Heima er bezt - 01.02.1955, Side 13
Nr. 2
Heima er bezt
45
Bréf frá Stephani G. Stephanssyni
athugavert. Þar er mestur soll-
urinn og hættast við að þetta sé
fyrir þeim haft, unglingunum, á
mjög áberandi hátt. Bíómyndir
sumar hafa þótt nokkuð vísar
til þess að kenna rupl og rán,
innbrot og þjófnað. Nautnalífið
með reykingar, áfengi, öldrykkju
og sælgætisát að inngangi, hefur
vaxandi vasaþarfir í för með sér
og sé lítið í vasanum, en þarf-
irnar margar, jafnvel þótt vit-
lausar séu, þá leggja ungling-
arnir kapp á að gera fræðsluna
(sem líka var keypt) sér hag-
nýta, fræðslu kvikmyndanna.
Siðgötugt samkvæmislíf hefur
margs konar sóun í för með sér,
meðal annars í fjármálum.
Að sjálfsögðu er þar oft að-
stöðumunur, eins og annars
staðar í hóp karla og kvenna.
Ýmsir eru með fulla vasa, þótt
unglingar séu, að minnsta kosti
öðru hvoru. Taki svo fyrir þann
austur, þá verða unglingarnir
eirðarlausir og sízt betur á sig
komnir en hinir, sem eru litlu
vanir. Af þessum sökum getur
svo myndast félagsskapur og
hann ekki af betra tagi. f þann
hóp eru ýmsir fullvaxnir kæru-
leysingjar vísir til að slást. Af
því leiðir, að mörg móðir hefur
getað tekið undir orð Rispu:
„en hann lagði lag sitt við fanta,
sem leiddu hann glapstigu á.“
En það þarf ekki alltaf til.
Lítilsvirðing fyrir öðrum
mönnum er oft heimilisiðnaður,
grár leikur, græskulaus oft en
hneysklar smælingjana.
Glaðlegt samtal heimafólksins
um óhöpp náungans hefur sömu
áhrif á börnin, þeim fer að þykja
þess konar tíðindi fagnaðarefni.
Brotin sláttuvél hjá náungan-
um, notalegar fréttir. Brotni vél-
in hans pabba, er allt annars eðl-
is, hálfgerð vandræði. Þetta og
margt líkt þessu læra börnin
eins og móðurmálið, sem er fyr-
ir þeim haft. Þegar svo er í pott-
inn búið, er ekki von á góðu.
En þannig er það, því miður,
þannig í pottinn búið. Umhverfi
barnanna er alltaf og alls staðar
öðrum þræði byggt þessum púk-
um og smáskröttum.
Freistingunum er beinlínis
tildrað og stillt upp við götu
Þegar St. G. Stephansson skáld
kom hingað til lands í boði Umf.
íslands, sem mun hafa verið ár-
ið 1917, ferðaðist hann nokkuð
um sveitir þess. Meðal annars
fór hann norður í Strandasýslu,
er hann kom úr förinni um
Norðurland. Varð þá að ráði að
Jósep Jónsson, bóndi á Melum
í Hrútafirði, réðist til fylgdar
með honum norður til Hólmavík-
ur. Þaðan mun Stefán hafa far-
ið til ísafjarðar.
Eins og meðfylgjandi afrit af
bréfi Stephans til J. J. ber með
sér, hefur svo talazt til með
þeim, að hann sendi Jósep línur,
þegar heim kæmi, meðal annars
til að gefa honum sýnishorn af
rithönd sinni.
Þar sem þetta bréf hefur
hvergi komið á prent, þykir mér
rétt að forða því frá glötun með
því að bjóða „Heima er bezt“ það
til birtingar.
G. Þ.
Markerville Alta, Canada.
Marz 11. 1918.
Hr. Jósef Jónsson.
Góðvinur. Þökk fyrir fylgdina,
bæði þín sjálfs í sumar, og vís-
unnar þinnar vestur núna í för
með bréfi til Finns bróður þíns.
Hef þig með mér heimanað,
héðan úr minni kytru,
aftur að finna veg og vað
vestr um Fjörð og Bitru.
Þó í töf sé fargað fljótt
fögrum sumarmorgni,
Komumst við enn um ágúst-nótt
onað Fj arðarhorni.
barnanna, eins og lostætum á-
vöxtum eða skartgripum innan
við gluggarúður stórverzlana.
Og þarna hefur hann það til
enn, sá gamli, að glotta og
segja: „Allt þetta skal ég gefa
þér ef þú fellur fram“-------því
fer oft sem fer. Það er enginn
leikur að sjá við þeim gamla.
Það er nokkuð skrítinn blettur
austur í brekku. Ég get notað
hann fyrir glugga líkan þeim, á
Annars eru þessar línur bara
til að efna það, sem þú mæltist
til. Alltaf mundi ég það, en
komst þó aldrei að því. Samt
hefði það orðið einhverntíma.
Ég var alltaf eins og á eilífum
flótta. Hérna er þá höndin mín,
og ekki merkur minjagripur!
Letrari er eg listasmár,
leikur ei þar við höppin.
Svo er á gömlum klaka-klár
klárvíg skrifta-löppin.
Við fréttum vandræði og
vonzkutíð af ykkur nú, heldur
en hitt. Maður nærri iðrast eftir
að hafa komið til að eyða. Hjá
okkur, rétt hérna, engin vand-
ræði, en vetrarríki mikið og ekki
svo afléttilegt enn. Nærri miður
marz og auðn yfir allt, af nærri
tveggja feta fönn.
Brúna-sigi á austan átt,
ei er í hlýjum föllum.
Úfið strýið strýkur hátt
stormur á skýjum öllum.
En samt fer nú óðum að stytt-
ast inn í „betri heim.“
Berðu kveðju mína til Borð-
eyrar, komir þú þar, heimilum
þeirra símastjóra og sýslumanns.
Fyrirgefðu fátækt blað!
Fari þig þarna vel um.
Eg fer ekki að þrátta um það,
þó þar heiti á „Melum“.
Vinsamlega
Stephan G. Stephansson.
vissan hátt, sem við vorum að
fara hjá og þó helst ekki nema
á góðviðriskveldum. Það, sem ég
tala þar (og þá) fullum rómi,
kemur til mín aftur orðrétt. Ef
ég bölva, þá er þar tvíbölvað, ef
ég blessa, þá er þar tvíblessað.
Svo hefur þetta verið i mörg ár.
Fyrir 40 árum varð ég þess ekki
var og fyrir 60 árum þori ég að
fullyrða að bletturinn var ekk-
ert skrítinn.