Heima er bezt - 01.02.1955, Qupperneq 22
54
Heima er bezt
Nr. 2
daginn og gekk vel, þótt hliðar-
vindur væri. Kaldi var, en þó
sumt af fólki hressara en dag-
inn áður. Stefnan norðan við
vestur og gangurinn 250 mílur.
Föstudaginn þann 18. Bjart
veður um morguninn og bakkar
í kring, sem þegar á daginn leið,
birti til norðvesturs, svo að bjart
varð ofan að hafsbrún og heið-
skírt í fyrsta sinni á leiðinni.
Vindurinn af sömu átt, nokkuð
hvass og kaldur um morguninn,
en lægði heldur seinni partinn.
Voru flest segl við höfð á skip-
inu og gekk vel. Um kvöldið gekk
vindurinn til vesturs, hægur á
móti. Sást þá stór ísjaki á
stjórnborða og fáeinir smærri
litlu síðar. Líka sáum við þá
dampskip á eftir okkur og segl-
skip, sem kom norðvestan að og
stefndi í landsuður. Fór damp-
skipið framhjá okkur um dag-
setur. Eftir sólarlag sáum við
fyrst votta fyrir landi í hávestur,
eftir kompás, og eftir dagsetur
sáum við þar vita. Var það land-
norður hornið af Nýfundnalandi.
Hafði gengið þann sólarhring 75
mílur.
Laugardaginn þann 19. í birt-
ing kl. 6 um morguninn vorum
við komin inn á fjörð (eða
sjávarbugt), sem er milli Labra-
dors og Nýfundnalands, ekki
mjög breitt fyrst, en breikkar,
þegar inn eftir kemur, og er líkt
til landa að sjá og Útskaga
heima, þegar menn eru þar á
djúpmiðum að austan. Kom þá
sól upp kl. 6 V2. Var heiðríkt fyrst
um morguninn og kalt mjög, en
þykknaði fljótt. Labrador er að
sjá hrjóstrugt land og líkast til
að sjá landslag og þegar menn
eru á Ketubrúnum og sjá upp
á Útskaga, er það mjög líkt til
að sjá Hraunshæðum, sem
hækka nokkuð, þegar fram eftir
kemur, og eru með hæðum og
slökkum á milli. Ekki er gott að
sjá, hvernig þar er jarðvegur, en
líkast er til, að þar sé grýtt og
klöppótt land. Þegar kemur inn
með ströndunum, sjást lágir
fjallatindar og slakkar í milli
vestar í landið. Lítið sáum við
til mannabyggða á þessari
strönd, en dimmt var líka upp
yfir. Þó sáum við á einum stað
turn og þar skammt frá húsa-
þorp og stórt skip. Nýfundna-
land, sem var að suðvestan við
okkur og við fórum nokkuð nær,
er lágur tangi nyrzt, og þar sá-
um við vita um morguninn. En
norðarlega á austurströndinni
eru hæðir nokkrar flatar ofan,
annars er landið allt mjög lágt,
en hækkar, þegar suður eftir
kemur. Þar sáum við votta fyrir
skógi og fáeinum húsaþorpum.
Vindurinn var hægur, suðvestan
um morguninn, en hvessti, þegar
kom fram á daginn, var þykkt
þokuloft og sá ekki nema stund-
um til Nýfundnalands, en aldrei
til Labrador seinni part dags-
ins, enda breikkar svo mikið til
iands að sjá. að ekki er víst það
sjáist, þótt bjart sé. Stefnan
var þann dag undir hæsta striki
fyrir sunnan vestur, en gengið
hafði 150 mílur.
Sunnudaginn þann 20. Þoku-
loft fyrst um morguninn, en
gerði svarta þoku, þegar fram
á daginn kom, en birti aftur lít-
ið eitt um kvöldið. Vindurinn
hægur í móti fyrst, en gekk
nokkuð til suðurs seinni partinn,
svo að segl urðu notuð. Ekkert
sást til lands, en vita sáu menn
um kvöldið í þokunni, á eyju,
sem framhjá var farið á hægri
síðu. Hafði þá gengið 180 mílur.
Mánudaginn þann 21. Var
svartaþoka og hvasst veður fyrst
um morguninn, svo birti lítið
eitt, svo að til lands sást í suðri,
dimmdi síðan aftur með rign-
ingu, en eftir miðjan dag birti
upp, sást þá land á vinstri hlið
(annað en Nýfundnaland). Var
það land víða með lágum fjöll-
um, og voru dalir á einum stað
upp í landið, en hlíðarnar voru
dökkleitar að sjá, hugðu menn
þær vera skógi vaxnar, því að
uppi á fjöllunum sáust þeir bera
við loft. Hér og hvar voru bleik-
leitir blettir, sem menn ætluðu
vera grassléttur. Húsaþorp sáust
þar víða með sjónum, og voru
þau öll hvítleit að sjá.1) Marga
fiskibáta sáum við þar skammt
frá landi og líka nokkur stærri
skip á ferð. Stefnan var undan
hæsta striki fyrir sunnan, norð-
vestur með ströndinni. Vindur-
inn var hægur á móti um miðj-
an daginn, en hvessti aftur um
!) Neðanmáls stendur: „Þetta var Que-
becströndin."
kvöldið. Var þá farið nær landi.
Sáum við þá, að skógurinn var
víða ofan að sjó, nema þar, sem
brattast var að sjónum, þar sá-
ust lágir klettar hér og hvar.
Sums staðar voru húsaþorp,
helzt við dalamynni, og var langt
nokkuð milli þeirra sums staðar.
Hvergi sáu menn grasblett nema
þar sem rutt hafði verið kring-
um húsin. Gangurinn hafði verið
160 mílur.
Þriðjudaginn þann 22. var
heiðskírt veður um morguninn.
Land hið sama á vinstri hlið,
en nokkuð öðruvísi lagað, því
láglent var nokkuð með sjónum,
en smáhækkaði upp á landið.
Var það þó lægra en fyrri dag-
inn, með holtum og ásum og í
stöku stað mátti kalla hóla og
fell. Svo mátti heita sem sam-
föst byggð væri með allri strönd-
inni og sums staðar nokkuð upp
á landið. Voru þar víða stór svæði
af yrktu landi og eins á strönd-
inni. Alls staðar var skógurinn
eins og fyrri daginn, þar sem
ekki var bygging nálæg. Á hægri
hlið sáum við líka land langt í
burtu, var það lengra frá að sjá
en Innstrandir af Skagaströnd
og líka lægra með litlum reyr-
hæðum að ofan.
Dampskip fór framhjá okkur
um morguninn, og mörg seglskip
sáum við um daginn. Stefnan var
skammt fyrir sunnan vestur og
hæg gola á móti, þegar vestur
eftir kom, þéttist byggðin og
breikkaði upp í landið, líka voru
grassléttur og akrar, en fremur
lækkaði landið, nema á einum
stað var allhátt fell suður í landi.
Ströndin var mikið bein og óvog-
skorin, svo hvergi sást sker
eða tangi. Kom þar framan
af ströndinni hafnsögumaður
klukkan að ganga 4 e. m.1) Var
þá beygt frá landi aftur, norð-
vestur á flóann og farið lengra
frá landi. Þennan sólarhring
hafði gangurinn verið 150 mílur.
J) Það er því vafalaust rangt, sem laus-
lega er drepið á í Sögu Isl. í Vesturheimi,
II. b. og líklegt talið, að Jóhannes Arn-
grímsson prests að Bægisá hafi komið um
borð með hafnsögumanni. Beið hann í
Halifax, þar eð skipsins var fyrst von þang-
að og hitti því ekik fólkið fyrr en í Tor-
onto, var þá Sigtryggur orðinn hlutskarp-
ari. Sbr. þessa frásögn hér síðar.