sem 1
umhverfinu gerist, því sem þau
sjá, heyra og læra þar.
Nú, og hver ber svo ábyrgð-
ina?
Þeir, sem hafa stigið fæti á
land freistinganna, vita að þar
úir og grúir af fullorðnum ginn-
ingarfíflum. Það sýnist ekki geta
hjá því farið. Fullorðna fólkið
hnýtur og hrasar, dettur, fellur
og steypist um ásteytingarsteina,
eins og blindur gáleysingi um
bæjarþröskuld, eða það rennir
sér fótskriðu og kútveltist ofan
af hneykslunarhellum veraldar-
innar. Sérhver sá er hefur sjón
og heyrn, hefur þetta á vitorði.
Er nokkur snefill af viti í því,
að heimta meiri sjálfsgát og að-
gætni af bömum og æskulýð
en af eldra fólkinu? Það væri
barnalegt. Meira að segja mjög
fávísleg ofætlun að krefjast
jafnmikillar ratvísi og siðfestu
af börnum og foreldrum þeirra.
Hitt er annað mál og er rétt að
segja það samstundis, að það
veitti sízt af því að börn væru
gædd þeim þroska að vopn
freistinganna bitu ver á þau en
margan þann, sem kominn er
til ára.
Það er vitanlegt öllum að
hjá freistingum verður ekki
komizt. Þó er skylt að gera það
sem auðið er að bægja þeim frá
börnum og æskulýð svo sem
hægt er. „Eigi leið þú oss í
freistni“ er beðið um allar jarð-
ir, upphátt og í hljóði. Varnir
gegn freistingum eru góðar það
sem þær ná, en þær ná skammt.
Hitt er þess vegna mest vert að
vinna af fremsta megni að því
að gera börn og unglinga ónæm-
ari og öruggari fyrir hrösunar-
hætti af snertingu freistinganna
og draga á þann hátt úr illum
afleiðingum.
Og komum við hér að ábyrgð-
inni?
Það er ábyrgðarhluti að láta
brunninn standa opinn, þar sem
óvitar leika sér, eða skilja börn,
með eldspýtur að leikfangi, eftir
hjá hefilspónahrúgunni, í smíða-
húsinu. Hver getur þvegið hend-
ur sínar hreinar, ef barn
drukknar eða brennur af þeim
sökum? Og þetta er þó ekkert
annað en óaðgætni. Hún getur
stundum orðið nokkuð afleið-
ingarík, óaðgætnin. Brunnurinn
er hættulegur og eldurinn er
geigvænlegur. En því miður get-
ur margt fleira grandað barni og
unglingi. Margur hlutrænn voði
og auk þess er þar einnig „fyrir
sól að sjá,“ margir hugrænir á-
steytingarsteinar, andrænar
hneykslunarhellur, margar þess-
konar vakir sem þau geta kom-
izt í og valdið því að þau síðar,