Heima er bezt - 01.02.1955, Qupperneq 12
44
Heima er bezt
Nr. 2
ef til vill ævilangt, eigi í vök að
verjast. Málið læra börnin af því
að það er fyrir þeim haft. Að
því er líka keppt. En þau læra
líka illmælgi og bakmælgi um
náungann, getsakir, aðdróttanir,
lítilsvirðingu og fyrirlitningu
fyrir öðrum mönnum fyrir þá
sök að þetta er haft fyrir þeim.
Því læra börn hrekkvísi, lyga-
hneygð og þjófnað, að þetta er á
einhvern hátt innrætt þeim,
beinlínis eða óbeinlínis. Því sýna
unglingar virðingarleysi fyrir
lífsreglum og siðaboðum, lögum
og rétti, að þeir nema það af
öðrum. Því læra og leika margir
unglingar dónahátt, daður og
drabb, að þau sjá þetta og kynn-
ast því sér til minnkunar.
Það vilja engir heilbrigðir
unglingar verða ræflar og rytjur
mannfélagsins. Þó verða sumir
það, allt of margir fyrir þá sök,
að þeim er á einhvern hátt hrint
út í svívirðinguna eða beinlínis
1 eidd út á glapstigu af þeim
eldri. Sannast þar að grísir
gjalda, gömul svín valda, hvort
sem það er gert af ásettu ráði
eða á að heita óviljandi.
Eldri kynslóðin ber ábyrgðina
og nánustu vandamenn barna
og unglinga: foreldrar, kennar-
ar og prestar, mestan þunga
hennar. Undan því komast þeir
ekki. Stofnanirnar: heimili,
skólar og kirkja eru, að guðs og
manna lögum, skyldug til þess
að standa á verði, gera allt sem
í þeirra valdi stendur til þess að
koma unglingunum til mann-
dómsþroska, vaka yfir því að
þeir læri að verja viti sínu og
kröftum, sér og öðrum til sæmd-
ar og heilla.
Þessar stofnanir eru það og út-
varpið, sem hefur mest áhrif á
börnin og þeim er ætlað það
sérstaklega. Og er þar bæði um
hljóðvarp og sjónvarp að ræða.
Þau heyra og sjá það sem sagt
er og gert og endurvarpa því svo
í tíma og ótíma, fyrst sín á milli
og síðar út til fólksins í orði og
verki. Orð og athafnir eldri kyn-
slóðarinnar eru hráefnið, sem
æskulýðurinn vinnur úr. Sumt
af því, sem hann sér og heyrir,
er tvírætt og torskilið, þá kem-
ur ímyndunarafl óvitringanna
til sögu með misjafnlega góðum
árangri fyrir þá og umhverfið,
reka þeir sig stundum illa á það
sjálfir, skynja, skilja og finna
hætturnar og verða á báðum
áttum eða alveg siðferðilega
áttavilltir. Þá geta unglingarnir
gefið okkur þetta í nefið:
En hverju er varpað, úti og inni,
í orði og verki fyrir mig
sem annað barn? í ábyrgð þinni
það er svo þú mátt vara þig.
Ég hrifist get af lygalaupum
og lokaráðum utan frá,
og fyrir heimsins hrossakaupum
ég húsráð fæ, sé róið á.
Þeim er vandfarið, sem vaxn-
ir eru til vits og ára. Þeir bera
ábyrgðina.
En — nú skulum við þó snúa
við blaðinu um stund og reyna
að skella skuldinni á börnin,
unglingana, æskulýðinn, gerast
talsmenn okkar sjálfra. Okkur
mun ekki veita af því, svo höll-
um fæti stöndum við.
Æskan er staðin að ýmsu, um
það verður ekki þráttað. Á hana
eru margar sannaðar sakir og
ekki allar léttar. Unglingar
hafa brotizt inn í læst hús, í
læstar hirzlur og stolið svo miklu
sem þeir gátu, svo það er hægt
að benda á einn og einn og
segaj: Þetta er þjófur, stórþjóf-
ur. Þeir hafa þrætt fyrir gerðir
sínar, sannir að sök, gerzt lyg-
arar. Það kalla menn blygðunar-
leysi. Þverlyndi þeirra við for-
eldra og vandamenn er talið að
fari mjög í vöxt, þeir standi
uppi í hárinu á forelrum sínum,
jafnkýti þeim, rífist við þá, van-
þakki þeim, heimti allt með
sjálfskyldu, þyki allt gott sjálf-
sagt, of lítið/ og ófullkomið; leiki
sér að því háttalagi, sem „ó-
lukku og slys að launum fær.“
Einn og einn unglingur .hefur
verið staðinn að herfilegustu
skemmdarverkum, af kala við
nágranna eða sambýlismenn for-
eldra sinna, leikið sér að því að
brjóta rúður í húsum eða stinga
nöglum og vírspottum ofan í
túnið þegar komið var að slætti
og glaðzt yfir rúðulausum glugg-
um og brotnum ljáum. Sams-
konar náungar hafa lætt járn-
um inn í mótorvélar óþekktra
bílstjóra í þeirri von að vélin
brotnaði, er bíllinn færi í gang
og ekki dæmalaust, að einn og
einn slíkur fugl bisaði við að reka
hvassydda gadda ofan í vegi,
þar sem þeir gætu eyðilagt dekk
og slöngur. Og mjög merk kona
sagði mér þessa sögu af dreng
fyrir innan fermingu: Hann kom
eitt sinn á bæinn, þar sem hún
bjó. Drengurinn var spurður
frétta, því að hann var talsvert
langt að kominn. Hann hafði þá
sögu að segja, að nágranni hús-
bónda síns, hefði misst aðra
kúna sína, hún hafði farið ofan
í fen og drepizt þar. Saga lík
þeim er gerst hafa stöku sinn-
um. En konan furðaði sig mest á
að horfa á drenginn meðan
hann var að segja frá þessu,
hann hafði allur ljómað af á-
nægju og ekki stillt sig um að
hlægja gleðihlátur yfir þessu,
sýnilega glaður yfir því að geta
flutt svona kærkomnar fréttir.
Alþekkt er það, hve eitt og eitt
barn, innan við fermingu, er
leikið í því að sjóða undir, lát-
ast hvergi vera í fundið, þótt
það sé potturinn og pannan í
verstu óknyttum. Og hvað þau
hafa gaman af því að leiksyst-
kinin verði fyrir ákúrum og
refsingum.
Lengi mætti halda áfram að
telja upp syndir unglinganna.
Þær eru litlu færri og lítið fá-
breyttari en syndir annarra og
líkjast þeim um flest.
Hvað er þeim þá til varnar?
Eiga þau ekki að fá makleg
málagjöld? Jú sannarlega eiga
þau að fá makleg ámæli. En við
skulum þó líta á þetta synda-
registur ofurlítið nánar áður en
við göngum frá þeim.
Við minnumst fyrst á inn-
brotsþjófnað. Það er gróft orð.
Innbrotsþjófur er gróft óorð á
manni. Það er nokkuð hættuleg-
ur leikur að ávinna sér það. Geri
maður það á barnsaldri þá verð-
ur okkur einna fyrst á að minn-
ast vögguvísu Leirulækjar-Fúsa:
Varastu þá vits fær gætt, til
vonds að brúka hendur o. s. frv.
En oftast mun það og getur
verið svo að foreldrar og aðr-
ir náskyldir þessum vandræða
unglingum eru nálfrómar mann-
eskjur. Að minnsta kosti ekki
óráðvandari en almennt gerist.
En þetta framferði er að áger-
ast og helst í bæjunum. Það er